Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
HAGSMUNASAMTÖK í sjávar-
útvegi og landbúnaði hafa að und-
anförnu farið mikinn um þær
meintu hættur sem aðild að Evr-
ópusambandinu hafi í för með sér
fyrir þessar atvinnugreinar og at-
vinnuhagsmuni í hinum dreifðu
byggðum. Fátt er hins vegar fjær
sanni þegar mál eru skoðuð af
sanngirni. Allir viðurkenna orðið
ágæti byggðastefnu Evrópusam-
bandsins, sem styður af krafti við
uppbyggingu fjarskipta- og sam-
göngukerfis. Færri gera sér hins
vegar grein fyrir þeim sókn-
arfærum sem landbúnaður og sjáv-
arútvegur geta átt við aðild að
ESB.
Ný og sókndjörf
landbúnaðarstefna
Af hálfu Bændasamtakanna hef-
ur málum verið stillt upp á þann
veg að valið standi um landbún-
aðarstefnu ESB og óbreytt ís-
lenskt stuðningskerfi við land-
búnað. Það er ekki raunsönn
mynd, því að engar líkur eru á að
núverandi stuðningskerfi við ís-
lenskan landbúnað standi til lengri
tíma litið. Kerfið stenst ekki skuld-
bindingar okkar samkvæmt al-
þjóðasamningum og fyrirsjáanlegt
er að við þurfum að draga stuðn-
inginn saman um meira en helming
þegar nýr samningur um milli-
ríkjaviðskipti með landbún-
aðarvörur tekur gildi, og opna fyr-
ir umtalsverðan innflutning
landbúnaðarvara. Það er því tjald-
að til einnar nætur með núverandi
fyrirkomulagi í landbúnaði.
Framundan er því
endurmat á landbún-
aðarstefnunni, hvort
sem okkur líkar betur
eða verr. Landbún-
aðarstefna ESB hefur
þegar verið löguð að
fyrirhuguðum breyt-
ingum á hinu al-
þjóðlega viðskiptaum-
hverfi. Þar er
stuðningur ekki lengur
tengdur framleiðslu
heldur er honum ætl-
að að styðja við fjöl-
breytt atvinnulíf í hinum dreifðu
byggðum. Innan þess ramma gætu
fallið, auk hefðbundins landbún-
aðar, ótal verkefni sem myndu
skapa fjölmörg ný störf í sveitum –
umhverfisverkefni á borð við end-
urheimt votlendis og matvælafram-
leiðsla sem nýtir staðbundin hrá-
efni, svo dæmi séu nefnd.
Landbúnaðarstefna okkar er í
dag bæði einhæf og óskilvirk. Hún
styður ekki við þann fjölbreytta
landbúnað sem er í landinu, heldur
einungis dilkakjöts- og mjólk-
urframleiðslu. Kvótakerfið í mjólk
hefur lagt efnahag fjölmargra
bænda í rúst og torveldar nýliðun í
greininni. Óbreytt landbún-
aðarstefna leiðir óhjákvæmilega til
sífellt færri og stærri búa. Það
kallar aftur á meiri auðn í sveitum,
færri íbúa, færri börn, dýrari skóla
og aðra þjónustu og þannig veikara
dreifbýli.
Hinn kosturinn er framrás og
sókn fyrir íslenskan landbúnað. Er
það lögmál að íslensk framleiðsla
eigi engin sóknarfæri á erlendum
mörkuðum ef þessir markaðir opn-
ast? Allt bendir til að
íslenskar afurðir á
borð við smjör og
skyr hafi mikla sér-
stöðu á alþjóðlegum
mörkuðum, en á það
hefur ekki reynt af al-
vöru vegna þeirra
hafta sem atvinnu-
greinin hefur búið við.
Bændasamtökin
hafa spáð hruni í
markaðshlutdeild
unninnar mjólkurvöru
ef við göngum í ESB.
Gott og vel, setjum svo. En hver er
valkosturinn? Hver verður mark-
aðshlutdeild innlendra osta þegar
við höfum verið knúin til að opna
markað okkar í auknum mæli fyrir
innflutningi í óbreyttu kerfi, án
nokkurra aðgerða til að milda það
högg?
Því að höggið kemur, alveg óháð
aðild okkar að Evrópusambandinu.
Það veit forysta Bændasamtak-
anna mætavel.
Ný og framsækin landbún-
aðarstefna gefur okkur færi á að
styðja betur við vaxtarsprota í at-
vinnulífi á landsbyggðinni. Það eru
ekki hagsmunir allra bænda að
skilgreina íslenska landbún-
aðarhagsmuni jafn þröngt og
bændaforystan gerir – sannarlega
ekki hagsmunir ferðaþjón-
ustubænda og hrossabænda, svo
dæmi sé tekið. Ferðaþjónusta hef-
ur verið vaxandi búgrein, en hún
líður fyrir ónothæfan gjaldmiðil og
miðstýrða búvöruframleiðslu.
Einn helsti kostur landbún-
aðarstefnu ESB er að hún styður
sérstaklega við staðbundna bú-
vöruframleiðslu og tengingu henn-
ar við ferðaþjónustu í nágrenni
framleiðslunnar. Í því eru sókn-
arfæri fyrir ferðaþjónustuna sem
búgrein.
Íslenskur landbúnaður stendur á
tímamótum. Óbreytt stuðningskerfi
fær ekki staðist til frambúðar
vegna alþjóðlegrar þróunar. Sú
þróun kallar á annaðhvort sókn og
nýsköpun eða áframhaldandi und-
anhald og óhjákvæmilega fækkun
starfa í dreifbýli.
Tækifæri í sjávarútvegi
Samkeppnisstaða íslensks sjáv-
arútvegs myndi batna við inngöngu
í ESB. Tollar af öllum sjávaraf-
urðum yrðu afnumdir. Sjávar-
útvegurinn hefur líka – rétt eins og
landbúnaðurinn – liðið fyrir sífelld-
ar gengissveiflur og óstöðugleika.
Margs konar ranghugmyndir
hafa verið uppi um sjávarútvegs-
stefnu ESB og um möguleika Ís-
lands til þess að gæta hagsmuna
sjávarútvegsins í aðildarviðræðum.
Bölsýnisspár sem byggjast á nei-
kvæðum viðbrögðum fulltrúa ESB
við einstökum óútfærðum hug-
myndum eru ekki mikils virði.
Hvers virði væru samningamenn
ESB ef þeir gæfu út einhliða yf-
irlýsingar um samþykki við slíkum
hugmyndum í íslenskum fjöl-
miðlum, áður en þær hafa verið
settar fram með formlegum hætti
eða rökstuddar?
Ísland getur tryggt hagsmuni
sjávarútvegsins í aðildarviðræðum.
Það er ekki mikill mannsbragur að
því að tapa samningaviðræðum fyr-
irfram og sjálfsögð krafa að á þær
verði látið reyna.
Aðild að Evrópusambandinu fel-
ur í sér tækifæri til að breyta fisk-
veiðistjórnunarkerfi okkar og
styrkja efnahagsleg tengsl á milli
byggðarlaga og útgerðar. Fullt af-
nám tolla skapar aukin tækifæri til
fullvinnslu sjávarafurða á Íslandi,
en í sjávarútvegi höfum við mátt
búa við stighækkandi tolla þar sem
tollar eru lægstir á óunninn fisk,
hærri á flakaðan fisk og hæstir á
fullunna neytendavöru. Þegar toll-
arnir hverfa verður hagstæðara að
fullvinna vörur hér á landi, sem
getur nýst sérstaklega vel til at-
vinnusköpunar á landsbyggðinni.
Aðild að ESB er ekki töfralausn
og halda þarf vel á spöðunum í að-
ildarviðræðum til að verja brýna
hagsmuni landbúnaðar og sjávar-
útvegs. Um það markmið mun nást
víðtæk samstaða hér á landi og
enginn stjórnmálaflokkur mun
styðja samning þar sem hagsmuna
hinna dreifðu byggða er ekki gætt.
Hitt er líka ljóst að í aðild felast
mörg ný og spennandi tækifæri
fyrir kröftugt atvinnulíf á lands-
byggðinni, sem geta skotið fleiri
stoðum undir búsetu og mannlíf í
dreifbýli. Sú framtíðarsýn hlýtur
að verða keppikefli okkar allra.
Eftir Árna Pál Árnason » Landbúnaðarstefna
ESB hefur þegar
verið löguð að fyrirhug-
uðum breytingum á
hinu alþjóðlega við-
skiptaumhverfi.
Árni Páll Árnason
Höfundur er alþingismaður.
Sóknarfæri fyrir byggðirnar
Kveðja Geir H. Haarde flutti sína síðustu setningarræðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins á 38. landsfundi flokksins í gær. Geir sagðist stoltur af því að
hafa eytt drjúgum hluta úr sinni starfsævi í störf fyrir flokkinn og þjóðina. Sá tími hefði gefið honum, og hans nánustu, mikið.
Árni Sæberg
Hallur Magnússon | 26. mars
Gylfi segir ekki satt
Gylfi segir ekki satt. Svo
einfalt er málið. Ég bauð
mig fram gegn Vigdís i
fyrsta sætið. Vigdísi var
mjög brugðið eftir símtal-
ið við Gylfa þar sem hann
gerði henni ljóst að hún
yrði að velja milli þess að taka 1. sæti
Framsóknarflokksins ef hún hlyti það –
eða starfsins hjá ASÍ. Launalaust leyfi
kæmi ekki til greina.
Vigdís valdi að taka sætið. Sótti því
ekki um launalaust leyfi þar sem Gylfi
hafði sett kostina afar skýrt upp við
hana.
Væntanlega hafa samfylkingarmenn-
irnir á skrifstofu ASÍ ekki beðið um
launalaust leyfi vegna kosningabarátt-
unnar – væntanlega verða þeir bara á
launum í kosningabaráttunni.
Það er ómaklegt hjá Gylfa að reyna að
snúa sig út úr þessu máli með því að
segja að: „...enginn starfsmaður hafi
óskað eftir launalausu leyfi vegna fram-
boðs til Alþingis í vor“.
Vigdísi var aldrei gefinn kostur á því.
Meira: hallurmagg.blog.is
Ómar Ragnarsson | 26. mars
Það var mikið!
Það var kosningastefna
Íslandshreyfingarinnar
2007 að fara strax í ít-
arlega úttekt á Evrópu-
málunum sem leiddi til
þess að tilbúin væri
markviss stefna með samningsmark-
miðum hvort sem sá tími kæmi eða
ekki að þjóðin ákveddi sjálf hvort fara
skyldi í aðildarviðræður.
Loksins núna hefur stærsti flokkur
þjóðarinnar drattast til að vinna hluta
af þessu verki þótt svo sé að sjá að
samningsmarkmið hafi ekki verið skil-
greind í einstökum liðum.
Framsóknarflokkurinn setti fram sín
markmið í vetur og Vinstri græn eru
tilbúin til að leggja aðildarviðræður í
dóm þjóðarinnar.
Árum saman hefur skort á það að
horfa nógu langt fram. Sagt hefur verið
að aðildarferlið taki svo langan tíma að
ef það klárist loksins verði það of
seint.
Meira: omarragnarsson.blog.is
BLOG.IS