Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 MENN kasta á milli sín dómsdagsspám og bjartsýnistóni þessa dagana eins og sjálfu fjöregginu. Seðlabankinn sagði á dög- unum að aðeins 15.000 heimili væru með nei- kvæða eiginfjárstöðu og ekki nema 15.000 heimili til viðbótar myndu fara í neikvæða eiginfjárstöðu innan tíðar. Í þessum tölum var reyndar einungis tekið tillit til fast- eignalána banka og Íbúðalánasjóðs, en átti eftir að meta önnur lán, s.s. lífeyrissjóðslán, bílalán og yfirdráttarheimildir. Fyrirsögn á forsíðu Mbl. daginn eftir sagði: „Fjölmargir standa vel.“ Nú eru 17.480 manns án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar og þeim fjölgar dag frá degi. Það er ákaflega lítið um ný atvinnutækifæri, en hins vegar daglegt brauð að stór og smá fyrirtæki segi upp fólki eða hreinlega leggi upp laupana. Við framsóknarmenn kynntum efnahagstillögur í átján liðum fyrir mánuði. Mesta athygli hefur vakið tillagan um afskriftir upp á 20% af lánum einstaklinga og fyrirtækja, en þar var jafnframt tekið fram að hugsanlega yrði um hámarks- upphæð að ræða fyrir hvern aðila. Þá hefur það verið ítrekað að áhrifin af aðgerð sem þessari yrðu svipuð og ef áhrif verðtrygg- ingar yrðu færð aftur til byrjunar árs 2008. Það hefur jafnframt verið margítrekað að þetta er auðvitað háð samþykki erlendra kröfuhafa, enda snýst það um að nýta þær miklu afskriftir sem hafa farið fram á lána- söfnum þeirra hérlendis. Þessar tillögur hafa farið fyrir brjóstið á Samfylkingunni sem kennir sig við samræðustjórnmál við hátíð- leg tækifæri. Tillögurnar eru m.a. gagn- rýndar fyrir að ganga of langt, vera of rót- tækar og kosta of mikið. Viðskiptaráðherra blandaði sér líka í málið og sagði ástandið svo gott að svona róttækar aðgerðir jöfnuðust á við það að fara á rjúpu með fallbyssu. Ástandið er hins vegar ekki í lagi. Þetta er dýpsta kreppa sem við höfum orðið fyrir og það verður því að grípa til róttækra aðgerða. Sama hvort tillögur okkar framsóknarmanna verða ofan á eða ekki, þá verður að grípa til róttækra aðgerða sem fyrst. Er ekki allt í lagi? Eftir Einar Skúlason Einar Skúlason Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður. REIÐIN var mikil í vetur og kröfur mót- mælenda skýrar. Fyrir utan stjórnarskipti vildi fólk afnám verðtrygg- ingar, kvótann til fólks- ins og lýðræð- isumbætur. Allt mjög kunnugleg baráttumál Frjálslynda flokksins til margra ára. Í málefnahandbók flokksins fyrir síðustu kosningar er sterklega var- að við skuldum fyrirtækja landsins, á þeirri forsendu að ekki sé til inni- stæða til endurgreiðslu þeirra. Í stefnuskrá flokksins er lögð áheyrsla á valddreifingu og gegnsæi, þ.e. aukið vald til almenn- ings. Því voru þær kröfur sem heyrðust um borg og bæi mjög kunnugar kjósendum Frjálslynda flokksins – því þær höfðu fundið sér stað í stefnu flokksins mörg undanfarin ár. Því eru það mikil ósannindi að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn sé eins máls flokkur. Slagorð sem notað er af andstæðingum okkar og er dæmi- gert fyrir ómálefnalega gagnrýni. Segir í raun meira um þá en okkur. Afnám verðtryggingar er rétt- lætismál. Verðtryggingin er hönnuð til að berja niður lántak- endur, gerir þá valda- lausa og án nokkurrar samningsaðstöðu um lánakjör sín. Fjármagns- eigandinn sem lánar hef- ur allt í hendi sér, samn- ingsstaðan er hans. Hann getur ekki tapað vegna verðtryggingarinnar. Auk þess þarf hann ekki að leggja sig neitt fram í sín- um rekstri því tap er ekki á dagskrá fyrirtækja sem lána á slíkum kjörum. Þar sem ábyrgð er engin verður óráðsía og spilling. Frásagnir af bruðli og lúx- us lánastofnana Íslands eru glögg dæmi þess. Til að hámarka óskammfeilnina tóku bankarnir að auki stöðu gegn lántakendum við kaup og sölu á gjaldeyri. Frjáls- lynda flokknum finnst það graf- alvarlegar ranghugmyndir, ef vald- hafar ætla sér að setja fjármagnseigendur í forgang fram yfir skilvísan almenning. Það væri til að hámarka óréttlætið gagnvart heimilum landsmanna. Frjálslyndi flokkurinn fagnar því að aðrir stjórnmálaflokkar eru að tileinka sér gamla stefnu okkar um afnám verðtryggingar. Lásu þau stefnu- skrána okkar? Eftir Helgu Þórðardóttur Helga Þórðardóttir Höfundur er frambjóðandi Frjálslynda flokksins í Reykjavík. GÖMLU flokkarnir yfirbjóða nú hver ann- an í kosningaloforðum: 1) 20% flatar afskriftir á allar skuldir! Þetta mundi setja bankana og Íbúðalánasjóð á hausinn (og svo í fangið á skattgreið- endum.) Það er óþarfi að gefa eftir skuldir fólks með góða eignastöðu og atvinnu, það er óréttlæti sem fæðir af sér árekstra og afsið- un. Margir ráða við sínar skuldir og þurfa ekki afskrift. Fyrir þær fjölskyldur sem bankarnir, lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóð- ur geta ekki haldið gangandi á framleng- ingum og frestum þarf að stofna kreppusjóð sem tekur ofhlaðnar fjölskyldur undir sinn verndarvæng þar til kreppunni linnir, barnafjölskyldur strax. 2) Afnám verðtryggingar! Getið þið ímyndað ykkur vaxtaæðið sem þá mundi renna á bankana? Enginn fengi lán nema með breytilegum vöxtum sem bankarnir sjálfir breyta að vild. Ísland er sérstakt með að kljúfa vaxtabyrðina í tvennt sem gerir hana gagnsærri, bank- arnir breyta ekki svo glatt umsamda vaxtahlutanum. Vaxtabyrðin lækkar ekki þó verðtryggingin sé afnumin, þvert á móti, hún gæti versnað en lækkun himinhárra stýrivaxta mundi lækka hana. En það þarf að endurskoða verðtrygginguna svo bólur komi ekki af stað lánabólgu og svo skuldakreppu og vísitölurnar þurfa að fylgja raunverðmætum. Verðbólga er viðvarandi í löndum þar sem er uppbygging og verður því áfram hér hjá okkur. 3) Taka upp evru! Yfirboðið er, að þannig fáist stöðugleiki! En stöðugur gjaldmiðill í sveiflukenndu hagkerfi leiðir ekki til stöð- ugleika heldur fjöldagjaldþrota, fjölda- atvinnuleysis og loks þjóðargjaldþrots eins og dæmin sýna. Það þarf að vera hægt að laga peningastefnuna að sveiflunni í hagkerfinu, ólík hagkerfi hvert með sína hagsveiflu þurfa hvert sinn gjaldmiðil. Seðlabanki ESB mun ekki haga sinni pen- ingastefnu eftir íslenskum hagsveiflum. En það þarf vit- ræna hagstjórn í landinu, stjórnkerfi sem er lamað af fjórfrelsiskreddum dugir ekki, krónan getur ekki verið alþjóða braskaramynt og leiksoppur ofbólginna einka- vinabanka. Keppni í yfirboðum Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson Höfundur er í framboði á L-lista í Rv. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Á ÍSLANDI er kreppa. Bönkunum hefur verið sópað undir væng rík- isvaldsins. Gjaldmið- illinn er hruninn. Eft- ir situr almenningur með sárt ennið. Margir hafa tapað aleigunni. Atvinnu- leysi blasir við. Mót- mæli eru haldin daglega. Breyt- inga er krafist. Fáir vita samt til hvaða breytinga á að grípa. Skuldsetning ríkisins Til að komast út úr kreppunni hefur verið gripið til þess ráðs að kaffæra íslenska skattgreiðendur í skuldum og auka ríkisútgjöld. Vegi á að leggja og brýr á að smíða fyrir lánað fé frá útlöndum. Sú hagfræði sem stuðst er við segir að þetta muni koma hinum svokölluðu hjólum atvinnulífsins af stað. Þessi hagfræði boðar skuldsetningu ríkisins á kreppu- tímum sem er greidd niður á góð- ærinu sem hlýtur að koma í kjöl- farið. Svo er þó ekki. Skuldsetning einstaklingsins Ímyndum okkur einstakling sem lendir í fjárhagskröggum. Hann fer til ráðgjafa sem í flest- um tilvikum reynir að benda á ágæti sparsemi og aðhalds í rekstri heimilisins – að leiðin úr fjárhagskröggunum sé stráð tíma- bundnum þjáningum sem síðar meir muni verða undirstaða auk- innar velmegunar. Fáir ráðgjafar mæla með lántökum og aukinni skuldsetningu heimilanna á krepputímum til að viðhalda neyslu og veisluhöldum – að leiðin úr fjárhagskröggum sé áfram- haldandi stórfelld eyðsla á lánsfé. Þvert á móti. Ríkisskuldir eru einstaklingsskuldir Þegar ríkið tekur lán tekur það lán fyrir hönd skattgreiðenda og almennings alls. Lán þarf að greiða til baka. Bráðum hækkar ríkið skatta og tekur svimandi há- ar fjárhæðir að láni til að eiga nóg fé á milli handanna til að halda veisluhöldum áfram. Tónlistarhús rísa, stórframkvæmdir eru boð- aðar, velferðarkerfið er þanið út og landið er bundið inn í gjald- eyrishöft. Meira að segja Íbúðalánasjóður hefur verið nefndur af núverandi forsætis- ráðherra sem vopn sem á að beita til að fjármagna „manna- flsfrekar fram- kvæmdir“. Öllum ráð- um er beitt til að forðast aðlögun að erfiðum aðstæðum. Ráðgjafi ríkisvaldsins bendir á skuldsetningu og neyslu sem leið úr erfiðleikum á meðan ráðgjafi einstaklingsins mælir með aðhaldi og sparnaði. Er ekki eitthvað bog- ið við það? Hin rétta leið Í grundvallaratriðum er enginn munur á lántökum ríkis og ein- staklinga. Lán þarf að greiða til baka, hvort sem það er með skatt- greiðslum eða beinum afborg- unum til lánastofnunar. Þegar fjárhagsörðugleikar steðja að er ekki um annað að ræða en herða beltið og hugleiða betur í hvað er eytt og hvar má skera niður. Þetta er sú leið sem stjórn- málamenn mæla með fyrir ein- staklinga í harmþrungnum ræð- um. Um leið og þeir snúa sér við byrja þeir hins vegar að skrifa undir lántökur sem sökkva sár- þjáðum skattgreiðendum í skulda- fen um ókomna áratugi. Skulda- fen ríkisins mun skerða möguleika allra til að spara, greiða niður skuldir og byggja upp eigin fjárhag á ný. Stjórnmálamenn eru í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir mæla með aðhaldi á heimilum og veislu- höldum á Alþingi. Hlustum á ráð- gjafa einstaklinganna – líka í söl- um Alþingis. Það er eina leiðin út úr erfiðleikum Íslendinga í dag. Geir Ágústsson skrifar um skuldir ríkis og einstaklinga Geir Ágústsson » Til að komast út úr kreppunni hefur verið gripið til þess ráðs að kaffæra ís- lenska skattgreiðendur í skuldum og auka ríkisútgjöld. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. Bjargar skuldsetning ríkisins okkur? Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is mbl.is smáauglýsingar UMRÆÐAN www.veggfodur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.