Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
AUKIN áhættufælni og lækkandi
raunvextir munu gera lífeyrissjóðum
erfitt fyrir með að viðhalda nauðsyn-
legri raunávöxtun á næstu misserum
og árum, segir Pétur Blöndal alþing-
ismaður.
Fall bankanna síðasta haust hefur
valdið lífeyrissjóðakerfinu miklum
búsifjum. Innlend hlutabréfaeign
þeirra er því sem næst horfin og
svipaða sögu er að segja um fjárfest-
ingar í skuldabréfum banka og stór-
fyrirtækja.
Afleiðingin er sú að raunávöxtun
lífeyrissjóðakerfisins var afleit á síð-
asta ári og munu sumir sjóðir þurfa
að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga
til framtíðar.
„Auk mögulegrar skerðingar rétt-
inda verður að horfa til þróunar und-
anfarinna ára,“ segir Pétur. „Lífeyr-
ir félaga í almennum lífeyrissjóðum
er verðtryggður miðað við vísitölu
neysluverðs, sem hefur hækkað
minna en launavísitalan undanfarin
ár. Hafa lífeyrisþegar því dregist
aftur úr launþegum og horfa nú fram
á enn frekari skerðingu réttinda.“
Til að viðhalda greiðslugetu sinni
til lengri tíma er miðað við að lífeyr-
issjóðir þurfi að ná að meðaltali 3,5%
raunávöxtun á ári. Miðað við bráða-
birgðatölur Fjármálaeftirlitsins hef-
ur raunávöxtun síðustu tíu ár hins
vegar verið 2,5%, sem er töluvert
undir þessu marki. „Aukin áhættu-
fælni samfylgjandi lækkun raun-
vaxta mun gera lífeyrissjóðum erf-
iðara fyrir en ella að halda ná 3,5%
markmiðinu á næstu árum.“
Önnur spurning, sem snýr að
stöðu lífeyrissjóðanna í kjölfar
bankahrunsins, er sú að hve miklu
leyti sjóðirnir eru búnir að afskrifa
fjárfestingar í skuldabréfum banka
og fyrirtækja. Benedikt Jóhannes-
son tryggingasérfræðingur segist
hafa lagt hart að stjórnendum lífeyr-
issjóða að horfast í augu við stöðuna
og hika ekki við afskriftir. „Mun
betra er að klára nauðsynlegar af-
skriftir núna í staðinn fyrir að þurfa
að afskrifa þær síðar á þessu ári eða
því næsta.“
Erfitt framundan
Morgunblaðið/Kristinn
Réttur Margir lífeyrisþegar munu
þurfa að sætta sig við skert réttindi.
Lífeyrisþegar drógust aftur úr launþeg-
um og standa nú frammi fyrir skerðingu
● STEFNA breskra stjórnvalda um
verulega aukningu í notkun á endurnýj-
anlegum orkugjöfum varð fyrir áfalli í
fyrradag. Stærsti fjárfestir á sviði vind-
orku í Bretlandi, bandaríska fyrirtækið
Iberdrola Renewables, tilkynnti þá að
fyrirtækið hefði ákveðið að draga veru-
lega úr fjárfestingum á þessu sviði. Var
áætlað að fjárfestingin hefði getað séð
um 200 þúsund heimilum fyrir raf-
magni.
Fjárfestingar í vindorku hafa dregist
mjög saman vegna fjármálakreppunnar,
og vegna mikillar lækkunar á verði á
hráolíu, gasi og kolum. gretar@mbl.is
Fresta vindmyllum
89: 89: !"#
##$
%!&'
%(&!
'
'
89: ;:
)""(
!)*
(&$
%!&)
'
'
<=>
,
/
?
$+!*
)*,$
%!&"
%"&,
'
'
2@*A
<-:
"+!*
'!*+
%(&#
%(&+
'
'
89: $
89:!%
#"'*
*,+
%(&)
%(&*
'
'
ÞETTA HELST ...
● GENGISVÍSITALA krónunnar hélt
áfram að hækka í gær eins og hún hef-
ur að mestu gert undanfarinn hálfan
mánuð. Hækkaði vísitalan um 0,9% og
stendur nú í 207,3 stigum og veiktist
krónan því sem því nemur.
Bandaríkjadollar kostar nú 118 krón-
ur, evran 160 krónur og danska krónan
21,5 krónur. gretar@mbl.is
Krónan veikist áfram
● JÓHANNES Ás-
geirsson hrl. hefur
verið skipaður
skiptastjóri eign-
arhaldsfélagsins
Ólafsfells, sem er í
eigu Björgólfs
Guðmundssonar.
Beiðni félagsins
um gjaldþrota-
skipti var tekin fyr-
ir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Jóhannes segist
ekki eiga von á því að skiptin taki lang-
an tíma.
Meðal eigna Ólafsfells eru eign-
arhlutur í Hansa, sem á knattspyrnu-
félagið West Ham, og eignarhlutur í Ár-
vakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og
mbl.is. thorbjorn@mbl.is
Ólafsfell tekið
til gjaldþrotaskipta
Björgólfur
Guðmundsson
● FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Auður Capi-
tal hagnaðist um 56 milljónir króna á
árinu 2008, sem var fyrsta rekstrarár
fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu.
Þar segir að fyrirtækið sé skuldlaust
og að eigið fé þess sé um 1,2 milljarðar
króna. Reikningur Auðar Capital fylgir
ekki tilkynningunni og ekki eru gefnar
ítarlegri upplýsingar um rekstur og
efnahag.
Stjórn Auðar ætlar að leggja tíu millj-
ónir í stofnframlag í góðgerðarsjóðinn
AlheimsAuður. Markmið sjóðsins er að
hvetja konur til athafna og frumkvæðis
og verður sérstaklega horft til þess að
ljá konum á vanþróuðum svæðum
heimsins styrk. gretar@mbl.is
Auður Capital hagnastKOSTNAÐUR við skilanefndir ogmat á stöðu og eignum bankanna
frá því í október á síðasta ári til
næstu mánaðamóta verður nálægt
einum milljarði króna, að sögn Álf-
heiðar Ingadóttur, formanns við-
skiptanefndar Alþingis. „Það má
segja að þetta sé heildarkostnaður
við úrvinnslu á hruni bankanna á
þessu tímabili,“ segir Álfheiður.
Fram kom á fundi viðskipta-
nefndar í gær að kostnaður vegna
skilanefnda til janúarloka hafi
numið um 240 milljónum króna.
Samkvæmt neyðarlögunum fellur
sá kostnaður beint á ríkissjóð, en
annar kostnaður fellur hins vegar á
Fjármálaeftirlitið, svo sem kostn-
aður vegna vinnu sérfræðinga.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
þar sem lagt er til að kostnaður
vegna skilanefnda falli ekki á rík-
issjóð heldur á þrotabúin sjálf.
una@mbl.is
Bankauppgjör hefur
kostað um milljarð
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SAGA Capital og VBS Fjárfestinga-
banki mega ekki greiða sér út arð
nema þau niðurgreiði höfuðstól láns-
ins, verða að stilla kaupaukum til
starfsmanna í hóf, er óheimilt að
auka fyrirgreiðslu til venslaðra aðila,
þurfa að innleiða leiðbeinandi reglur
um stjórnarhætti fyrirtækja og
skulu takmarka útlánavöxt sinn við
innlendan fjármögnununargrunn.
Þetta eru meðal tólf skilmála sem
fjármálaráðuneytið setti fyrirtækj-
unum gegn því að lána þeim samtals
41 milljarð króna á tveggja prósenta
vöxtum til næstu sjö ára.
Auk þess getur ráðuneytið hve-
nær sem er óskað eftir að fyrirtækin
tvö afhendi því hverjar þær upplýs-
ingar sem það telur nauðsynlegar
„til þess að tryggja hagsmuni lán-
veitanda vegna lánsins“.
Lánið getur breyst í hlutabréf
Þá er lánið þess eðlis að ef CAD-
hlutfall fyrirtækjanna fer undir tíu
prósent á lánstímanum getur fjár-
málaráðuneytið breytt láninu, ásamt
vöxtum og kostnaði, í hlutabréf í
Saga Capital og VBS.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir tilgang lánveit-
inganna vera tvíþættan. „Annars
vegar er verið að reyna að gera þess-
um fyrirtækjum kleift að ráða við
þetta, hins vegar er verið að reyna að
tryggja að ríkið geti endurheimt
þessa fjármuni. En það fylgja þessu
skýrir skilmálar sem fyrirtækin
verða að undirgangast og fylgst
verður með að þau virði.“
Hann útilokar ekki að fleiri aðilar
fái sambærilega fyrirgreiðslu. „Það
getur að sjálfsögðu gerst, en nú held
ég að þetta séu tvö langstærstu
dæmin sem út af stóðu. Þetta er allt
spurning um hvernig heildarhags-
muna er bæst gætt.“
Afar ströng lánaskilyrði
VBS og Saga Capital þurfa að gangast undir ströng skilyrði til að fá lán með
tveggja prósenta vöxtum Steingrímur útilokar ekki að fleiri fái fyrirgreiðslu
Í HNOTSKURN
»VBS skuldar ríkinu 26milljarða vegna endur-
hverfra viðskipta við Seðla-
bankann. Saga Capital skuldar
ríkinu 15 milljarða.
»Lánin eru háð ströngumskilyrðum. Geta fyrirtækin
ekki greitt út arð næstu sjö ár-
in nema greiða samsvarandi
upphæð inn á höfuðstól lánsins.
»Þá mega einstakar áhættu-skuldbindingar þeirra ekki
fara yfir 20 prósent af CAD-
hlutfalli fyrirtækjanna.
● ÍSLANDSBANKI mun aldrei koma til
með að eiga meira en 10% hlut í Byr
sparisjóði, að því er segir í tilkynningu
frá sjóðnum. Segir þar að samkvæmt
lögum um sparisjóði megi enginn einn
aðili eiga meira en 10% hlut í sparisjóði.
Segir í tilkynningunni að stofnfjár-
aukning Byrs árið 2007 hafi að hluta
verið fjármögnuð af Glitni (nú Íslands-
banka) og hafi lán vegna hennar verið
tryggð með veðum í stofnfjárhlutum.
Þá segir að þegar stofnfjáraukningin
var ákveðin hafi ekki legið fyrir hve arð-
greiðsla fyrir árið 2007 yrði há. Arð-
greiðslan til þeirra sem tekið höfðu lán
var notuð til þess að greiða af þeim lán-
um eftir greiðslu fjármagnstekjuskatts.
Íslandsbanki getur ekki
eignast Byr að fullu
Fjármálaeftirlitið
(FME) segir ekki
mega svara því til
hvort það rann-
saki meinta mark-
aðsmisnotkun
Kaupþings,
Landsbankans og
Glitnis.
Heimildir
Morgunblaðsins
herma að slík skoðun hafi staðið yfir í
nokkurn tíma. Blaðið sendi FME fyr-
irspurn um hversu lengi rannsóknin
hefði staðið yfir og hvort að einhverj-
um hluta hennar hefði verið vísað til
sérstaks saksóknara um efnahags-
hrunið.
Í svari FME segir að „Fjármálaeft-
irlitinu eru sett ákveðin takmörk í lög-
um sem hafa það meðal annars í för
með sér að ekki er unnt að gefa þér
svar við því hvort Fjármálaeftirlitið
sé að rannsaka meinta markaðsmis-
notkun íslensku bankanna fyrir efna-
hagshrunið eða ekki.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins felst hin meinta markaðsmis-
notkun í því að hafa áhrif á verð hluta-
bréfa í bönkunum sjálfum. Bankarnir
gátu stuðlað að sýndarviðskiptum
með því að lána starfsmönnum sínum,
tengdum aðilum eða almennum þátt-
takendum á hlutabréfamarkaði fjár-
muni til þess að kaupa bréf í bönk-
unum sjálfum. Veð fyrir lánunum
voru oftast nær bréfin sjálf. Með
þessum aðferðum eru bankarnir tald-
ir hafa haft veruleg áhrif á verðmynd-
un eigin bréfa á markaði og staðið
sjálfir að stórum hluta af heildarveltu
með bréf sín. thordur@mbl.is
Fjármálaeftirlitið
Neita ekki rannsókn
Aðalfundur
Hampiðjunnar hf.
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í
fundarsal að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, fimmtu-
daginn 2. apríl 2009 og hefst kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á
eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent
á fundarstað.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út
fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðal-
fundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með
skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir
aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast
gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.
Stjórn Hampiðjunnar hf.