Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Í HEIMINUM eru
til mörg sjálfstæð ríki
sem eru bæði smærri
og fámennari en Ís-
land. En þau skipta
litlu máli í alþjóða-
samfélaginu vegna
þess að þau eru ekki
einu sinni aðilar að
Sameinuðu þjóð-
unum. Þar er Ísland
hins vegar meðlimur, hefur at-
kvæðisrétt og er því sjálfstæð
þjóð meðal sjálfstæðra þjóða. Í
Evrópu hafa t.d. Eystrasaltsþjóð-
irnar tryggt sér áframhaldandi
sjálfstæði með því að ganga í Evr-
ópusambandið sem er í rauninni
bandalag sjálfstæðra ríkja. Ósjálf-
stæð ríki geta ekki orðið aðilar að
bandalaginu. Eitt þessara sjálf-
stæðu ríkja er Lúxemborg. Þar
hefur fólk lengi talað ýmist
frönsku eða þýsku og bæði tungu-
málin verið notuð við allskyns
merkingar s.s. á götunöfnum. Aft-
ur á móti er til tungumál sem
heitir lúxembúrgíska. Fjölmargir
íbúar landsins hafa um áratuga-
skeið látið sér það í léttu rúmi
liggja – en nú er lúxembúrgískan
allt í einu farin að ryðja sér til
rúms í Lúxemborg; götunöfn og
allskyns opinberar merkingar eru
núna á lúxembúrgísku í stað
þýsku og frönsku áður. Og það er
fyrst og fremst Evrópusamband-
inu að þakka enda eru þar ákvæði
um að gera menningararfleifð
hvers aðildarríkis hátt undir höfði.
En – hvernig er svo sjálfstæði
Íslands háttað? Meira en 90% af
öllum þeim bíómyndum sem sýnd-
ar eru í kvikmyndahúsum hér á
landi koma frá Ameríku. Og svip-
aða sögu er að segja um sjón-
varpsefnið. Á tímabili var hér
sjónvarpsstöð sem sendi næstum
eingöngu út amerískt efni, eða þá
efni sem var íslenskað úr amer-
ísku eins og t.d. þáttur sem heitir
„Are You Smarter Than A Fifth
Grader?“ sem var kallaður „Ertu
skarpari en skólakrakki?“ hér á
landi. Þetta er aðeins eitt dæmi af
fjölmörgum. Þar að auki snýst
megnið af slúðurefni íslenskra
dagblaða og tímarita um amerískt
fólk sem kemur okkur ekki mikið
við. Þetta sjálfstæði okkar virðist
því vera ansi mikið litað af amer-
ískum áhrifum – og þó er banda-
ríski herinn löngu horfinn af Mið-
nesheiði.
Einn af þeim stjórnmálaflokk-
um sem ætla að bjóða fram við
næstu alþingiskosningar er stund-
um kallaður L-listinn. Eitt af
stefnumálum hans er
að Ísland eigi alls
ekki að ganga til liðs
við Evrópusambandið.
Og einn af helstu tals-
mönnum flokksins vill
ekki fyrir nokkurn
mun taka upp evru
sem gjaldmiðil en vill
í staðinn taka upp am-
erískan dollar.
Í alvöru? Til hvers?
Þegar evran var tekin
upp víða í Evrópu árið
2002, var hún mun
veikari en dollarinn. Þá var hægt
að kaupa þrjár evrur fyrir tvo
dollara. Síðan hefur evran styrkst
og dollarinn veikst, þannig að nú
er aðeins hægt að kaupa eina evru
og nokkur ervu-sent fyrir tvo
bandaríkjadali. Íslenska krónan er
að verða verðlaus og bandaríkja-
dollarinn veikist stöðugt meðan
evran styrkist og styrkist og verð-
ur búin að ná verðgildi breska
sterlingspundsins áður en langt
um líður. Evran er því þegar orðin
einn eftirsóttasti gjaldmiðill
heimsins.
Með því að ganga í Evrópusam-
bandið verður ekki lengur hægt
að stunda allskonar hundakúnstir
í peningamálum hér á landi. Við
Íslendingar yrðum t.d. að fylgja
ábyrgri peningastefnu sem gerir
það að verkum að verðlag á mat-
vælum og flestu öðru myndi lækka
svo að um munar, auk þess sem
braskarar ættu erfitt uppdráttar.
Ég er ekki að segja að það hug-
nist öllum en persónulega myndi
ég fagna því á sama hátt og lang-
flestir venjulegir neytendur þessa
lands. Evrópusambandið virðir
sérstöðu hvers aðildarríkis og hér
á landi er mörg sérstaðan sem
ekki veitir af að styrkja. Ef við
viljum halda áfram að vera sjálf-
stæð þjóð veitir okkur ekki af því
að styrkja sérstöðu okkar á al-
þjóðavettvangi. Hingað til hefur
okkur kannski tekist það bæri-
lega, svo langt sem það nær, með
aðild okkar að Sameinuðu þjóð-
unum. En næsta skref í viðhaldi
sjálfstæðis okkar Íslendinga er
aðild að Evrópusambandinu.
Þorsteinn
Eggertsson skrifar
um Evrópumál
Þorsteinn Eggertsson
»Með því að ganga í
Evrópusambandið
verður ekki lengur hægt
að stunda allskonar
hundakúnstir í peninga-
málum hér á landi.
Höfundur er rithöfundur og
söngvaskáld.
Sjálfstæði
Íslands?
ÞÓRÓLFUR Matt-
híasson tekur að sér að
svara spurningu minni
sem ég beindi til við-
skiptaráðherra, um það
hvort hann hafi ekki
gleymt einum aðila
málsins þegar hann
fjallaði um viðskipti
Tryggva, Þórs og Her-
berts sem allir fengu
lánaða peninga þ.e. þeim aðila sem
lánaði þeim peninginn, honum Gylfa.
Svar við þessari spurningu er hins
vegar ekki að finna í grein Þórólfs.
Flest eða allt sem rætt hefur verið og
ritað að undanförnu um bága stöðu
heimila og fyrirtækja á Íslandi segir
frá þeirra skuldum og hvernig þær
hafi hækkað í það óviðráðanlega und-
anfarið hálft ár og hvernig megi að-
stoða þessa aðila að því marki að þeir
geti greitt af lánum sín-
um. Kalla má þessa
skuldara annan aðila
málsins og um hann er
fjallað og ekki að
ástæðulausu. Hinn að-
ilann, hann Gylfa, er
hins vegar eingöngu
minnst á þegar talað er
um að ekki megi draga
úr greiðslum til hans,
slíkt væri eignatilfærsla.
Þetta er aðilinn sem við-
skiptaráðherrann
gleymdi að nefna. Eins
og lesa má út úr orðinu „eigna-
tilfærsla“ er verið að flytja til eignir.
Eins og bent var á í greininni 24
mars, fær Gylfi til baka sína peninga
með íslenskri verðtryggingu og vöxt-
um og getur nú keypt sér fjögurra
herbergja íbúð í stað þeirra þriggja
herbergja íbúðar sem hann seldi fyrir
rúmu ári þegar hann lánaði út sína
peninga og lagt síðan vextina á banka.
Á sama tíma hækkuðu skuldir heim-
ilanna þannig að þeir sem áttu sem
svarar einu herbergi af fjórum skuld-
laust í íbúð sinni, skulda hana nú alla.
Hlutfallsleg minnkun hefur einnig
orðið á eignum fyrirtækjanna. Er
þetta ekki tilfærsla á eignum frá lán-
takendum til þeirra sem lána pen-
ingana? Er ekki jafnvel hægt að kalla
þetta gullgerð þeirra sem lána pen-
ingana á kostnað almennings og fyr-
irtækja landsins? Síðan getum við
velt fyrir okkur hvað lögfræðingar
landsins ná til sín í þeim málaferlum
sem Þórólfur sér fyrir sér, hversu
mikið lánveitendur tapa þegar eignir
sem þeir eiga veð í, fara á uppboð hjá
fleiri skuldurum en ella o.s.frv., en
látum það liggja á milli hluta. En eig-
um við ekki að líta þannig á að þetta
sé á milli lánþega og þeirra sem lána
sína peninga og ekki blanda ríkinu í
málið.
Gullgerð á kostnað
íslensks almennings
Sigurður Ingólfsson
svarar Þórólfi
Matthíassyni
»Er ekki jafnvel
hægt að kalla þetta
gullgerð þeirra sem
lána peningana á
kostnað almennings og
fyrirtækja landsins?
Sigurður Ingólfsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hrannarr ehf.
TRÚÐI vart mínum
eigin augum er ég las í
Mogga fyrir skömmu
að endurhæfingarstarf
Grensásdeildar yrði
rétt sí svona skorið
niður við trog með
manni og mús. Það gat
ekki verið að Ögmund-
ur Jónasson, einn
helsti talsmaður sameiginlegrar
ábyrgðar á velferðarkerfinu, ætlaði
nú sem æðsta vald heilbrigðismála
að ráðast á þá sem einna minnst
mega sín í hópi sjúkra. Þar á ég
m.a. við halta, lamaða og fótvana,
parkinsonfólk, þá sem hafa fengið
slag eða hlotið slæma skaða, t.d.
heilaskaða í umferðarslysum auk
allra sem skipta hefur þurft um
hné- og mjaðmaliði í, en þessir eru
helstu skjólstæðingar Grensáss.
Þau eru ófá heimilin, og sér í lagi
þær konur sem taka á sig ómælda
vinnu til að sinna illa stöddu eða
veiku og ósjálfbjarga fólki. Því velti
ég fyrir mér hvort Ögmundur hefði
dottið á höfuðið. Það gæti hreinlega
ekki verið rétt að önnur deildin af
tveimur á Grensási yrði skorin af og
hent rétt sí svona fyrir
borð.
Læknishjálp, hjúkr-
un og markviss
sjúkraþjálfun
Sagt var frá þessum
fyrirhugaða gjörningi í
Mogga nýverið.
Sjálf er ég nýlega
útskrifuð af endurhæf-
ingardeild Grensáss.
Lenti í samfallsbroti á
hrygg auk nýrnabil-
unar sem stefndi í
hjartabilun. Það var ekki upplits-
djörf kona sem leitaði aðstoðar á
Borgarspítala og Grensási í tilraun
til að komast aftur til heilsu um
miðjan desember sl.
Nú er þessi sama kona farin að
bjarga sér að mestu. Ég fullyrði að
svo er fyrir að þakka einstakri natni
í læknishjálp og hjúkrun og mark-
vissri sjúkraþjálfun endurhæfing-
ardeildar Grensáss.
Kraftaverk hvern dag
Á Grensási er unnið ómetanlegt
endurhæfingarstarf fyrir ein-
staklinga og þjóðfélagið í heild og
allt er það unnið á léttum nótum,
með bros á vör en ekki skeifu.
Hugsið ykkur hve ómetanlegt það
er þeim sem ná því að verða aftur
sjálfbjarga, læra smám saman að
tala og staulast um. Þann tíma sem
ég var þarna sá ég fólk rísa úr hjóla-
stólum, ganga og styrkjast með að-
stoð sjúkraþjálfara. Í sumum til-
vikum var þetta eins og kraftaverk.
Já, það var í raun kraftaverk. Á það
verður vart settur verðmiði, Ög-
mundur heldurðu það?
Ég skora á þig, gamli baráttujaxl,
að falla frá þessum hugmyndum,
söðla alveg um og stuðla þess í stað
að uppbyggingu endurhæfingar í
landinu, þar er almennt alvarlegur
skortur á ferð sem bitnar á þeim
sem síst skyldi. Það væri frekar í
þínum anda.
Með baráttukveðjum.
Nú þykir mér risið
lágt á heilbrigðisráðherra
Elín G. Ólafsdóttir
fjallar um end-
urhæfingarstarf
Grensásdeildar
» Því velti ég fyrir mér
hvort Ögmundur
hefði dottið á höfuðið.
Það gæti hreinlega ekki
verið rétt að önnur
deildin af tveimur á
Grensási yrði skorin af
og hent rétt sí svona
fyrir borð.
Elín G. Ólafsdóttir
Höfundur er kennari og fv.
borgarfulltrúi.
UMRÆÐAN um
Evrópumál hér á landi
á undanförnum vikum
og mánuðum hefur
verið nokkuð sérstök á
köflum. Einhverjir
hafa þannig lýst þeirri
skoðun sinni að hefja
beri viðræður um inn-
göngu Íslands í Evr-
ópusambandið til þess að fá einhvern
botn í málið eins og það hefur verið
kallað. Það er eins og þessir aðilar
ímyndi sér að ef slíkar viðræður
færu fram og þjóðaratkvæði yrði
haldið um málið yrði það afgreitt um
aldur og ævi. Þar með fengist ein-
hvers konar lokapunktur í það og í
framhaldinu væri hægt
að taka það hreinlega
af dagskrá. Það væri
einfaldlega afgreitt.
Fátt er þó fjær lagi.
Frændur okkar
Norðmenn hafa tvisvar
afþakkað inngöngu í
Evrópusambandið og
forvera þess sem ekki
hefur breytt því að enn
er tekizt á um málið
þar í landi rétt eins og
áður. Umræðan um
Evrópumálin hófst aft-
ur strax daginn eftir að
þjóðaratkvæðin fóru fram eins og
ekkert hefði ískorizt. Sama á við um
þjóðir sem hafa gengið í Evrópu-
sambandið eins og t.d. Dani og Svía.
Þar hefur umræðan ekki hætt nema
síður sé. Hins vegar er það svo að
þjóðum sem hafna inngöngu er gert
að kjósa aftur og aftur um hana þar
til hún fæst samþykkt en sé inn-
ganga samþykkt er aldrei kosið um
hana aftur.
Þegar er vitað í langflestum til-
fellum hvað innganga í Evrópusam-
bandið hefði í för með sér fyrir okk-
ar Íslendinga. Innganga þýddi
endalok íslenzks lýðræðis og full-
veldis þar sem ákvarðanir um flest
íslenzk mál yrðu ekki lengur teknar
af fulltrúum íslenzkra kjósenda
heldur stjórnmálamönnum annarra
þjóða og þó fyrst og fremst embætt-
ismönnum Evrópusambandsins sem
enginn kýs og sem hafa því ekkert
lýðræðislegt umboð frá neinum. Yf-
ir þessum aðilum hefðum við Íslend-
ingar ekkert að segja og enga
möguleika á að hafa áhrif á. Örlög
okkar sem þjóðar væru ekki lengur
í okkar eigin höndum heldur ann-
arra.
Yfirráðin yfir auðlindinni í hafinu
í kringum landið okkar færðust til
Evrópusambandsins sem eftirleiðis
tæki ákvarðanir um flest sem við-
kæmi sjávarútvegi hér á landi. Eng-
in trygging væri fyrir því að afla-
heimildum við Ísland yrði eftirleiðis
einungis úthlutað til Íslendinga og
ekkert gæti komið í veg fyrir að
þær færðust í hendur erlendum að-
ilum. Íslenzkur landbúnaður yrði
fyrir miklum áföllum og liði að
miklu leyti undir lok sem aftur setti
fæðuöryggi landsmanna í algert
uppnám. Við yrðum svipt frelsi okk-
ar til þess að semja með sjálf-
stæðum hætti um t.a.m. viðskipti og
fiskveiðar við ríki utan Evrópusam-
bandsins en þar er um gríðarlega
hagsmuni að ræða. Og svona mætti
lengi halda áfram.
Hvað gæti mögulega komið út úr
viðræðum um inngöngu Íslands í
Evrópusambandið sem gæti skákað
því sem nefnt er hér að ofan? Það
að vilja fara í slíkar viðræður er í
raun eins og að ætla að semja um
viðskipti við aðila sem vitað er að
mun fara illa með mann þó að ein-
hverju leyti sé kannski vafi á því ná-
kvæmlega hversu illa. Það fer ein-
faldlega bezt á því að við
Íslendingar höldum áfram að vera
sjálfstæð þjóð og standa vörð um
okkar eigin hagsmuni. Það gera það
ekki aðrir fyrir okkur.
Hverju gætu viðræður við ESB mögulega breytt?
Hjörtur J. Guð-
mundsson skrifar
um ýmsar afleið-
ingar af inngöngu í
Evrópusambandið
» Þegar er vitað í lang-
flestum tilfellum
hvað innganga í Evr-
ópusambandið hefði í
för með sér fyrir okkur
Íslendinga.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðis-
sinna í Evrópumálum.