Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 37
Velvakandi 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER MEÐ ÞRJÚ
TONN AF ÞURRKUÐUM
FLUGUM HANDA ÞÉR
ÉG Á BÓK
MEÐ MYND
AF LINCOLN
Í KEILU
HELDUR ÞÚ AÐ BEETHOVEN
HEFÐI GETAÐ UNNIÐ
LINCOLN Í KEILU?
HVERNIG DETTUR ÞÉR
ÞESSI VITLEYSA Í HUG?
MÉR FINNST GAMAN AÐ
HUGSA UM SVONA HLUTI...
LÆTUR SÖGUNA LIFNA VIÐ
ÞÉR TEKST ALDREI AÐ
VEIÐA NEITT EF ÞÚ
LÆRIR EKKI LÆÐAST
Í GRASINU
TÍGRISDÝRASPEKI
FÆR MIG ALLTAF
TIL AÐ HUGSA
MIG VANTAR
SJÁLFBOÐALIÐA
TIL AÐ FARA OG NÁ
Í MAT Á MEÐAN VIÐ HINIR
BERJUMST VIÐ ÓVININN
ÉG ER
EKKI ALLTAF
HRIFIN AF
VEITINGASTÖÐUM
ÞAR SEM MAÐUR
FÆR AÐ SJÁ
HVERNIG
MATURINN
ER ÚTBÚINN
MAÐUR MÁ EKKI VANRÆKJA NEIN
SMÁATRIÐI Á BAÐHERBERGINU
HVORT EIGA GESTIRNIR YKKAR
EFTIR AÐ VERÐA HRIFNARI AF
GAMLA SKÍTUGA DULLUSOKKNUM
EÐA ÞESSUM HÉRNA?
HANN ER SVO
FALLEGUR AÐ ÞIÐ
GETIÐ HAFT
HANN TIL SÝNIS
SKRÍTIÐ...
MIG LANGAR
Í HANN
VÁ! LANGAR
EINHVERN AÐ
KAUPA BLAÐIÐ
ÞITT?
EKKI AÐ ÞAÐ
KOMI ÞÉR NEITT
VIÐ... EN ÞAÐ
ER RÉTT
NÝLEGA HEFUR
MILLJÓNAMÆRINGUR
SEM HEITIR SIMON
KRANDIS VERIÐ AÐ
KAUPA HLUTABRÉF
HANN Á NÚNA
NÆSTUM ÞVÍ JAFN
MIKIÐ Í BLAÐINU
OG ÉG!
OG HANN
VILL EIGA
ÞAÐ ALLT
ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! AF
HVERJU ÆTTI ÉG AÐ
STANDA Í
ÞESSU?
Dæmigert íslenskt vorveður hefur verið ríkjandi undanfarið, að minnsta
kosti í höfuðborginni. Það hefur fyrirvaralítið brostið á skin eða skúrir,
hlýindi eða kuldi. Góður göngutúr meðfram strandlengjunni svíkur engan
þó að norðangarrinn geti á stundum tekið hressilega í.
Morgunblaðið/Ómar
Á göngu í norðangarra
Aðskilnaðarstefnan
og Stúdentaráð HÍ
SIGURLAUG Gunn-
laugsdóttir skrifaði fróð-
lega grein sem birtist í
Morgunblaðinu 16. mars
síðastliðinn. Þar bendir
hún meðal annars á að
íslenskir háskólastúd-
entar hafi verið lítið
virkir í baráttunni gegn
aðskilnaðarstefnunni í
Suður-Afríku. Stúd-
entaráð Háskóla Íslands
hafi ályktað árið 1988 að
það væri ekki hlutverk
þess að hafa afskipti af
stjórnmálum og síst í
samstöðu með „hryðjuverkahópum“
sem Afríska þjóðarráðinu. Fangels-
aður leiðtogi Afríska þjóðarráðsins
var Nelson Mandela. Glæpur hans
var að berjast gegn aðskiln-
aðarstefnunni með friðsömum hætti.
Það er skemmtilegt þegar dregin
eru upp gömul lík úr djúpinu. Þau
geta stundum sagt okkur eitthvað
um samtíðina og varpað ljósi á sögu
þeirra manna sem komu við sögu þá,
og nú. Það var auðvitað Vaka sem
vildi ekki ganga til liðs við baráttuna
gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í
Suður-Afríku.
Hverjir skyldu hafa setið í Stúd-
entaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku,
félag lýðræðissinnaðra stúdenta árið
1988? Ætli nöfn þessara manna séu
eitthvað kunnugleg í dag?
Árni Davíðsson.
Mannauður í Pennanum
Á ÞESSUM tímum sem við göngum
í gegnum kemur ýmislegt í ljós sem
manni hefur fundist
sjálfsagður hlutur.
Bókaþjóðin höfum við
stundum verið kölluð.
Við höfum aldrei
misst sjónar á því hve
gott er að taka sér
góða bók í hönd til
hvíldar í dagsins
amstri. Bókin gerir
ekki mannamun. Sé
að verslanir Pennans
eru nú komnar í eigu
Kaupþings. Penninn
hefur verið til um
áratuga skeið og
þjónað sínum við-
skiptavinum vel.
Þetta stórfyrirtæki
hlýtur að hafa mikinn mannauð um
borð. Hefi heyrt að í þessu fyrirtæki
starfi sterkur hópur sem þar hefur
starfað í áratugi. Slíkur mannauður
er gulls ígildi. Það er gaman að
koma inn í verslanir Pennanns. Af
hverju? Þar er öllu fallega og nota-
lega fyrir komið, starfsfólkið vin-
gjarnlegt og hjálpsamt. Og ekki
gleyma skemmtilegu auglýsing-
unum í sjónvarpinu „Það er … far-
aldur“. Enginn vafi leikur á því að
þó svona hafi farið fyrir þessu góða
fyrirtæki skulum við ekki gleyma að
það hefur þjónað okkur vel. Reynd-
ar til fyrirmyndar. Slíkt ber að
launa. Skilst að um 300 manns vinni
þarna. Bókavinur sendir hlýjar
kveðjur til allra starfsmanna og
fyrrverendi eigenda Pennans í gegn-
um öll árin.
Bókavinur.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, kaffi
og dagblaðalestur kl. 9, vinnsustofa kl.
9-16.30, bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Kertaskreyting,
handavinna, hárgreiðsla, böðun, kaffi/
dagblöð, fótaaðgerð.
Dalbraut 18-20 | Harmonikka og söngur
kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl.
9.20, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga
kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10,
leikfimi 10.45, bingó kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.20, gler og leir kl. 10,
opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 10-12,
félagsvist FEBG kl. 13.30, bútasaumur
og ullarþæfing kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband, prjóna-
kaffi/bragakaffi kl. 10, stafaganga kl.
10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn,
leikfimi kl. 13 (frítt) í ÍR-heimilinu v/
Skógarsel og kaffi. Kóræfing kl. 14.30.
Sími 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðstoð við
böðun kl. 9, trésmíði og útskurður.
Söngstund í salnum með Önnu Siggu og
Aðalheiði kl. 14.15.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Bridsaðstoð fyrir dömur kl. 13, kaffi.
Hraunbær 105 | Baðþjónusta og handa-
vinna kl. 9, bókabíllinn kl. 14.45.
Hraunsel | Bókmenntaklúbbur kl. 10,
leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréskurð-
ur Hjallabraut og gamla Lækjarskóla kl.
13, brids kl. 13, biljard og pútt. Skrifstofa
opin kl. 10-12.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9, postulínsmálning, lífsorkuleikfimi kl. 9
og 10, námskeið í myndlist kl. 12.15, bíó
kl. 13.30, veitingar í hléi. Böðun fyrir há-
degi, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Blöðin og kaffi. Lista-
smiðja 9-16, Tatchi kl. 9, gönuhlaup kl.
9.10, hláturjóga kl. 13.30, spænsku-
námskeið í samvinnu við frú Mínervu og
líkamsrækt í samvinnu við World Class.
Morgunandakt í samvinnu við Bústaða-
kirkju. Vordagskrá liggur fyrir.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða-
klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús,
vist/brids og skrafl kl. 13. Hárgreiðsla, s.
862-7097, fótaaðgerðast., s. 552-7522.
Norðurbrún 1 | Leikfimi kl. 9.45, mynd-
listarnámskeið og útskurður kl. 9-12 og
smíðaverkstæði opið, leikfimi kl. 13. Um-
ræðuhópur kl. 14.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9-12,
spænska kl. 11, sungið v/flygilinn kl.
13.30, dansað í aðalsal kl. 14.30. Hár-
greiðsla og fótaaðgerðir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Leirmótun kl.
9, handavinnustofan opin, morgunstund
kl. 9.30, leikfimi kl. 10 og bingó kl. 13.30.
Uppl. í síma 411-9450. Hárgreiðslu- og
fótaaðgerðastofur opnar.