Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HARALDUR Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Íslands, telur að
ekki felist veruleg breyting á búvöru-
lögum í frumvarpinu sem dagaði uppi
í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
Alþingis. Með því hafi átt að skerpa á
löggjöfinni og eyða réttaróvissu með
mjólk utan greiðslumarks.
Haraldur sagði að framkvæmda-
nefnd búvörusamninga geti ákveðið
að mjólk utan greiðslumarks fari á
innanlandsmarkað. Nú eigi að eyða
óvissu um mjólk utan greiðslumarks
sem nefndin hafi ákveðið að nota ekki
á innanlandsmarkaði. Ef ráðherra og
framkvæmdanefnd staðfesti ekki
neina ráðstöfun á mjólk sem er um-
fram greiðslumark komi til sekta.
„En það er óþekkt. Í framkvæmd-
inni hingað til hefði líklega aldrei
komið til þess að beita þessum sekt-
arákvæðum,“ sagði Haraldur. Á síð-
asta framleiðsluári voru framleiddar
um 7-8 milljónir lítra umfram
greiðslumark og greiddu mjólk-
urstöðvarnar fyrir þá mjólk.
Greiðslumarkið á þessu ári er 118
milljónir lítra.
Haraldur benti á að greiðslumarki
fylgi framleiðsluskylda upp á 85%.
Það sé eðlilegt að ákveðin réttindi
fylgi greiðslumarkinu og að til séu
reglur um þá sem brjóti á þeim rétt-
indum. Haraldur er sjálfur kúabóndi
og sagði að sér þætti óeðlilegt ef ein-
hver, sem ekki hefði greiðslumark,
gæti rutt mjólk hans af innanlands-
markaði. Með því þyrfti hann að sæta
útflutningsverði fyrir stærri hluta
sinnar framleiðslu. Útflutningsverð
er um þriðjungur af innanlandsverði.
„Þetta er nokkurs konar launa-
vernd,“ sagði Haraldur.
Ekki beint gegn Mjólku
„Mönnum dettur fyrst í hug að
þetta sé sett til höfuðs Mjólku og
þeim framleiðendum. Mér er sagt að
þetta hafi verið samið í fullu samráði
við þá. Það á ekki að vera hægt að
benda á einhvern einn framleiðanda
hér heima sem verður sérstaklega
fyrir barðinu á þessu núna.“
Með frumvarpinu er einnig lagt til
að ákvæði um verðmiðlun og verð-
færslu mjólkurvara verði afnumin.
Haraldur sagði þessa lagabreytingu
vera staðfestingu á breytingum sem
urðu fyrir löngu. Greidd var tiltekin
upphæð í ríkissjóð fyrir hvern mjólk-
urlítra sem var veginn inn í mjólk-
urstöð. Peningarnir voru síðan not-
aðir til að jafna stöðuna milli
mjólkurbúa og færðust sem ríkisút-
gjöld þegar greitt var úr ríkissjóði.
Eftir að mjólkurstöðvarnar urðu nán-
ast að einu fyrirtæki hefðu þær haft
þetta inni í bókhaldi sínu.
„ÞESSU frumvarpi er beint gegn tilvist Mjólku,“ sagði
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Hann
sagði að þeir í Mjólku væru gáttaðir á því að gera ætti
það refsivert að framleiða mjólk án ríkisstuðnings. Ósk-
að var umsagnar Mjólku um frumvarpið og sagði Ólafur
að þeir hefðu mótmælt því harðlega.
„Það skýtur skökku við að þeir sem ekki eru innan
greiðslumarks eða þiggja ríkisstuðning við sína fram-
leiðslu skuli ekki hafa jafnan aðgang að innanlands-
markaði og hinir sem þiggja ríkisstuðning,“ sagði Ólaf-
ur. Hann telur að frumvarpið stangist á við stjórnarskrá
varðandi atvinnufrelsi og eignarrétt og einnig telur
hann það brjóta í bága við meðalhófsregluna.
Ólafur sagði að miðað við sektarákvæðið myndi sekt fyrir framleiðslu á
búi hans á Eyjum í Kjós nema 60-80 milljónum á ári. Þá ætti refsiábyrgð
lögaðila að fara eftir ákvæðum hegningarlaga. „Það er með ólíkindum að
menn skuli ætla að ganga svona hart fram í þessu máli.“
Ólafur sagði að ef afnema ætti verðtilfærslu, eins og lagt er til í frum-
varpinu, þá vildu þeir í Mjólku að opinber verðlagning yrði afnumin og að
greinin félli undir samkeppnislög. „Með afnámi verðtilfærslu ætluðu þeir
að lækka þær vörur sem við erum með í samkeppni á markaðnum.“
„Beint gegn tilvist Mjólku“
Ólafur M.
Magnússon
Morgunblaðið/RAX
Mjólk Lagt er til að sektað verið fyrir að taka við mjólk utan greiðslumarks og setja hana á markað í óleyfi.
Réttaróvissu eytt
Formaður Bændasamtakanna segir breytingu á búvörulög-
um ekki snerta neinn einn mjólkurframleiðanda sérstaklega
Eftir Jóhönnu Maríu
Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
FLÉTTULISTI
Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi
var afnuminn á fundi
kjördæmaráðs í gær-
kvöldi. Konur skipa
nú annað og þriðja
sæti listans.
Aðdragandinn er sá að Lúðvík
Geirsson hafði óskað eftir að vera
færður niður í fimmta sætið, en hann
hafnaði í þriðja sæti listans en sóttist
eftir því fyrsta og þurfti kjördæm-
aráð því að ákveða endanlega röðun á
listann.
Hefði verið farið eftir reglunni um
fléttulista hefði Magnús Orri Schram,
sem hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri
flokksins, átt að taka þriðja sæti
listans í stað Lúðvíks og Þórunn
Sveinbjarnardóttir það fjórða.
Á fundi kjördæmaráðs Samfylk-
ingarinnar í gærkvöldi var Magnús
Orri hins vegar settur í fjórða sætið,
en Þórunn í það þriðja. Þar með eru
konur í öðru og þriðja sæti listans.
„Ég lagði fram tillögu um að ekki
yrði farið fram með reglu sem við
höfðum sett okkur um fléttulista. Það
bara gekk ekki upp af mörgum
ástæðum,“ segir Kristján Guðmunds-
son, formaður kjördæmisráðs Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Aðspurður vildi hann þó ekki ræða
aðrar ástæður en þær að Lúðvík
Geirsson hefði boðist til að færast nið-
ur á listanum sem hefði verið óvenju-
legt. Kristján segir að töluverður styr
hafi verið um afnám fléttulistans en
að lokum hafi tillagan verið samþykkt
með öllum atkvæðum gegn einu.
„Við erum samt sem áður með
jafnt kynjahlutfall á listanum, 12 kon-
ur og 12 karla,“ segir Kristján.
Fyllsta jafnræðis hefði því verið gætt
þrátt fyrir afnám fléttulistans.
Miklar umræður voru um afnám
fléttulistans á fundinum og var það
eina ágreiningsefnið að sögn Krist-
jáns Guðmundssonar.
Niðurstaða kjördæmaráðs var því
sú að Árni Páll Árnason er í fyrsta
sæti listans, Katrín Júlíusdóttir í
öðru, Þórunn Sveinbjarnardóttir
skipar þriðja sætið, Magnús Orri
Schram það fjórða og Lúðvík Geirs-
son í fimmta sæti. Samfylkingin er nú
með fjóra þingmenn úr Suðvest-
urkjördæmi og er Lúðvík því í bar-
áttusæti.
Fléttulistinn
afnuminn í
Kraganum
Þórunn Sveinbjarnardóttir fer í þriðja
sætið fyrir ofan Magnús Orra Schram
Magnús Orri
Schram
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Lúðvík
Geirsson
AÐEINS einn ráðherra í ríkisstjórn
tekur að sér launuð störf utan ráð-
herrastarfsins. Þetta kemur fram í
upplýsingum forsætisráðuneytis um
hagsmunatengsl allra ráðherra rík-
isstjórnarinnar og trúnaðarstörf.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra þiggur laun fyrir
stöku námskeið eða fyrirlestra um
bókmenntir. Enginn ráðherranna
þiggur fjárhagslegan stuðning, gjaf-
ir eða boðsferðir og enginn þeirra
hefur fengið eftirgjöf skulda. Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra tekur
fram að hann hafi skrifstofuaðstöðu í
Háskóla Íslands.
Fjórir gegna stjórnarsetu eða
öðrum trúnaðarstörfum fyrir hags-
munasamtök eða opinberar stofn-
anir. Þá eru tveir ráðherrar í launa-
lausu leyfi frá fyrri vinnuveitendum.
Hagsmuna-
tengsl ráð-
herra skýrð
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
móður ungrar stúlku, sem var nem-
andi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarn-
arnesi, til að greiða kennara stúlk-
unnar rúmar 9,7 milljónir króna í
skaðabætur auk 1,5 milljóna króna í
málskostnað. Stúlkan renndi hurð á
höfuð kennarans og slasaði hann.
Stúlkan hefur verið greind með
Aspergerheilkenni. Í nóvember 2005
sinnaðist henni við bekkjarfélaga
sína og fór inn í geymslu, sem var
lokað með rennihurð. Kennarinn,
sem er kona, ætlaði að sækja hana
og stakk höfðinu inn í geymsluna en
þá skall rennihurðin á andliti hennar
og hentist hún með höfuðið á vegg.
Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk,
þrekleysi og öðrum eymslum.
Kennarinn stefndi bæði stúlkunni
og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skól-
ans vegna slyssins. Héraðsdómur
taldi að stúlkan, sem var nýorðin 11
ára þegar þetta gerðist, hefði þekkt
muninn á réttu og röngu og ekkert í
málinu bent til þess að fötlun hennar
hefði skert dómgreind hennar eða að
vitsmunaþroski hennar hefði verið
minni en almennt hjá börnum á
sama aldri.
Þá segir í dómnum, að ekkert liggi
fyrir um það í málinu að stúlkan hafi
ætlað sér að skella hurðinni á kenn-
arann heldur sé líklegra að hvatvísi
hennar hafi þar ráðið för eða reiði
vegna þess að henni hafði sinnast við
skólabræður sína. Á hinn bóginn
hafi henni mátt vera ljóst, að sú hátt-
semi hennar að renna aftur hurðinni
með afli væri hættuleg og hún hlyti
að hafa gert sér grein fyrir því
hversu alvarlegar afleiðingar hátt-
semin gat haft. Því beri stúlkan
skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.
Skólinn var sýknaður af kröfu um
skaðabætur þó að matsmaður hafi
talið að klemmivörn á hurðinni hafi
ekki komið í veg fyrir að hún skylli á
höfði kennarans.
Fyrir Hæstarétti taldi móðir
stúlkunnar, að héraðsdómi hefði
borið að kalla til sérfróðan með-
dómsmann með þekkingu á heilsu-
farslegum vandamálum stúlkunnar
vegna Asperger-heilkennisins.
Einnig krafðist hún sýknu þar sem
sýnt væri fram á með nýjum gögn-
um um heilsufar stúlkunnar að ekki
væru skilyrði til að fella á hana
skaðabótaábyrgð. Hæstiréttur hafn-
aði þessum rökum og staðfesti hér-
aðsdóminn.
Fram kom eftir að dómurinn var
kveðinn upp í héraði, að fjöl-
skyldutrygging konunnar hjá
Tryggingamiðstöðinni myndi greiða
bæturnar ef dómurinn yrði stað-
festur í Hæstarétti. gummi@mbl.is
Dæmd til að greiða kennara
dóttur sinnar 9,7 milljónir
Lokaði rennihurð á kennarann með þeim af-
leiðingum að hann hentist með höfuðið á vegg
nýjar vörur komnar í hús
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16