Morgunblaðið - 27.03.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.03.2009, Qupperneq 42
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Hins hússins, hefjast í kvöld íÍslensku óperunni, en keppnin er nú haldin í 27. skipti. Að þessusinni verður keppt fjögur kvöld í röð og úrslitin svo haldin vikusíðar. Alls taka 42 hljómsveitir þátt í tilraununum að þessu sinni og koma úr ýmsum áttum, þó obbinn sé af höfuðborgarsvæðinu sem vonlegt er. Undankeppnin verður haldin í Íslensku óperunni, sem er nýlunda, en úr- slitin í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu líkt og undanfarin ár og líkt og forðum verður þeim einnig útvarpað beint á Rás 2. Hvert undankvöld velur salur eina hljómsveit áfram, en í úrslitum sér dómnefnd um að velja í verðlaunasæti, en salur og áheyrendur Rásar 2 um allt land kjósa síðan Hljómsveit fólksins sem einnig verður verðlaunuð. Sig- ursveit Músíktilrauna 2009 fær 20 hljóðverstíma í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlauginni, ásamt hljóðmanni, flugmiða og fleiri verðlaun, fyrir annað sæti fást 20 hljóðverstímar í Gróðurhúsinu auk fleiri verðlauna og sveitin sem hreppir þriðja sætið fær ZOOM H4 upptökutæki frá Tónastöðinni meðal annars. Hljómsveit fólksins fær að launum upptökuhelgi í Island Studios, Vestmannaeyjum, ásamt hljóðmanni og gistingu og fleiri verðlaun. Efnileg- ustu hljóðfæraleikarar verða líka verðlaunaðir og veitt verða sérstök verð- laun fyrir textagerð á íslensku. Í dómnefnd Músíktilrauna 2009 eru Árni Matthíasson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Kristján Krist- jánsson, Margrét Erla Maack og Ragnheiður Eiríksdóttir. Keppnin hefst kl. 19 í kvöld í Íslensku óperunni eins og áður segir. Músíktilraunir 2009 Captain Fufanu Félagarnir Hrafnkell Flóki Einarsson og Guð- laugur Halldór Einarsson, báðir sextán ára, kynnt- ust á listnámsbraut í Borgarholtsskóla og stofnuðu hljómsveit í framhaldi af því. Hrafnkell Flóki, sem er Reykvíkingur, spilar á hljómborð, trommuheila og trompet og annast forritun og Guðlaugur Hall- dór, sem er úr Þorlákshöfn, forritar líka og sýslar með trommuheila og leikur á gítar og hljómborð. Þeir spila electro-danstónlist. Decimation Dawn Vestmannaeyjasveitina Decima- tion Dawn skipa fimm strákar 15 til 18 ára og hyggjast þeir hrista upp í mannskapnum með deathcore. Andri Fannar Valgeirsson syngur, Ásgeir Gunnarsson og Sigursteinn Marinósson leika á gítara, Hjörtur Ari Hjartarson á trommur og Þor- gils Árni Hjálmarsson á bassa. Ancient History Ancient History er ættuð úr Graf- arvoginum og spilar pönkað rokk. Sveitina skipa Arnar Páll Garð- arsson trommuleikari, Arnar Jóns- son bassaleikari, Jón Anton Stef- ánsson gítarleikari og söngvari og Örvar Reyr Ragnarsson gítarleik- ari. Þeir eru allir um tvítugt. We Went To Space Reykvíkingarnir sem skipa We Went To Space eru Jón H. Geir- finnsson, sem er sautján ára, leikur á trommur og hljóðgervil, Ólafur Bjarki Bogason, sextán ára, syngur og leikur á gítar, Sindri Bergsson, sautján ára, leikur á gítar og Þórir Bergsson, sem er tvítugur, leikur á bassa og hljómborð. Þeir spila draumkennt jaðarrokk. Apart From Lies Grundfirðingarnir Apart From Lies spila nýbylgumetal og hafa gert undanfarin ár. Guðmundur Haraldsson og Brynjar Krist- mundsson leika á gítara, Rúnar Geirmunds- son syngur og Hrannar Óskarsson leikur á trommum. Fastur bassaleikari sveitarinnar er fjarri góðu gamni, en í hans stað sér gest- ur um bassaleik. Þeir eru allir sautján ára nema Brynjar sem er sextán. Miss Piss Úr Fljótsdal kemur sveitin Miss Piss sem er aðallega bassaleikarinn og söngkonan Dagrún Drótt Val- garðsdóttir, nítján ára gömul. Hún hefur þær Láru Lárusdóttir og Júl- íönu Garðarsdóttur sér til halds og traust, Lára spilar á trommur og Júl- íana á bassa. Blanco Reykjavísku rokkaranir Blanco lofa miklu rokk- og jarðarstuði. Þeir eru allir fimmtán ára og skipa svo með sér verkum: Kjartan Orri Þórsson syngur og leikur á gítar, Valgeir Daði Einarsson leikur á bassa og raddar, Arnar Kári Ágústsson leikur á gítar og Stefán Tómas Franklín á trommur. Discord Rokksveitin Discord hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á annars stuttri ævi og leik- ið ólík afbrigði af rokki, allt frá dauðarokki í sýrurokk, en nú um stundir leikur hún fram- sækið dauðarokk. Sveitina skipa Reykvíking- arnir Helgi Þorleksson, sem leikur á trommur, Hjörtur Ólafsson og Hafliði Baldursson leika á gítara, Jón Haukur Pétursson syngur og Þórður Hermannson plokkar bassa. Þeir eru sautján til átján ára. Knights Templar Skagasveitin Knights Templar er orðin nokkuð við aldur þrátt fyrir ungan aldur liðsmanna hennar; stofnuð í nóvember 2004. Fé- lagarnir í sveitinni segjast spila krem-metal, blúsað þungarokk. Þeir eru Arnar Ásbjörnsson söngv- ari, Ásmundur Svavar Sigurðsson bassaleikari, Kristján Gauti Karls- son gítarleikari og Jónas Hauksson trommuleikari. Funktastic Fönkrokksveitin Funktastic er úr Grafarvoginum og skipuð þeim Gísla Þór Brynjólfssyni gítarleikara og söngvara, Kára Jóhannssyni bassaleikara og söngvara og Pétri G. Guðmundssyni trommuleikara. Þeir eru allir fæddir 1987. 42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er rosalega gaman fyrir okkur að fara austur á firði, við áttum mjög marga góða tónleika þar í gamla daga,“ segir Egill Ólafsson, forsprakki Hins íslenska þursaflokks, sem mun koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri í sumar. Þar verður Þursaflokkurinn aðalnúmerið ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni sem mun koma fram ásamt hörpuleikaranum Moniku Abendroth og strengjasveit. „Við fórum mjög oft austur á firði, þar var mjög sérstakt griðland Þurs- anna. Það var líka alltaf mjög vel mætt á tónleika, og Austfirðingar voru afar áhugasamir um okkar músík,“ útskýrir Egill. Þursaflokkurinn kom saman eftir langt hlé og hélt magnaða tónleika ásamt Caput-hópnum í Laugardalshöll í febrúar í fyrra. Í kjölfarið hélt flokk- urinn tónleika bæði á Akureyri og Ísa- firði, og því var aðeins Austurlandið eftir. „Þá lítum við svo á að við séum búnir að klára þetta,“ segir Egill og bætir því við að sveitin sé í raun ekki starfandi – hún spili bara við ákveðin tækifæri. „Þetta er bara rykfallinn gripur sem rykið er dustað af á svona 25 ára fresti. En okkur finnst gaman að rifja þetta allt saman upp, fyrir okkur er þetta eins og að fara í tímavél – við verðum ungir aftur,“ segir Egill sem hefur ekki verið viðstaddur Bræðsluna áður. „En ég hef heyrt að það sé alltaf rosalega góð stemning þarna. Ég vona að þarna verði fólk sem segi „já, ég man eftir þessu“, vonandi sitja jafn- aldrar okkar ekki heima, heldur komi á staðinn, enda fallegt í Borgarfirðinum,“ segir Egill í léttum dúr. Ágæt viðbót Bræðslan verður haldin dagana 24.- 26. júlí í sumar, en um er að ræða fimm ára afmæli hátíðarinnar. Á und- anförnum árum hafa fjölmargir nafn- togaðir tónlistarmenn komið fram á há- tíðinni, en þar á meðal eru Emilíana Torrini, Damien Rice, Lay Low, Belle & Sebastian og Eivör Pálsdóttir. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim þessa helgi sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 150 manns. Fleiri listamenn eiga eftir að bætast við dagskrá hátíðarinnar í ár, en ít- arleg dagskrá og fyrirkomulag miða- sölu verður kynnt þegar nær dregur. Líkt og í fyrra verða um 1.000 miðar í boði, en uppselt var á síðustu hátíð. Hinn íslenski þursaflokkur á Bræðslunni Verður aðalnúmerið ásamt Páli Óskari, Moniku og strengjasveit Morgunblaðið/Eggert Þursaflokkurinn Þykir ein besta rokksveit Íslands. Ba rn af öt C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Bonpoint, Petit Bateau, Simple Kids, Muchacha, Fred & Ginger, Zorra, Hartford, Oona l'Ourse, Makie, Zef ... Opið til kl. 19:30 á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.