Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
✝ Ragnar L. Þor-grímsson fæddist í
Reykjavík 25. júní
1953. Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Þing-
eyinga á Húsavík 18.
mars 2009. Foreldrar
hans voru Þorgrímur
Einarsson, f. 1920 og
Aðalheiður Skapta-
dóttir, f. 1920, þau eru
bæði látin. Systkini
Ragnars eru Skapti, f.
1945, Sigríður Anna, f.
1947 og Einar, f. 1949.
Árið 1978 kvæntist
Ragnar Önnu Snæbjörnsdóttur, f.
1956 og eignuðust þau þrjú börn,
Snæbjörn, f. 1978, Baldur, f. 1984 og
Helgu, f. 1986.
Ragnar nam píanó-
leik í Reykjavík og pí-
anóstillingar í Þýska-
landi. Þegar heim var
komið frá námi starf-
aði hann nokkur ár í
Reykjavík. Árið 1979
flutti fjölskyldan að
Laugum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu
og árið 1990 til Húsa-
víkur. Á báðum stöð-
um vann Ragnar við
tónlistarkennslu og pí-
anóstillingar auk þess
að starfa með kórum
og hljóðfæraleikurum.
Ragnar verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju í dag, 27. mars, og
hefst athöfnin kl. 13.
Það var auðvelt að láta sér líka vel
við Ragnar. Hann var einstakt ljúf-
menni. Endalaus ljúfmennska og þol-
inmæði voru hans persóneinkenni. Ég
sá þennan mann aldrei skipta skapi og
yfirleitt var hann með bros á vör.
Hann lagði stund á píanónám við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann
kenndi á Litlu-Laugum í Þingeyjar-
sýslu í rúman áratug. Þar kenndi hann
ekki bara á píanó heldur fjölda ann-
arra hljóðfæra. Það má segja að flest
hljóðfæri hafi leikið í höndunum á
þessum manni, þvílíkur undramaður
var hann á sviði tónlistar. Hann hafði
einstakt lag á að miðla þekkingu sinni
til nemenda sinna, með þolinmæði
sinni og hlýleika, enda þótti öllum
nemendum Ragnars mjög vænt um
hann.
Samhliða kennslu vann Ragnar við
píanóstillingar, en þær hafði hann
numið í Þýskalandi. Hann var mjög
fær á þessu sviði, enda var það þannig,
að allt sem Ragnar tók að sér gerði
hann einstaklega vel. Hann var gífur-
lega eftirsóttur píanóstillir og í mörg
ár ferðaðist Ragnar um Þingeyjarsýsl-
ur, Húsavík og víðar um land. Hans
handbragð við píanóstillingar var ein-
stakt. Þessum störfum hélt hann
áfram að gegna eftir að fjölskyldan,
Anna systir og börnin þrjú, flutti til
Húsavíkur.
Þeim stundum sem Ragnar átti af-
lögu eyddi hann með fjölskyldu sinni.
Hann var mikill fjölskyldumaður og
þótti innilega vænt um konuna sína og
börnin sín. Ragnar var mikill útivist-
armaður og var öll fjölskyldan sam-
taka í því áhugamáli. Mikið var sungið
og spilað á heimilinu, enda eru öll börn-
in hans einstaklega hæfileikarík á sviði
tónlistar og nema öll og starfa á því
sviði.
Eftir að Ragnar veiktist fyrir um 12
árum varð lífið erfiðara. Parkinsons-
veiki er erfiður sjúkdómur að glíma
við. Ragnar sýndi ómælda þrautseigju
og dugnað en sjúkdómurinn sigraði að
lokum. Anna systir og börnin öll voru
Ragnari ómældur stuðningur og gerðu
allt til þess að létta honum lífið. Ragnar
kunni vel að meta allt það sem gert var
fyrir hann.
Kæri Ragnar, nú er að komið að
kveðjustund. Þú ert nú laus úr viðjum
þess sjúkdóms sem gerði það að verk-
um að þú gast ekki notið tónlistarinnar
sem skyldi.
Ég vil trúa því að nú á nýjum stað
fáir þú tækifæri til að spila á öll
heimsins hljóðfæri og þú gerir það að
sjálfsögðu með englaraddir í for-
grunni.
Elsku Anna, Snæbjörn, Baldur og
Helga, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á erfiðum tímum. Megi
Guð leiða ykkur áfram á þeirri veg-
ferð sem framundan er.
Snæbjörn tengdafaðir, Katla
og Jóhann Ingi.
Í dag þegar kveðjustund við bróður
minn rennur upp er leiðin ströng en
þó ekki. Eftir örðug veikindi er hann
farinn á vit feðra sinna, situr sjálfsagt
við hljóðfæri og leikur á als oddi.
Ragnar var litla barnið í hópnum,
yngstur af fjórum. Fallegur eins og
engill með ljósa lokka niður á herðar.
Hann var uppfinningasamur með ein-
dæmum, alltaf að gera tilraunir sem
enduðu með ósköpum. Um fjórtán ára
aldur eignaðist hann gamalt píanó og
þar með voru örlög hans ráðin. Hann
lifði og hræðist í músík eftir það.
Ég eignaðist mitt fyrsta barn á
þessum tíma og þá kom í ljós hversu
mikil barnagæla hann var. Hann söng
og spilaði með henni, sinnti henni eins
og stóri bróðir enda hljómaði um hús-
ið þegar hann kom heim „mamma,
mamma, Vatnar er kominn“.
Eftir að Ragnar flutti norður með
fjölskyldu sína minnkuðu heimsóknir
en í hjarta mínu á ég stundirnar þeg-
ar hann kom í bæinn og við eyddum
kvöldunum saman við söng og gítar-
spil fram eftir nóttu. Ég gæti skrifað
heila bók um þennan vin en læt þetta
duga.
Önnu sem staðið hefur við hlið hans
eins og klettur gegnum tíðina sendi
ég einlægar þakkir. Ég vissi að með-
an hennar naut við leið honum vel.
Einlægar samúðarkveðjur sendi ég
Önnu og börnum.
Elsku litli bróðir nú líður þér vel.
Þín systir
Anna.
Í dag kveð ég elskulegan móður-
bróður minn.
Ragnar var yngsti bróðir mömmu
og var því oft beðinn um að passa mig
þegar ég var lítil. Ég var mikið hjá
ömmu og afa á Skeggjó meðan hann
bjó þar og á margar skemmtilegar
minningar þaðan.
Ein af mínum fyrstu og bestu
minningum er þegar ég er í kringum
þriggja ára. Ég sit ofan á flyglinum og
horfi á hann Ragnar frænda minn.
Við erum í kjallaranum á Skeggjó og
hann er að spila og syngja fyrir mig
„Létt dansa litlir blómálfar, ljómandi
á fögru vorkvöldi, tra la la la la, tra la
la la la …“ Aftur og aftur hljómar
þetta lag og ég hlusta á hann dolfallin.
Það er líka gaman að rifja það upp
þegar Ragnar og nokkrir vinir hans
fóru í tjaldferðalag og sögðu mér að
þeir væru að fara á draugaveiðar.
Þeir voru yfir nótt og hjartað barðist í
brjósti mér þegar hann loksins kom
heim með draugapokann. Ég skreið
undir sófann og beið í angist eftir því
hvað kæmi upp úr pokanum. En þeg-
ar hann kallaði á mig og brosti vissi ég
að ekkert var að óttast.
Eftir að ég varð fullorðin og Ragn-
ar og Anna flutt með börnin norður á
land var alltaf gaman að koma til
þeirra. Þau voru höfðingjar heim að
sækja og svignuðu borðin alltaf undan
myndarskap Önnu.
Ragnar var veikur síðustu ár og
naut mikils stuðnings Önnu sinnar og
barna. Elsku Anna, Snæbjörn, Bald-
ur og Helga, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Heiða Lind.
Látinn er langt um aldur fram vin-
ur og félagi – öðlingurinn Ragnar L.
Þorgrímsson, tónlistarkennari á
Húsavík. Það setur að okkur sáran
harm og mikla eftirsjá. Eftirsjá sem
hefur átt sér lengri aðdraganda vegna
veikinda sem breyttu lífshlaupi hans
síðustu árin. Öll ævi Ragnars ein-
kenndist af þeirri ljúfmennsku sem
honum var í blóð borin, áhuga hans á
tónlist og hæfileikanum að spila á
hvert það hljóðfæri sem hann kaus
sér þó píanóið væri hans aðalhljóð-
færi. Alls staðar fylgdi honum létt-
leiki, söngur og gleði, hvort sem það
var tónlistarkennsla, undirleikur,
kórstarf, fjöldasöngur, gleðistund í
veislum með gítarinn eða sauðburður
að vori þegar hann kom í sveitina til
okkar að Syðri-Löngumýri og síðar
að Reykjum.
Hann var heimsborgari og sveita-
maður í senn. Hafði gaman af öllum
verkum og hlífði sér hvergi. Hann
töfraði fram hljóma á harmonikkuna
að kvöldi eftir að hafa tekið vaktina í
fjárhúsunum og hjálpað lömbum í
heiminn með sömu þolinmæðinni og
lipurðinni og hann sýndi öllum í
kringum sig. Hann var ötull í hey-
skap, kenndi krökkunum að hnýta
spún á línu til að veiða, spilaði við þau,
spilaði fyrir okkur og söng. Hann
kenndi okkur að meta tónlist frá öll-
um tímum og af allri gerð.
Ragnar var framúrskarandi tón-
listarmaður og tónlistarkennari.
Hann hafði þann hæfileika að geta
unnið með öllum og var sérlega nat-
inn við kennslu barna og unglinga.
Vandaði til verka við samspil og flutn-
ing þegar þau stigu á svið og sýndu
getu sína á tónleikum. Hann gerði til
þeirra kröfur og var metnaðarfullur
fyrir þeirra hönd. Hann var einnig
ósérhlífinn og gaf sér tíma til að hlúa
að hæfileikum hvers og eins. Þessir
hæfileikar hans og einstök tónheyrn
gerðu hann líka eftirsóttan við still-
ingar á píanóum. Hann lærði píanó-
stillingar í Þýskalandi og vann við það
meðfram skólastjórn og kennslu. Það
var vinnan við stillingar sem varð til
þess að þau Ragnar og Anna, systir
Ingu Þórunnar, fluttust norður í
Reykjadalinn og síðar til Húsavíkur.
Að Laugum bauðst honum að taka að
sér skólastjórn tónlistarskólans, þau
tóku tilboðinu og fluttust með elsta
barnið, Snæbjörn, norður. Síðar
bættust Baldur og Helga í hópinn.
Barnahópurinn gladdi Ragnar sem
var mikill fjölskyldumaður og sinnti
fjölskyldu sinni vel. Mikil tónlist var
og er á heimilinu og þau hjónin bæði
áhugasöm um alla tónlistarviðburði.
Öll börnin eru viðloðandi tónlist,
semja og flytja tónlist og hafa glatt
landann líkt og faðir þeirra.
Við þökkum Ragnari samfylgd í
rúm þrjátíu ár. Samfylgd sem aldrei
bar skugga á. Við gengum saman
gegnum skin og skúrir sem lífið færir
fólki og það var alltaf styrkur að hafa
Ragnar sér við hlið. Minningin um
Ragnar mun lifa áfram með okkur öll-
um. Sú minning hefur yfirbragð gleði
og tónlistar.
Inga Þórunn, Þorsteinn,
Erlendur, Ágústa, Þór-
ólfur, tengdabörn og
barnabörn.
Margir góðir tónlistarmenn hafa
lagt tónlistarlífi Þingeyinga lið. Einn
þeirra var Ragnar. Störf hans ein-
kenndust af þeirri alúð, vandvirkni og
hógværð sem hann sjálfur bar með
sér og virðingu fyrir bæði viðfangs-
efni og þátttakendum. Ég átti því láni
að fagna að vinna með honum þau ár
sem ég bjó og starfaði í sýslunni.
Við héldum tónleika saman og
fluttum tónlist við ýmsar athafnir en
minnisstæðust er mér samvinna okk-
ar með Kvennakórnum Lissý. Þar lék
hann með kórnum bæði á fjölmörgum
tónleikum og inn á hljómplötu. Ragn-
ar var bæði vandvirkur og smekkvís
og einstaklega þægilegur samstarfs-
maður. Hann hafði skemmtilega
kímnigáfu sem aldrei var á annarra
kostnað heldur létt og launfyndin.
Það var þungbært að sjá sjúkdóm-
inn taka af honum völdin, og aðdáun-
arvert hvernig hann tókst á við örlög
sín. Þar var hans góða Anna, ásamt
fjölskyldunni, kletturinn sterki. Þau
komu oft á tónleika og gott var að
finna gleði hans yfir fallegri tónlist og
góðum endurfundum þótt orðin ættu
ekki greiða leið fram.
Nú hefur hann fengið hvíld frá
þjáningum og við sem sjáum á eftir
honum svo alltof snemma þökkum
fyrir mannkosti hans og vináttu og
biðjum Guð að blessa fjölskyldu hans.
Margrét Bóasdóttir.
Vinur úr Norðurmýrinni er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram. Ljóst var
strax í bernsku okkar, að Ragnar var
öðlingur í allri framgöngu. Hann var
hægur í fasi og lundin ljúf og hann
hlustaði vel, enda tilheyrði hann
stórum systkinahópi. Margan ógleym-
anlegan sumardaginn áttum við saman
í ævintýraleikjum á Klambratúninu, í
fjölmörgum bakgörðum við Mánagöt-
una og eins við endimörk heimsins,
sem var svæðið í námunda við Reykja-
víkurflugvöll. Ragnar leiddi og oftar en
ekki voru þetta leiðangrar, sem ein-
kenndust af dulúð og ímyndunarafli,
þar sem við vorum landkönnuðir frá
framandi stjörnu. Svo skildu leiðir um
nokkurt skeið, en svo hittumst við aft-
ur rétt innan við tvítugt, þá sem nem-
endur í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Ragnar lagði stund á píanóleik og
það varð úr að við æfðum saman söng-
lög eftir þá Brahms og Schubert og
ekki var tónlistarlegt innsæi hans og
djúphygli minni en í leikjunum forðum.
Hann var gefandi í öllu samstarfi og
hvetjandi um leið. Síðast hittumst við
að Laugum, fyrir nokkrum árum, þar
sem Ragnar starfaði sem tónlistar-
kennari. Enn hitti ég fyrir sama ljúf-
mennið og af yfirvegun tjáði hann mér
að veikindi væru farin að gera vart við
sig, en hann ætlaði ekki að láta það
hafa minnstu áhrif á hugsunina og vilj-
ann, það væri allt saman ofar líkamleg-
um krankleika.Ég þakka fyrir góðan,
ógleymanlegan tíma sem við áttum
saman um leið og ég flyt ykkur sem
næst honum standið, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Myrkur
en grunur um birtu
hugrekki
handa okkur
sem eftir lifum
Egill Ólafsson.
Ragnar L.
Þorgrímsson
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug og styrktu okkur við andlát
og útför okkar elskaða unnusta, föður, sonar og
bróður,
SINDRA ÞÓRS GUÐNASONAR
frá Siglufirði.
Hjartans þakkir til þess góða fólks sem hjálpaði
okkur að gera útfarardaginn hans jafn yndislegan.
Guð blessi ykkur öll.
Rut Hilmarsdóttir,
Jakob Auðun Sindrason,
Halldóra Helga Sindradóttir,
Guðni Þór Sveinsson, Helga Sv. Sigurbjörnsdóttir,
Rakel A. Guðnadóttir,
Ragnheiður B. Guðnadóttir,
Guðni B. Guðnason.
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS KRISTJÁNS BJÖRNSSONAR
efnaverkfræðings,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Lovísa H. Björnsson,
Árni Gunnarsson, Daniela Ilea Gunnarsson,
Rannveig Gunnarsdóttir, Tryggvi Pálsson,
Sigurjón Gunnarsson, Sigríður Olgeirsdóttir,
Gunnar Örn Gunnarsson, Olga Bergljót Þorleifsdóttir,
Halldór Gunnarsson, Anna Persson,
Þórarinn Gunnarsson, Berglind Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu
sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug í veik-
indum og við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Brekku.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra Borgarnesi fyrir hlýhug og góða umönnun.
Þorsteinn Þórðarson,
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson,
Þórður Þorsteinsson, Agnes Agnarsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir,
Gunnar Þór Þorsteinsson, Íris Inga Grönfeldt,
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Elvar Ólason
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför
SVÖVU BJÖRNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Þökkum sérstaklega starfsfólki Hrafnistu fyrir góð
störf og samvinnu.
Rósa Hilmarsdóttir,
Árný Birna Hilmarsdóttir,
Páll Hjálmur Hilmarsson
og fjölskyldur.