Morgunblaðið - 27.03.2009, Side 8
REYKINGAR unglinga eru fátíðari á
Íslandi en í nær öllum löndum Evr-
ópu og hvergi drekka færri unglingar
áfengi. Mjög hefur dregið úr drykkju
og reykingum unglinga hérlendis á
síðustu árum. Þetta kemur fram í
nýrri, viðamikilli evrópskri rannsókn.
Umtalsvert fleiri unglingar á Ís-
landi hafa engin vímuefni notað um
ævina en í nokkru landi í Evrópu og
virðast þeir, hvað þetta varðar, draga
meiri dám af jafnöldum sínum í
Bandaríkjunum. Kannabisneysla ís-
lenskra unglinga er jafnframt tals-
vert undir meðaltali Evrópu þótt sér-
staða þeirra sé nokkru minni að því
leyti en varðandi önnur vímuefni.
Þóroddur Bjarnason, prófessor við
Háskólann á Akureyri, sem stýrir
rannsókninni kynnti niðurstöður
hennar í gær. Sem dæmi úr könnun-
inni má nefna eftirfarandi:
56% íslenskra þátttakenda sögðust
hafa neytt áfengis síðustu 12 mánuði
en 82% að meðaltali í Evrópu.
Reykingar síðustu 30 daga: 16% á
Íslandi en 29% að meðaltali í Evrópu.
Hlutfallið í Noregi var 19%, í Svíþjóð
21% og 32% í Danmörku. Hæst var
hlutfallið í Austurríki, 45%.
Einhvern tíma á ævinni prófað
kannabisefni: 9% á Íslandi en 19% að
meðaltali í Evrópu.
31% íslenskra unglinga sagðist
aldrei hafa prófað sígarettur, áfengi
eða ólögleg vímuefni árið 2007 og sker
Ísland sig algjörlega úr hvað þetta
varðar. Næstbest kemur Noregur út,
þar sem 19% sögðust aldrei prófað
þessi efni, 16% í Svíþjóð og 12% í
Finnlandi. Verst koma Lettland og
Tékkland út en í báðum löndum sögð-
ust aðeins 2% aldrei hafa prófað efnin.
Þóroddur þakkar það forvarnar-
starfi, hækkun á sjálfræðisaldri 1998
og stórauknu foreldraeftirliti að svo
mikið hafi dregið úr notkun ávana- og
vímuefna. skapti@mbl.is
Hve glöð er vor æska
Mjög hefur dregið úr drykkju og reykingum íslenskra unglinga á síðustu árum
Hækkun sjálfræðisaldurs og stóraukið foreldraeftirlit talin skipta miklu máli
Í HNOTSKURN
»Rannsóknin, ESPAD, erunnin að tilstuðlan Evr-
ópuráðsins og Upplýsinga-
miðstöðvar ESB um vímuefni.
»Alls tók 81% nemenda í 10.bekk á Íslandi þátt í rann-
sókninni árið 2007.
»Alþjóðlegur gagnabankiESPAD er starfræktur á
vegum Rannsóknaseturs for-
varna við Háskólann á Ak-
ureyri í samstarfi við al-
þjóðlegu verkefisstjórnina í
Stokkhólmi.TENGLAR
..............................................
www.espad.is
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SPRON á gott safn listaverka sem
nú er í umsjón skilanefndar spari-
sjóðsins. Hlynur Jónsson, formaður
skilanefndarinnar, segir að þessi
verk séu ekki í sölumeðferð.
Ákvörðun verði tekin um það síðar
hvernig farið verður með þessa
verðmætu eign. „Það verður enginn
asi í þessu máli,“ segir Hlynur.
Eins og fram kom í fréttum í
haust komust verðmæt listaverka-
söfn Landsbankans, Glitnis og
Kaupþings í umsjón ríkisins við
hrun bankanna. Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra vill tryggja að
þessi listaverk verði áfram í eigu
ríkisins.
SPRON eignaðist mörg verðmæt
listaverk í tíð Baldvins Tryggvason-
ar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra,
enda beitti hann sér sérstaklega
fyrir því að sparisjóðurinn fjárfesti í
listaverkum. Baldvin sagði í samtali
við Morgunblaðið, að hann teldi rétt
að þessi verk rynnu nú til Lista-
safns Reykjavíkur. Vísaði hann þar
til sterkrar tengingar SPRON við
reykvískt lista- og menningarlíf og
þess að verkin væru fyrst og fremst
keypt fyrir peninga frá Reykvík-
ingum og íbúum í nágrannasveit-
arfélögunum.
Morgunblaðið leitaði í gær eftir
upplýsingum um fjölda listaverka
og samsetningu safnsins hjá Stefáni
Kjartanssyni, forstöðumanni rekstr-
arsviðs SPRON. Stefán kvaðst ekki
geta veitt upplýsingar og vísaði á
skilanefndina.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið aflaði sér eftir öðrum leiðum
eru verkin í safninu skráð og geymd
í öruggri geymslu. Í safninu eru
nokkur verk eftir gamla meistara,
svo sem Kjarval og Gunnlaug
Scheving. En uppistaðan í safninu
eru verk eftir yngri myndlist-
armenn, og má t.d. nefna Kristján
Guðmundsson, Einar Hákonarson,
Magnús Tómasson og Karólínu
Lárusdóttur.
Listaverkasafn SPRON
er ekki til sölumeðferðar
Lagt til að Listasafn Reykjavíkur eignist listaverkin
TVÖ af þekktustu húsum Reykjavík-
ur hafa verið auglýst til sölu. Um er
að ræða húsið Austurstræti 16 sem
margir þekkja sem gamla Reykja-
víkurapótekið og hinsvegar Naustið,
Vesturgötu 6-10.
Fjölbreyttur rekstur
Fyrirtæki Nathans og Olsen
byggði húsið Austurstræti 16 á ár-
unum 1916-18 eftir teikningum Guð-
jóns Samúelssonar, sem síðar varð
húsameistari ríkisins. Upphaflega
var Landsbankinn með afgreiðslu í
húsinu, svo hóf veitingastofa Rosen-
bergs þar starfsemi sína en árið 1930
flutti Reykjavíkurapótek í húsið og
var þar til ársins 1999. Þá hóf veit-
ingastaðurinn Apótekið rekstur sinn
en gömlu innréttingarnar voru tekn-
ar niður og settar í geymslu. Þá voru
bæjar- og borgarskrifstofur í húsinu
frá 1929 og þangað til Ráðhúsið var
byggt auk þess sem Frímúrara-
reglan hafði þar samkomusal.
Athafnamaðurinn Geir Zoëga lét
byggja verslunarhús við Vesturgötu
árið 1882 og var húsið stækkað í
áföngum til ársins 1902 þegar það
náði núverandi stærð. Þar var rekin
verslun í nafni Geirs til ársins 1982
en frá árinu 1954 til 2006 var þar líka
rekinn veitingastaðurinn Naustið.
Á síðu Minjasafns Reykjavíkur
fást þær upplýsingar að húsið hafi
mikið menningarsögulegt, umhverf-
is- og varðveislugildi. ylfa@mbl.is
Perlur
Reykjavík-
ur til sölu
HJÖRDÍS Dröfn Vilhjálmsdóttir
hagfræðingur og Ragnhildur Arn-
ljótsdóttir ráðuneytisstjóri hafa
verið skipaðar í nefnd sem semur
við fulltrúa erlendra ríkja vegna
gjaldeyrislána. Ákvörðunin var tek-
in af fjármálaráðherra og réðu
jafnréttissjónarmið för, að sögn
Indriða H. Þorlákssonar ráðuneyt-
isstjóra.
Hjördís Dröfn kemur ný inn sem
fulltrúi fjármálaráðherra, en hún
starfaði áður hjá Glitni og þar áður
hjá Seðlabanka Íslands. Ragnhildur
kemur í staðinn fyrir Björn Rúnar
Guðmundsson.
Aðrir nefndarmenn eru Sturla
Pálsson, yfirmaður alþjóða- og
markaðssviðs Seðlabanka Íslands,
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, og formaðurinn
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórn-
arformaður Fjármálaeftirlitsins.
onundur@mbl.is
Konur í nefnd
en karlinn út
TÍSKUHÖNNUÐURINN Mundi hélt tískusýn-
ingu í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í
gærkvöldi. Sýningin er einn viðburða Hönn-
unarMars sem nú fara fram víðsvegar um
Reykjavíkurborg.
Fyrirsæturnar voru glaðar og skunduðu um
sviðið af mikilli innlifun. Enda ekki ónýtt að fá
að sýna fyrir fullu húsi hönnun hins hug-
myndaríka Munda.
Flottar fyrirsætur sýndu flotta fatahönnun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
– Skipholt 50 c – www.salka.is
Flottar skref-fyrir-skref leiðbeiningar, ljósmyndir
og góð ráð til að gera okkur enn glæsilegri!
Óskabókin okkar!
Loksins komin aftur í búðir!