Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 28
28 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
1) Er umhyggja
þín fyrir ís-
lensku þjóð-
inni nokkuð
tengd því sem
þú nefnir að
íslenska ríkið
verði að
hjálpa til við
að koma hin-
um nýju ofur-
fyrirtækjum
þínum á legg?
2) Þó að þú sért stoltur af Actavis
og sjálfsagt Straumi og fleiri
fyrirtækjum heldur þú að við
venjulegir Íslendingar séum
jafnánægðir með að þurfa að
borga fyrir þessi óskabörn ykk-
ar?
3) Hvernig eigum við að trúa því
eftir það sem á undan er gengið
að Mayo Clinic treysti Íslend-
ingum í viðskiptum. Var ekki
Bandaríkjaforseti einmitt að
nefna Ísland sem dæmi um
ófarnað í efnahagsmálum?
4) Heldur þú ekki að hinn frægi
starfslokasamningur þinn við
Björgólf hafi verið fjármagnaður
með lánsfé úr Landsbankanum
gamla?
5) Og að lokum: Heldur þú ekki að
við venjulegir Íslendingar séum
búnir að fá nóg af útrásarrugli
ykkar „víkinganna“ eftir að hafa
séð og fundið á eigin skinni hvað-
an þið tókuð peningana?
BJÖRN DAGBJARTSSON,
fv. alþm. Sjálfstæðisflokksins
og var hluthafi í LÍ.
Spurningar
til Róberts Wessman
Frá Birni Dagbjartssyni
Björn
Dagbjartsson
LANDSÞING framsóknarmanna
samþykkti með um 95% atkvæða
að hefja undirbúningsumræður um
inngöngu í ESB. Sleginn er sá
varnagli að skilyrði sé að auðlindir
okkar á sjó og landi séu alfarið
undanþegnar og okkar ævarandi
eign.
Til hvers þá að eyða tíma og
peningum í þær umræður? Allir
þeir sem hafa komið hér fram í
umræðunni, frá ESB, eru sammála
um að við getum ekki vænst
neinna teljandi undanþága frá for-
ræði Evrópusambandsins yfir
fiskimiðum og landshlunnindum.
Hvað gerist þegar stjórnarskipti
verða sennilega í vor? Ef Samfylk-
ing og – væntanlega eitthvað
stærri Framsóknarflokkur skyldu
mynda stjórn. Verður þá ekki farið
í samninga um utanríkismálin?
Halda menn að Samfylkingin muni
ekki vilja inn í ESB, hvað sem það
kostar, eins og þeir vilja nú? Og
halda menn að framsókn-
arþingmenn verði ekki að slá af
sínum kröfum, fremur en að rjúfa
stjórnarsamstarfið? Verður ekki
bent á alla þá aura sem við fáum
frá bandalaginu, til að styrkja t.d.
uppflosnaða bændur?
Og þetta forgangsatriði, að við
getum sagt upp væntanlegum
samningi, er nú bara blöff. Trúa
menn að það gerist nokkurn tíma,
hvað sem tautar og raular?
Jón Baldvin sagði að við gætum
óhrædd gengið í EES, á sínum
tíma, því samningurinn væri upp-
segjanlegur. Í þeim samningi
virðist að finna orsök þrenginga
okkar nú, út af ákvæði um frjálsa
fjármagnsflæðið milli landa.
Valgerður Sverrisdóttir segir
að þetta ástand nú sé ekki sér að
kenna!
Hún var búin að vera lengi í
stjórn, en var það þá bara til að
halda frið og flokksaga að hvorki
hún né aðrir framsóknarmenn
gerðu neitt til að stöðva þessa
glæpamennsku í útrásinni?
Það er ekki sjáanlegur á þingi
nema einn þingmaður sem má
treysta til að greiða atkvæði sam-
kvæmt sinni sannfæringu. Ég
undanskil þó Vinstri græna sem
hafa bara ekki komist í stjórn svo
lengi, og þar með ekki tekið þátt í
stjórnarákvörðunum, en hafa
staðið í ístaðinu í stjórnarand-
stöðu.
Vitanlega þurfa stjórnarflokkar
að semja um málin og slá af kröf-
um sínum, en í þessum málum er
bara ekki um neitt að semja; ann-
aðhvort á að halda því af sjálf-
stæðinu sem eftir er – eftir EES-
samninginn – eða ekki.
(Spurt var í þættinum Orð
skulu standa fyrir nokkru síðan,
hvað orðið rutl merkti. Ég held
að komið sé nokkurt rutl á fram-
sókn.)
SIGRÍÐUR
GUÐBJARTSDÓTTIR,
húsmóðir og fyrrverandi bóndi,
Láganúpi, Patreksfirði.
Framsóknarmenn
á villigötum
Frá Sigríði Guðbjartsdóttur
“ÍSLANDS óhamingju verður allt
að vopni“ er þekkt setning úr Ís-
landssögunni. Sennilega hefur hún
sjaldan eða aldrei átt jafn vel við og
í dag. Að horfa upp á forystumenn
þjóðarinnar, úrræðaleysi þeirra og
skort á frumkvæði, gerir mann
bæði hryggan og dapran. Það er
eins og þessu blessaða fólki sé ekki
sjálfrátt. Alþingismenn virðast til
dæmis heillum horfnir. Í gagnfræð-
skóla í gamla daga voru krakkar
settir undir húsaga góðra kennara
þegar eitthvað fór úrskeiðis og
lærðu af því. En það er líklega til of
mikils mælst að setja kjörna al-
þingismenn undir húsaga, eða
hvað?
Um daginn tilkynntu handhafar
nýrrar ríkisstjórnar að hún ætlaði
að presentera sig fyrir þjóðinni
framan við styttu Jóns Sigurðs-
sonar á Austurvelli. Auðvitað rann
það allt út í sandinn í einhverja
vitleysu og stefnuleysi. Og vel á
minnst. Alþingismenn ættu svo
sannarlega að ganga í smiðju til
Jóns forseta og læra af dæmum
hans hvernig þeir eiga að haga sér
og ráða málum þjóðarinnar.
Það kemur áþreifanlega í ljós
með hverjum deginum sem líður
að þetta lið er meira og minna
vanhæft. Það ætti því allt að fara
frá eins og það leggur sig. En
hverjir eiga að koma í staðinn til
að fara með fjöregg þjóðarinnar?
Það er stóra spurningin sem
margir velta fyrir sér. Hvar eru
nú hinir bestu menn eins og Hall-
ur af Síðu og Þorgeir ljósvetn-
ingagoði forðum?
HALLGRÍMUR
SVEINSSON,
Brekku, Dýrafirði.
Íslands óhamingju
verður allt að vopni
Frá Hallgrími Sveinssyni
Kæra atkvæði – Erindi
til þín frá flokkakerfinu
NÚ líður að því að
þú leggir lóð þitt á vog-
arskálarnar, eins og
gerist alla jafna einu
sinni á fjögurra ára
fresti. Ég vil nota tæki-
færið til að þakka þér
þitt síðasta verk, 12.
maí 2007, og óska þér
góðrar hvíldar fram á
2013, strax og næsta
viðviki er lokið. Ég veit að ég er að
vekja þig af værum blundi, það átti
ekki að vera þörf fyrir þig fyrr en eft-
ir tvö ár, en því miður hafa nú ut-
anaðkomandi aðstæður þvingað mig
til að fá þína vottun á ný. Því langaði
mig til að fara yfir málin með og út-
skýra fyrirkomulagið, sem er hannað
til að auka hugarró og valda þér sem
minnstu raski.
Síðustu áratugina hef ég þróað og
fínslípað aðferðir til að stýra sam-
félaginu okkar með það að meg-
inmarkmiði að létta þér og þínum líf-
ið. En til að þær virki, þarf ég þó
starfsfrið. Til dæmis er augljóst að ég
get ekki unnið að velferð þinni ef sí-
fellt eru að koma ný framboð með
nýjar meiningar; minnihlutahópar
sem ekkert vilja frekar en að rjúfa
starfsfriðinn og efna til uppþota. Þess
vegna hef ég búið til reglur sem veita
mér einu fjármagn – sem gagnast til
dæmis í kosningabaráttu við næstu
kosningar. Og svo þú missir ekki
svefn yfir að ég hafi ekki úr nógu að
moða í þessu árferði, get ég róað þig
með því að ég skar ekki krónu niður í
framlagi til mín sjálfs á fjárlögum.
Ég fæ nákvæmlega það sama í ár og í
fyrra – 371.500.000 kr. Skar bara
oggulítið meira niður í heilbrigðis- og
menntamálum í staðinn.
Kerfið virkar þannig að flokkar
sem eru í sama liði á hverjum tíma, í
stjórn eða stjórnarandstöðu, álíta
samstarfsflokka sína góða – en hina
vonda. Flokkarnir eru hver um sig
sameinuð og sterk rödd, en þar er þó
líka pláss fyrir allar skoðanir, þó bara
svo lengi sem þær heyrast ekki. Til
að halda meðlimum hamingjusömum
eru haldnir stórir fund-
ir, fólk skipað í nefndir
og ráðið í embætti. Vit-
anlega er einungis hæf-
asta fólkið valið, en sér-
staklega er passað upp á
að ættartengsl og
flokkshollusta standi
ekki vegi fyrir hæfum
embættismannaefnum.
Minni spámenn meðal
flokksmeðlima fá vin-
gjarnlegt klapp á bakið.
Þessu fylgir vitanlega
að ég er með mitt fólk í
öllum opinberum embættum sem ein-
hverju máli skipta – sem er mjög
þægilegt fyrirkomulag fyrir mig. En
vitanlega eru það svo aðeins fáir sem
taka allar raunverulegar ákvarðanir.
Flokksmeðlimir mæna upp til stjórn-
ar flokksins, stjórn flokksins mænir
upp til þingmanna hans, þingmenn
mæna upp til ráðherra og ráðherrar
mæna upp til forsætisráðherra. Hann
ræður svo öllu, en auðvitað með vina-
legu samráði við forsætisráðherra
hins flokksins í stjórn – sem líka er
forsætisráðherra, bara tímabundið
kallaður öðrum titli til aðgreiningar.
Þannig hef ég komið því fyrir að
vinsælasta fólkið innan raða flokk-
anna fær að taka allar ákvarðanir
fyrir alla landsmenn. Þeir sem hafa
komið sér upp flestum vinum innan
síns flokks ráða. Frábært og einfalt
kerfi, og fýlupokar sem ekki vilja
klappa neinum á bakið eiga enga
möguleika að komast að. Því verður
flokksstarfið eitt samfellt klapp á
bakið, sem gerir það ánægjulegt og
upplífgandi. Þar lærum vil líka að
klappa mönnum sem eiga peninga á
bakið – og bingó – þeir gefa okkur
svolítið af peningunum sínum í stað-
inn. Vinsælasta fólkið fær líka hæstu
stöðurnar með hæstu launin og mest
völd. Það er alþýðlegt og með þeim
hætti er öruggt að æðstu stjórnendur
þjóðarinnar hafa í mesta lagi með-
alþekkingu á málaflokknum, enda er
það undantekning ef viðkomandi hef-
ur viðeigandi menntun að baki. Sann-
kallaður þverskurður af þjóðinni. Því
þarf þetta góða fólk að nota fyrstu ár-
in í embætti til að koma sér inn í hlut-
ina og alls ekki sanngjarnt að ætlast
til að það geri neitt að viti fyrr en eft-
ir fimm ár í það minnsta – sem svarar
þeim tíma sem það tekur að klára
meistaragráðu í háskóla; krafa sem
gerð er á nánast alla sem ráðnir eru í
stjórnunarstöður í hinum vestræna
heimi.
Ég veit hvað þú ert að hugsa núna.
Er þetta ekki of mikið álag á þetta
aumingja fólk, sem er að bisa við að
gera landið okkar að betri stað og
þegnana hamingjusamari? Örvæntu
ekki. Ég passa að þingmenn og ráð-
herrar fái eins mikið frí og þeir vilja.
Til dæmis fengu þeir þriggja vikna
jólafrí fyrir skömmu til að sinna fjöl-
skyldum sínum og hugðarefnum.
Þeir fá líka langt sumarfrí og
páskafrí og frí til að fara í réttir og
alls konar önnur frí sem ekki er sann-
gjarnt að veita öðru fólki. Ráðherr-
arnir okkar og þingmenn fá meira að
segja svo mikið frí, að margir hverjir
eru í öðrum vinnum líka! Til dæmis
hafa sumir verið meðfram í fullri
vinnu í borgarstjórn, stjórnum fyr-
irtækja, stjórn stofnana eða svolítilli
kennslu. Svo hafa þeir þar að auki
nægan tíma til að sinna fjármálaveldi
sínu og sinna nánustu ef svo ber und-
ir.
Jæja, elsku atkvæði. Afsakaðu aft-
ur ónæðið. Helst vildi ég búa til kerfi
sem tryggði að ég þyrfti aldrei að
vekja þig. En til er fólk í þessum
heimi sem vill koma hlutunum þannig
fyrir að ég geti ekki verndað þig. Því
vildi ég bara minna þig á að þú ert
æðislegt og ég mun veita þér allt –
bara ef þú fellur fram og tilbiður mig
einu sinni á fjögurra ára fresti.
Þitt næstu fjögur árin:
Flokkakerfið
Daði Ingólfsson
skrifar um stjórn-
mál og kjósendur
Daði Ingólfsson
»Ég fæ nákvæmlega
það sama í ár og í
fyrra – 371.500.000 kr.
Skar bara oggulítið
meira niður í heil-
brigðis- og mennta-
málum í staðinn.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
húsfaðir í Vesturbænum.
Í MÍNU ungdæmi
tíðkaðist það að hafa til
morgunverðar hafra-
graut, slátur, þorskalýsi
og krækiberjasaft.
Þorskalýsið var fengið í
lýsisbræðslunni á staðn-
um, haframjölið innflutt
en slátrið og berjasaft-
ina bjó mamma til með
dálítilli aðstoð annarra
heimilismanna. Ég minnist þess ekki að
hafa verið hlaðin marblettum á mínum
yngri árum þrátt fyrir marga byltuna
og pústrana.
Það verður að segjast eins og það er
að ekki viðhélt ég þessari morg-
unverðarhefð þau 25 ár sem ég var
húsmóðir. Reyndar var hafragraut-
urinn til staðar og lýsið fyrst um sinn
en svo lagðist þetta af aðallega vegna
þess að annað heimilisfólk hafði ekki
sama smekk og ég. Ekki var verið að
huga að hollustunni eins og algengt er
nú á tímum. Reyndar hefur mér alltaf
þótt hafragrautur góður og jafnvel
veislumatur með aðalbláberjum.
Undanfarin ár hef ég ekki mátt
reka mig smávegis í þá var kominn
þessi stóri marblettur og stundum
margir á sama tíma enda þótt ég
reyndi að fara gætilega. Fólki sem
umgengst mig þótti þetta afar hvim-
leitt því það gat verið að einhver teldi
að ég væri beitt líkamlegu ofbeldi, en
því var ekki til að dreifa.
Ég var orðin nokkuð leið
á þessu og spurði heim-
ilislækninn minn hvað
ég ætti að gera til að
laga þetta. Hann mælti
með bætiefnum sem ég
gæti keypt og það gerði
ég. En þessi bætiefni
eru enn uppi í skáp hjá
mér því ég er ekki dug-
leg að bæta við mig pill-
um.
Það undarlega gerðist
á haustdögum að mar-
blettirnir hurfu hver af öðrum og
reyndar líka lítill rauður blettur sem
var fyrir neðan aðra augabrúnina.
Ekki hef ég breytt miklu í mínum mat-
arvenjum seinni ár en síðsumars fór ég
til Bakkafjarðar að heimsækja vini
mína. Þetta var á berjatínslutímanum.
Ég kíkti eftir aðalbláberjum þar sem
ég vissi um nokkra staði þar sem þau
uxu en þó ekki í þeim mæli sem ég átti
að venjast frá mínum heimaslóðum í
Súgandafirði. Erfiðlega gekk mér að
finna nægilega mikið af aðalbláberjum
enda rigning og ég full snemma á ferð.
Hins vegar var svo mikið af krækiberj-
um að ég hafði aldrei séð annað eins,
allt svart. Ég tíndi því krækiber fyrir
vinkonu mína sem ekki komst sjálf til
berja. Við bjuggum til þessa líka fínu
krækiberjasaft sem er ekki verri en
fínasti líkjör þótt óáfeng sé og einmitt
betri fyrir það. Ég fékk með mér
nokkrar flöskur sem ég drakk dálítið af
daglega með hafragrautnum. Reyndar
borðaði ég líka aðalbláberin sem ég
tíndi og keypti mér nokkrum sinnum
til viðbótar í Vínberinu á Laugavegin-
um, þegar ég var á heilsubótargöngu.
Vinkonur mínar, sem nýttu sér þetta
mikla berjaár líka, hafa gaukað að mér
flösku og flösku, þegar ég hef dásamað
hollustuna. Þetta er eina breytingin á
mínu mataræði um árabil.
Af framansögðu ætti að vera ljóst
að ég þakka krækiberjasaftinni hvarf
marblettanna. Því legg ég til að
áhersla verði lögð á rannsóknir vegna
hollustu hennar. Vitanlega gæti til-
gáta mín verið röng því að ég var í
raun með tvær breytur, krækiberja-
saft og aðalbláber. Sem fyrrverandi
náttúrufræðikennari veit ég að breyt-
an þarf að vera ein í hverri tilraun, til
þess að eiga möguleika á réttri nið-
urstöðu, en þess ber að gæta að þetta
var ekki vísvitandi tilraun heldur af-
leiðing af berjaáti.
Ef hægt verður að færa sönnur á
að krækiberjasaft eða villt íslensk ber
séu jafn áhrifarík og ýmis innflutt
bætiefni hve mikið gæti þjóðarbúið
hagnast ef þau væru nýtt sem skyldi?
Vöruskiptajöfnuðurinn mundi líklega
lagast til muna enda virðist mér ekki
veita af því núna frekar en oft áður.
Marblettir eða krækiberjasaft
Valbjörg Jónsdóttir
skrifar um
hollustu berja
»Nýting íslenskra
villtra berja gæti
sparað gjaldeyri.
Valbjörg Jónsdóttir
Höfundur er fyrrverandi kennari.