Morgunblaðið - 27.03.2009, Side 19

Morgunblaðið - 27.03.2009, Side 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÚTLIT er fyrir iðandi skíðabrekkur um allt land um páskana, verði veð- urguðirnir landanum hliðhollir. Víða er sérstök dagskrá skipulögð yfir hátíðarnar og á sumum stöðum er allt gistipláss upppantað svo landinn ætlar sér greinilega að fara mikinn í hlíðunum yfir hátíðarnar. Brekkurnar eru þó mismunandi eins og gefur að skilja enda fjöllin ólík og misbrött. Aðstaða á skíða- svæðunum, s.s. fjöldi lyfta og gæði þeirra, skálar, skíðaleiga, kennsla og afþreying er einnig býsna misjöfn þótt alls staðar sé skíðagleðin í fyr- irrúmi. Verðið á lyftukortunum er einnig breytilegt eftir því, allt frá því að vera ókeypis og upp í 2.200 krónur fyrir dagpassa handa full- orðnum og frá því að vera ókeypis og upp í 825 krónur fyrir börn. Mun- urinn á árskortum á sömu svæðum er einnig töluverður. Víða eru ýmiss konar tilboð í gangi vegna kortanna og þannig getur t.d. verið ódýrara að kaupa kort sem gildir í fleiri daga eða hluta úr degi og eins er í ein- hverjum tilfellum ódýrara á virkum dögum. Þá eru ýmiss konar fjöl- skyldutilboð í gangi vegna árskorta auk þess sem sums staðar voru sér- tilboð í gangi væru kortin keypt snemma í vetur. Þegar verð á lyftukortum er met- ið ber þó að hafa í huga að lyfturnar eru ekki bara mismargar. Þær hafa mismikla flutningsgetu og sömuleið- is er fallhæð brekknanna og lengd þeirra mismunandi. Skundað á vit skessunnar Skipulögð dagskrá um páskana liggur fyrir eða er í bígerð á fjöl- mörgum skíðasvæðum. Flestir bú- ast við mikilli aðsókn, eins og t.d. á Akureyri þar sem aðsóknin í vetur hefur aukist um 100% frá því í fyrra að sögn staðarhaldara. Í Bláfjöllum er páskadagskráin í smíðum þar sem páskamessan með sr. Pálma Matthíassyni verður á sínum stað. Á Ísafirði fást þær upplýsingar að allt gistipláss sé að verða uppurið enda verður Skíðavikan í gangi. Sömuleiðis er lítið eftir af gistirými á Siglufirði þar sem Fjallafjör verð- ur yfir páskana. Í „Austfirsku Ölp- unum“ í Oddsskarði verður hátíðin Páskafjör og á Ólafsfirði Fjallafjör. Það verður sumsé heilmikið fjör! Á Seyðisfirði og Dalvík verða staðarhaldarar með ýmiss konar uppákomur fyrir börn og fullorðna enda búast menn þar við fjölmenni líkt og víðar. Ýmislegt verður einnig við að vera í Tindastól á Sauð- árkróki, ekki síst fyrir yngstu kyn- slóðina. M.a. stendur til að fara með krakkana á þekkta staði úr ævintýr- um og þjóðsögum. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að ungviðið eigi eftir að heilsa upp á skessuna úr Bú- kollusögunni sem situr þar föst í fjallinu, eftir að hafa borað fyrstu jarðgöng Íslandssögunnar. Skíðapáskar framundan „Hér er nægur snjór,“ er viðkvæðið þessa dagana á öllum skíðasvæðum landsins. Víða er búist við mikilli aðsókn um páskana á skíðasvæðum en að- gangurinn að fjalladýrðinni kostar mismikið. Morgunblaðið/Ómar Í brekkunum Hvort sem iðkendur verða á brettum eða skíðum verður efalítið margt um manninn í fjöllunum. &   '  ()!    * "#$%""&'(#"$)"" "*+$%"",()-. /.0 12""+#(2(. ''3.+ 1+$%"""3*( (+ 0".'"$.+. /.04"5"$ $.+. /'0"6 $.+. 00 (+, 1$%+ 1$0")-+. $.+. (#")"7 3*(  $  &  & &       $   $ $    B .   $  $ &C%  $   B .    % % &  &  % B .  $       & C &    $ B .  8-$1 $%"0. ' ( $""&+. ' ( : ; (&1 $""&+. ; (&1 : D91 1 1/   E  EF 1/  Það er eitthvað villt við bláberjasteik – nýjustu lambasteikina frá SS www.ss.is Hann er sérlega lokkandi bláberjakryddlögurinn enda kemur hann þægilega á óvart og gefur lambakjötinu einstakt bragð. Bláberjalambasteik fæst bæði sem helgarsteik eða heilt læri. Prófaðu endilega bláberjasteikina frá SS, hún er jafngóð í ofninn og á grillið. Fí to n eh f. /S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.