Morgunblaðið - 27.03.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.03.2009, Qupperneq 40
Sett upp í samstarfi við Frumsýning í kvöld á Nýja sviðinu Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 rænan hátt með dramatíska skugga- teikninguna. Marco Paoluzzo þekkir íslenska náttúru býsna vel. Þetta er mað- urinn sem sagðist ekki kunna að meta Norðurland jafn vel og suður- ströndina. „Eftir sex ferðir norður komst ég að því að ég kann ekki að meta Norðurland. Það er of grænt,“ sagði hann. Ferðir hans til Íslands frá árinu 1991 eru á annan tug, og aðeins tvisvar hefur hann komið fljúgandi. Í hin skiptin hefur hann komið með stóra ferðatrukkinn sinn með Nor- rænu, og ætíð er hann hér í nokkrar vikur í senn. Og hann hefur kynnst öllum árstíðum vel.    Myndirnar í þessari nýju bókPqaoluzzos eru teknar í öllum landshlutum og á öllum árstíðum, af og til á síðustu fimmtán árum. Eins og gengur eru myndirnar mis- áhrifaríkar; sumar bera með sér að vera teknar fyrir tímarit en í öðrum nýtur persónuleiki ljósmyndarins sín vel. Það er ekki síst í myndum þar sem birtan er dramatísk og lit- irnir ekki margir, en þeir litir sem eru í rammanum fanga augað. Þannig er með þessa mynd af Mæli- felli – hún sýnir vel hvernig svart- hvítur ljósmyndari myndar í lit. nýja bókin hans um Ísland nefnist Geheimnisvolles Island. Þetta er þriðja ljósmyndabókin í stóru broti sem Paoluzzo gerir um Ísland. Hin- ar heita Island og North-Nord; þeirri síðarnefndu fylgdi sýning sem var sett upp í Þjóðminjasafninu árið 2005. Hinar tvær voru í svarthvítu, sem er eftirlætis miðill ljósmynd- arans. „Ég tek sjaldan litmyndir fyrir sjálfan mig, þessar myndir eru flest- ar teknar í verkefnum fyrir ferða- tímarit,“ segir Paoluzzo - hugsar sig um og bætir svo við: „En ég er ánægður með útkomuna.“ Hann má líka vera það; þetta er vegleg ljósmyndabók og Ísland er í sparifötunum, en alþýðlegt um leið.    Stíll Paoluzzos er nokkuð form-hreinn og kaldhamraður, og því ekkert skrýtið að hann hafi laðast jafn mikið af eyðisöndunum og gróðursnauðum hálendissvæðum og raun ber vitni; hann kýs að mynda á dramatískum svæðum þar sem sterkar andstæður er að finna. Það má sjá í fyrri Íslandsbókum hans en einnig í bókum sem hann hefur gert í Eþíópíu, á Kúbu og í Bandaríkj- unum. Ef andstæðurnar eru ekki í náttúrunni, þá sækir hann í skil birtu og skugga og vinnur á form- Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hvar tókstu þessa mynd?“spurði ég og benti á einamyndina í bókinni, gamalt húsi í grænni náttúru. „Fyrir austan, á Djúpavogi,“ svar- aði ljósmyndarinn. Kollegi okkar, Ragnar Axelsson, kom og leit yfir öxlina á mér þegar hann heyrði bæjarnafnið. „Ég þekki þetta hús,“ sagði hann. „Amma mín bjó þarna.“ Svona er Ísland. Við megum ekki fletta bók um þetta land okkar án þess að þekkja þriðju hverju þúfu; sjá einhver ummerki um spor okkar, ættmenna eða vina. En myndir geta svosem líka minnt okkur á eitthvað annað – ein mynd í þessari sömu bók er frá Vestmannaeyjum og mér fannst, þegar ég sá hana, að ég væri kominn til Kúbu. Eins og ég upplifði þá suðrænu eyju í annarri bók þessa sama ljósmyndara – á myndunum eru samskonar gamlir amerískir kaggar. Ljósmyndarinn er sviss- neskur, heitir Marco Paoluzzo, og Litmyndir svarthvíta ljósmyndarans Mælifell Ljósmyndarinn Marco Paoluzzo segir svæðið norðan Mýrdalsjökuls eitthvert það fallegasta hér á landi. Ljósmynd/Marco Paoluzzo AF LISTUM Messa í g-moll eftir Bacher ekki stór. Hún ermun smærri í sniðum enhin volduga h-moll- messa. Í rauninni er hún smástykki í samanburði. Það var því einkennilegt að sjá risastóran kór, á milli áttatíu og níutíu manns, breiða úr sér við altari Langholtskirkju til að syngja mess- una. Kirkjan er fremur smágerð, tek- ur um 300 manns ef ég man rétt. Myndi hljómburðurinn bera svo vold- ugan flutning á litlu og viðkvæmu verki? Strax á upphafstónunum kom í ljós að svarið var neitandi. Kórhljómurinn var yfirgengilegur, óskaplega breið- ur, nánast massaður. Það var eins og Bach væri risinn upp frá dauðum og væri að taka þátt í ólympíumótinu í vaxtarrækt. Hljómurinn var líka óná- kvæmur og loðinn, sem var viðbúið þar sem fæstir í kórnum eru atvinnu- söngvarar. Hljómburður kirkjunnar gerði að verkum að misfellurnar í söngnum voru óþægilega áberandi. Auk þess var styrkleikajafnvægið ekki alltaf rétt á milli einsöngvara og hljómsveitar. Lítið heyrðist í Ágústi Ólafssyni fyrir hljóðfæraleiknum og óbósólóið sem skreytti söng Gissurar Páls Gissurarsonar á tímabili var allt- of sterkt. Hljómsveitin stóð sig þó prýðilega í sjálfu sér og sömu sögu er að segja um einsöngvarana, fyrir utan það að söngur Jóhönnu Óskar Valsdóttur var á köflum ekki hreinn. Útkoman var á margan hátt betri í Sálumessu Mozarts, í skemmtilegri útgáfu Duncans Druce. Hún hefur ekki hljómað hér áður að því er ég best veit. Eins og kunnugt er entist Mozart ekki ævin til að ljúka verkinu og því var það nemandi hans sem kláraði það, með nokkuð misjöfnum árangri. Druce er núlifandi tónskáld og hefur farið talsvert aðra leið en áð- ur var farin. Afraksturinn er ótrúlega sannfærandi. Það er til marks um það hve Mozart var fyrirsjáanlegur í tón- list sinni að þetta er yfirleitt hægt! Hér var kórsöngurinn þéttari og áheyrilegri, hljómsveitin var líka með flest sitt á hreinu. Einsöngvararnir, sem nú voru fjórir með Hallveigu Rúnarsdóttur, voru líka góðir, þótt sumir hafi verið nokkuð lengi að kom- ast almennilega í gang. Ég var þó ekki fyllilega ánægður með óhrein- indin í söng Jóhönnu. Magnús Ragnarsson var stjórn- andinn, og stóð sig á margan hátt vel. Auðheyrt var að hann er með mús- íkalskari mönnum. Þótt ýmislegt hafi verið að tæknilega séð var túlkunin a.m.k. gædd rétta andanum. Takk fyrir að leyfa okkur að heyra þessa nýju útgáfu af Sálumessu Mozarts! Langholtskirkja Kórtónleikar bbmnn Messa í g-moll eftir Bach. Sálumessa Mozarts. Flytjandi: Söngsveitin Fílharm- ónía ásamt hljómsveit. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Ágúst Ólafsson. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. JÓNAS SEN TÓNLIST Massaður Bach, nýr Mozart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.