Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„STÆRSTU mistök okkar sjálf-
stæðismanna sem tengjast banka-
kerfinu og hruni þess voru gerð við
einkavæðingu bankanna fyrir rúm-
lega sex árum. Með því að falla frá
þeirri stefnumörkun sem ákveðin
hafði verið um dreifða eignaraðild
urðu okkur á mikil mistök. […] Ég
ber mína ábyrgð á því að svona var
búið um hnútana á sínum tíma og á
þeim mistökum er rétt að biðjast af-
sökunar. Geri ég það hér með,“ sagði
Geir H. Haarde, fráfarandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, í setning-
arræðu sinni á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins í Laugardalshöll í gær.
Tæplega 1.900 landsfundarfulltrúar
klöppuðu eftir þessi orð Geirs, og
þurfti hann að gera hlé á ræðu sinni
vegna þess.
Hann fór vítt og breitt yfir hið
pólitíska svið í ræðu sinni, og eyddi
drjúgum hluta hennar í að rekja í ná-
kvæmnisatriðum aðdraganda þess
að bankarnir þrír, Landsbankinn,
Kaupþing og Glitnir, hrundu í byrjun
október í fyrra. Þá fór hann ítarlega
yfir gang mála fyrir og eftir kosning-
arnar í maí 2007, þegar Sjálfstæð-
isflokkur og Samfylkingin mynduðu
ríkisstjórn. Sagði hann engan stjórn-
málaflokk hafa gagnrýnt stærð
bankakerfisins á þeim tíma, eða um-
svif þeirra í íslensku þjóðlífi yfir höf-
uð. Hann hefði íhugað vel að mynda
stjórn með Vinstri grænum en of
mikið hefði borið á milli í málefnum
til þess að það hefði getað orðið.
Neyðarlögin rétt skref
Geir sagði setningu neyðarlag-
anna svokölluðu, sem gripið var til til
þess að verja hagsmuni almennings í
bönkunum, ekki hafna yfir gagnrýni
en það hefði verið rétt ákvörðun að
beita þeim. „Það gengur að mínu
mati kraftaverki næst að við skyld-
um komast hjá upplausn og efna-
hagslegu öngþveiti fyrstu dagana
eftir fall gömlu bankanna,“ sagði
Geir.
Þá sagði hann efnahagsáætlunina
sem gerð hefði verið í samstarfi við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins í rík-
isstjórn, mikilvægan leiðarvísi út
efnahagsþrengingunum sem Ísland
væri nú í.
Hins vegar hefði, eftir á að hyggja,
mátt halda öðruvísi á spilunum á
hinu pólitíska sviði. „Þegar horft er
til baka er mín niðurstaða sú að
hyggilegast hefði verið að freista
þess strax í haust að mynda þjóð-
stjórn allra flokka,“ sagði Geir.
Gott innra starf
Geir sagði Sjálfstæðisflokkinn
hafa sýnt „sínar bestu hliðar“ eftir
áföllin í efnahagslífinu í haust.
Hann hefði unnið markvisst starf,
þar sem verk hefðu verið skoðuð
gagnrýnum augum og tækifæri
framtíðarinnar skoðuð. Starf Evr-
ópu- og endurreisnarnefnda flokks-
ins hefði borið vott um það. Þá sagði
hann Sjálfstæðisflokkinn oftar en
ekki, í 80 ára sögu hans, hafa styrkst
við ýmsar erfiðar raunir sem þjóðin
hefði gengið í gegnum. „Sama
hversu áföllin eru stór er uppgjöf
aldrei svarið. Saga lands og þjóðar er
sigurganga gegn áföllum. Það sama
gildir nú og áður. Inni í okkur sjálf-
um og meðal okkar sjálfra leynast
lausnir á öllum þeim vanda sem upp
hefur komið,“ sagði Geir.
Þá ítrekaði hann fyrir landsfund-
arfulltrúum að stefnumál Sjálfstæð-
isflokksins, og gildin sem starf hans
hefur byggst á, ættu jafnvel við núna
og áður þrátt fyrir áföll. Flokksmenn
þyrftu að standa vörð um þau gildi,
nú sem áður. „Leið stjórnmálalegra
afskipta og ríkisforsjár í atvinnu-
málum mun dýpka kreppuna og
draga úr vilja og getu fólksins til
þess að hefja á ný atvinnurekstur,
taka áhættu og skapa verðmæti fyrir
sig sjálft og þjóðarbúið,“ sagði Geir.
Gildin jafnsterk og áður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, ávarpaði landsfund
Sjálfstæðisflokksins áður en
Geir H. Haarde flutti setning-
arræðu sína. Sagði hún sjálf-
stæðismenn fá rými til þess að
horfa yfir farinn veg á fund-
inum, og jafnframt horfa fram á
veginn. Á eftir Þorgerði Katrínu
var spilað myndband þar sem
stiklað var á stóru í sögu flokks-
ins og þekktir ræðubútar for-
ystumanna sýndir á breiðtjaldi.
Myndband um 80
ára sögu flokksins
Geir H. Haarde baðst afsökunar á
mistökum við einkavæðingu bankanna
Neyðarlögin voru rétt skref og þjóð-
stjórn hefði átt að mynda í haust
Í púlti Geir fór ítarlega yfir atburðina sem leiddu til bankahrunsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gögnin afhent Tæplega 1.900 fulltrúar sjálfstæðismanna sitja 38. landsfund flokksins á 80 ára afmælisári hans.
Orðrétt
úr ræðu
’Ég tel að þegar litið verður afsanngirni og í sögulegu ljósi yfirþau verk sem hér voru unnin af stjórn-völdum og öðrum aðilum í kjölfarbankahrunsins verði niðurstaðan sú
að eins vel hafi tekist til og mögulegt
var miðað við aðstæður.
’Í skjóli þessara [EES] reglna, semeru lög á Íslandi, var bönkunum,eins og öðrum fyrirtækjum, kleift aðhefja umfangsmikla starfsemi í út-löndum með óheftum lántökum,
eignakaupum og margvíslegri annarri
útþenslu.
’Á þeim átján árum sem ég hefgegnt forystuhlutverki í Sjálf-stæðisflokknum, sem þingflokks-formaður, varaformaður og loks for-maður flokksins, hef ég lagt kapp á að
halda góðu sambandi við almenna
flokksmenn, hvar á landinu sem er.
Það sem gerir flokkinn okkar merki-
legan er ekki bara stefna hans og hug-
sjónir, heldur einnig sú staðreynd að
hann sameinar í senn stétt með stétt
og byggð með byggð.
Ásdís Halla
Bragadóttir,
fyrrverandi bæj-
arstjóri í Garða-
bæ, sagði setn-
ingarræðu Geirs
hafa verið
„mjög góða“.
Hún hefði verið
upplýsandi á
margan hátt. Í henni hefði einnig
falist mikilvægt uppgjör við at-
burði úr efnahagsmálum. „Ræðan
var mjög góð. Hún var ítarleg,
heiðarleg og yfirgripsmikil. Í
henni kom einnig fram mikilvæg
framtíðarsýn fyrir flokksmenn,
sem er mikilvægt á þessum tím-
um.“
Ásdís Halla Bragadóttir
Heiðarleg og
góð ræða
„Þetta var góð
ræða og yfirveg-
uð. Ég hefði nú
samt talið að það
hefði verið nóg að
hafa eina at-
kvæðagreiðslu í
Evrópumál-
unum,“ sagði
Benedikt Jóhann-
esson um setningarræðu Geirs H.
Haarde á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins í gær. Í ræðunni greindi
Geir frá tillögu Evrópunefndar
flokksins um tvær atkvæðagreiðslur
um Evrópumál. Annars vegar um
hvort farið skuli í viðræður við ESB
og hins vegar um niðurstöðuna ef
farið verður í viðræður.
Benedikt Jóhannesson
Ein atkvæða-
greiðsla nóg
Gunnar I. Birg-
isson, bæjarstjóri
í Kópavogi, sagði
ræðu Geirs H.
Haarde hafa ver-
ið góða grein-
ingu á pólitískri
stöðu Sjálfstæð-
isflokksins og
efnahagslegri
framvindu undanfarin misseri. Hún
hefði varpað góðu ljósi á það sem
hefði gerst að undanförnu. „Geir er
yfirvegaður og kurteis maður og
ræðan endurspeglaði þá góðu
mannkosti. Þá fannst mér hún góð
áminning til okkar sjálfstæð-
ismanna um að gildi flokksins eigi
við nú líkt og áður.“
Gunnar I. Birgisson
Yfirveguð og
góð greining
DAGSKRÁ landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins í dag hefst á fundi Evr-
ópunefndar klukkan 9.00. Nefnd-
arstarfinu hafa Kristján Þór
Júlíusson, fyrsti þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi, og Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, stýrt
undanfarin misseri á meðan tillögur
hennar hafa verið í mótun. Heyra
mátti á landsfundarfulltrúum sem
Morgunblaðið ræddi við í gær að
töluverðrar spennu gætti um hver
niðurstaða fundarins verður um
þetta umdeilda mál. Ýmist eru
fundarmenn með eða á móti.
Niðurstaða þeirrar vinnu var sú
að leggja til tvöfalda atkvæða-
greiðslu um Evrópusambandsaðild.
Annars vegar um hvort fara skyldi
í aðildarviðræður og svo hins vegar
um niðurstöðuna. Þjóðin gæti
stöðvað málið á báðum þessum stig-
um.
Geir H. Haarde sagði í ræðu
sinni að ýmsir „málsmetandi menn“
úr íslensku atvinnulífi hefðu kallað
eftir frekari umræðu um Evrópu-
sambandsaðild, þegar brestir komu
í stoðir íslensku krónunnar á fyrri
hluta síðasta árs samhliða fjár-
mögnunarvanda íslensku krón-
unnar. Þá hefðu margir horft til
evrunnar sem stöðugri myntar í
þeim ólgusjó sem var að skapast.
Geir sagðist sjálfur líta á Evr-
ópumálin út frá hagsmunum Ís-
lands á hverjum tíma.
Tillaga um tvær
atkvæðagreiðslur
’Eins og ég rakti að framan urðubankarnir fórnarlömb fjár-málakreppu á heimsvísu. Það er þó ekkiþar með sagt að þeir hafi verið saklausfórnarlömb. Fjarri því. Rangar ákvarð-
anir voru teknar og verulega skorti á að
stjórnendur bankanna […] sýndu þá
ábyrgð og varfærni sem gera verður
kröfu um í starfsemi af þessu tagi.
’Því er skemmst frá að segja að ánokkrum vikum einhenti Sjálf-stæðisflokkurinn sér í umfangsmestuog ítarlegustu Evrópuumræðu semnokkur íslenskur stjórnmálaflokkur
hefur staðið fyrir.