Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Í Morgunblaðinu 18.
mars er fullyrt í les-
endagrein að slæm
frammistaða íslenskra
barna í PISA-
könnunum sé leti
þeirra að kenna. Grein-
in ber nafnið „15 ára
geta staðið sig betur í
PISA-könnuninni“ og
er rituð af „formanni aðgerðahóps
Pisa og varaformanni menntaráðs“.
Staðhæfði hún þetta sama í Kastljósi
sjónvarpsins 12. mars sl. Tilefni
greinarinnar er niðurstöður PISA-
kannana OECD á lestri, nátt-
úrufræði og stærðfræði. Því verður
ekki mótmælt að árangur íslenskra
barna hefur verið slakur í þessum
könnunum. Hinsvegar verður ekki
við það unað að stofnanir í mennta-
kerfinu, ríki eða sveitarfélög, afgreiði
þá niðurstöðu með „leti skólabarna“
eins og gert er í greininni, en sleppi
því að líta í eigin barm. Telja opinber-
ir aðilar að þetta sé leiðin til að efla
sjálfstraust barnanna og stappa stál-
inu í uppalendur? Ég bið umboðs-
mann barna að halda uppi vörnum
fyrir þeirra hönd.
En er ekki mögulegt að orsaka
PISA-niðurstaðna sé að leita í kerf-
inu sjálfu? Hvað er það sem gerir
okkar skólakerfi frábrugðið kerfinu í
öðrum samanburðarlöndum? Hvaða
kennslutæki er þar að finna sem okk-
ur vantar? Einn þátt vil ég benda á
sem þarna á örugglega hlut að máli,
þó að hann skýri e.t.v. ekki allt.
Ísland er á bekk með vanþróuð-
ustu ríkjum heims hvað varðar skort
á mikilvægu kennslutæki. Um það
má kenna stjórnvöldum en ekki „leti
skólabarna“. Hér er ekki að finna
neina heildstæða tæknimiðstöð (e.
science center) af þeirri gerð sem al-
gengar eru í öðrum viðmiðunar-
löndum PISA-kannana, og þykja þar
ómissandi þáttur í skólastarfi, eink-
um í raungreinamenntun. Hérlendis
er umræðan um þennan mikilvæga
þátt skólastarfsins varla farin af stað,
og má það furðu gegna í þróuðu þjóð-
félagi sem vill vera í fremstu röð í
menntun. Starfsemi tæknimiðstöðva
er byggð upp í þágu skólastarfs.
Ferðir skólabekkja í slík söfn eru
meginregla á einhverju skólastigi,
gjarnan í grunnskóla. Fyrir hvert
skólaár eru þessar ferðir skipulagðar
í samvinnu skóla og tæknimiðstöðvar
og er starfsemi miðstöðvarinnar sett
upp með tilliti til kennslu og nám-
skráa. Sumar tæknimiðstöðvar eru
um leið minjasöfn um tæknisögu, en
rauði þráðurinn í starfsemi þeirra
allra er áhugavekjandi gagnvirkni.
Þau eru í raun leiktækjasalir með
gagnvirkum og fræðandi tækjum,
sem hvert og eitt er prófun á tiltek-
inni virkni eða náttúrulögmáli. Tækin
eru gerð til að standast mikið álag og
öryggiskröfur, en skemmtun og
fræðsla er í fyrirrúmi. Þarna
skemmta börnin sér í leikjum, en
uppgötva um leið fleira en hægt er að
kenna í mörgum kennslustundum.
Kennarar eða aðrir aðstoða svo barn-
ið að vinna úr þessari skemmtilegu
upplifun á staðnum eða í kennslustof-
unni. Gagnsemi slíks áhugavaka er
sérlega mikil fyrir börn sem eiga erf-
iðara með bóknám.
Eins og áður sagði er engin heild-
stæð stofnun af þessu tagi starfandi
hérlendis, og er það einsdæmi í svo
þróuðu ríki. Undanfarin fjögur ár
hefur fámennur, en ört stækkandi
hópur áhugafólks unnið að úrbótum í
þessu efni, með verkefni sem gengur
undir vinnuheitinu „Tæknimiðstöð
Íslands“. Meginþáttur þessarar
stofnunar verður vísindastofa eins og
hér var lýst, en auk þess er henni
ætlað að sýna sögu íslenskrar
tækniþróunar í heild sinni, með sér-
stakri áherslu á framlag hugvits-
manna og frumkvöðla. Það er þáttur
sem engin íslensk stofnun fæst við í
heild, en er einnig mjög mikilvægur
fyrir skólastarf. Þriðji meginþáttur
fyrirhugaðrar starfsemi snýr að
kynningu á tækni dags-
ins í dag. T.d. virkni al-
gengra tækja í um-
hverfi okkar; aðferðir
við orkuframleiðslu;
verktækni; þættir í
náttúru og umhverfi
o.s.frv. Ekki er hér ver-
ið að feta nýjar slóðir,
heldur einungis að
„flytja inn“ fræðslu-
aðferð sem hefur sann-
að gildi sitt í nágranna-
löndum okkar.
Margir áfangar hafa
þegar náðst í þessum undirbúningi,
og er mikið starf áhugafólks að baki.
Kannanir hafa verið gerðar á okkar
stöðu; stofnað til tengsla við erlendar
stofnanir af svipuðu tagi og sérfræð-
ingar hafa gert kostnaðarmat. Kenn-
araháskóli Íslands hefur gert úttekt
á þörfinni, með þeirri niðurstöðu að
„stofnun Tæknimiðstöðvar Íslands
er brýnt og tímabært verkefni“. Fjöl-
mörg landssambönd og skólar hafa
skipað sína fulltrúa í undirbúnings-
hóp, ásamt því að álykta um mik-
ilvægi málsins. Undirbúnings-
samtökin ÁTAK eru öllum opin, án
skuldbindinga.
Unnið hefur verið í nánu samráði
við stjórnvöld, og hefur skilningur á
málinu aukist nokkuð. Stjórnvöld
hafa þó hingað til ekki tekið af skarið,
en vænta má að úr því rætist með
nýrri ríkisstjórn. Ráðamenn geta
varla lengur litið framhjá sérstöðu
landsins í þessum efnum, einkanlega
í ljósi PISA-niðurstaðna. Íslensk
skólabörn eiga ekki að þurfa lengur
að búa við lakari námsúrræði en jafn-
aldrar þeirra erlendis, og sæta fyrir
það ósanngjarnri gagnrýni fyrir sína
frammistöðu.
Ég hvet til að nú þegar verði haf-
inn undirbúningur að þessu úrræði,
og að það verði sett í forgang op-
inberra framkvæmda. Væri það ekki
vænlegri leið til árangurs en ásakanir
opinberra aðila í garð barnanna?
Áhugasömum er bent á vefsíðuna
www.tsi.is.
Valdimar Össurar-
son skrifar í tilefni
af umfjöllun um
PISA-könnun
» Ísland er á bekk með
vanþróuðustu ríkjum
heims hvað varðar skort
á mikilvægu kennslu-
tæki. Um það má kenna
stjórnvöldum en ekki
„leti skólabarna“.
Valdimar Össurarson
Höfundur er fyrrv. kennari og
verkefnisstjóri ÁTAKs.
„Leti barna“ eða trassaskapur stjórnvalda
Panasonic
TX-32LED8F
Glæsilegt 32”
HD-Ready
LCD sjónvarp
frá Panasonic
með stafrænum
móttakara.
Verslun Ármúla 26 | Sími 522 3000 | www.hataekni. is
SJÁÐU FERMINGARBARNIÐ
REKA UPP STÓR AUGU
HUGMYNDABANKI
FERMINGANNA
fermingar.hataekni.is
iPod & MP3
hljómtæki
gsm símar
tölvuvö
rur
smástæður
í
Fullt verð
139.995
119.995 kr.
Fermingartilboð
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
0
4
3
9