Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
LANDSFUNDUR Samfylking-
arinnar verður settur í Smáranum í
Kópavogi í dag kl. 16 og stendur
fram á sunnudag. Fundurinn er op-
in öllum félags- og stuðnings-
mönnum Samfylkingarinnar. Um
1.700 manns hafa skráð sig til þátt-
töku og geta þeir hafið innskrán-
ingu kl. 14 í í dag í Smáranum.
Fundurinn hefst á setningar-
ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur. Á fundinum fara fram kosn-
ingar til forystu flokksins,
framkvæmdastjórnar, flokks-
stjórnar, verkalýðsmálaráðs auk
hefðbundinna landsfundastarfa. Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra hefur ein boðið sig fram til
formanns. Til varaformanns hafa
tveir boðið sig fram, þeir Árni Páll
Árnason alþingismaður og Dagur
B. Eggertsson borgarfulltrúi.
Dagskrá fundarins er að finna á
heimasíðu Samfylkingarinnar.
Ný forysta kosin á landsfundi Samfylk-
ingarinnar sem hefst í dag í Kópavogi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Ingibjörg Sólrún hættir sem
formaður á landsfundi um helgina.
KARLAKÓRINN Heimir úr Skaga-
firði verður á ferð um Suðurland með
vegferðina um óperusöngvarann
Stefán Íslandi á morgun, laugardag.
Um er að ræða söngsýningu sem
sýnd var níu sinnum á síðasta ári
víðsvegar um landið við góðar und-
irtektir og húsfylli.
Í leiklestri og söng er farið yfir lífs-
hlaup þessa stórtenórs frá vöggu til
grafar, með augum sveitunganna í
Skagafirði. Sýningin er sögð í léttari
kantinum og hentar bæði þeim sem vilja rifja upp sögu Stefáns og þeim
sem vilja kynnast henni.
Sýningarnar verða í Félagsheimilinu Flúðum kl. 16 á laugardag og um
kvöldið kl. 20.30 í Hveragerðiskirkju. Miðasala er við innganginn.
Karlakórinn Heimir kemur með Stefán
Íslandi í tónleikaferð um Suðurland
Söngur Heimismenn flytja lög
tengd lífshlaupi Stefáns Íslandi.
SAMUEL Santos, utanríkisráð-
herra Níkaragva, og Sighvatur
Björgvinsson, framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands, áttu fund í Nikaragva á
þriðjudag vegna þeirra ákvörðunar
að loka sendiráði Íslands í landinu.
Í lok fundar var birt yfirlýsing
þar sem koma fram þakkir frá rík-
isstjórn Níkaragva til vina-
þjóðarinnar á Íslandi.
„Á sama tíma óskum við þess að
sem fyrst finnist lausn á þeim efna-
hagslegu vandamálum sem þessi
vinaþjóð stendur frammi fyrir og
óskum þess að í nálægri framtíð
getum við aftur notið stuðnings og
samvinnu við Ísland.“
Sendiráð Samuel Santos og Sig-
hvatur Björgvinsson.
Sendiráði Íslands
í Níkaragva lokað
FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
hafnað er þeim ummælum Ásgerð-
ar Jónu Flosadóttur að ólöglega
hafi verið boðað til félagsfundar
flokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Allir fundir hafa verið boðaðir
með löglegum hætti samkvæmt
samþykktum félagsins. Ásakarnir
Ásgerðar um annað eru hreinn
uppspuni til þess ætlaður að skaða
Frjálslynda flokkinn.“
Ekki ólöglegur
ÍSLANDSBANKI hefur, í samstarfi
við Opna háskólann í Háskólanum í
Reykjavík, ákveðið að bjóða öllum
fermingarbörnum á fjármála-
námskeið með það að markmiði að
bæta fjármálafærni þeirra í einföld-
um skrefum.
Leiðbeinandi verður Þór Clau-
sen, MSc í fjármálum. Námskeiðin
verða í boði í Reykjavík og úti á
landi og eru ókeypis.
Fjármálanámskeið
STUTT
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
OPIÐ:
Virka daga 10-18,
Laugardaga kl. 11-16
ÚTSALA
Mikill afsláttur af vönduðum vörum
Verð áður: Verð nú:
GROUND Sófasett 3+2 435.600 326.700
Leður
BLUEMOON Sófasett 3+1+1 602.500 451.910
Leður
Stressless Sófasett 3+2+1 963.360 674.350
ARION Áklæði
AVALON Hornsófi 6 sæta 551.250 413.440
Leður
MANHATTAN Hornsófi 6 sæta 536.440 375.500
Áklæði
OSLO Hornsófi 6 sæta 797.120 557.980
Leður
ALBATROS Sófi 3ja sæta 159.840 63.930
Áklæði
SARAH Stóll + skammel 157.500 78.750
Leður
Stressless Stóll + skammel 206.280 144.390
AMBASSADOR Leður
Stressless Stóll + skammel 254.240 177.960
ARTIC Leður
BOSSA Borð og 6 stólar 544.730 272.360
Ljós eik
BOSSA Skenkur 220.320 110.160
Ljós eik
VIVALDI Glerskápur 222 .350 133.410
Dökkbæsuð eik
CANTO Sófaborð 83.130 58.190
Ljós eik
SAFIR Sófaborð 101 660 49 960
Dökkbæsuð eik
XENON Glerskápur 217.870 108.940
Ljós eik
QUBA Sjónvarpsskápur 116.240 81.370
Ljós eik
BOSSA Sjónvarpsskápur 117.860 58.930
Ljós eik
VIVACE Gafl + 2 náttborð 177.390 88.690
Dökkbæsuð eik
BASIC Boxdýna 90x200 cm 49.200 34.440
m/yfirdýnu og fótum
... og margt margt fleira.
Ármúla 44 - S. 553 2035 www.lifoglist.is