Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Þegar góðir vinir hverfa af sjónarsviðinu myndast ósjálfrátt ákveðið tómarúm hið innra með manni, líkt og taug sem virtist svo órjúfanleg skyndilega bresti. Þannig var það með hana Ingu mína sem við kveðjum hér í dag. Hún var ein af þeim sem áttu svo tryggan stað í tilverunni og var alltaf tilbúin að taka þátt í gleði jafnt sem sorgum annarra, eftir því sem við átti og vildi sem mest geta orðið að liði. Nú kveðjum við þessa góðu konu með söknuði en jafnframt með þakk- læti, já þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem áttum saman í leik og í starfi. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir röskum 40 árum þegar hún starfaði í skóversluninni á Laugavegi 1 og ég handan götunnar innanbúð- armaður í Kjötbúð Tómasar á Laugavegi 2. Vinátta okkar upphófst þannig að hún giftist kunningja mín- um og starfsfélaga og varð ég fljót- lega upp úr því heimavanur hjá þeim og ekki aðeins góðvinur þeirra, held- ur og allrar fjölskyldunnar og hefur sú vinátta staðið allar götur síðan. Hún eignaðist með fyrri manni sín- um 5 myndarleg börn, sem þá voru stálpuð. Þeim hefi ég fylgst með allar götur síðan og átt góð samskipti við. Þá störfuðum við saman í fyrirtæki Heilsu ehf., en hún var ráðin versl- unarstjóri við opnun Kringlunnar í Inga Guðmundsdóttir ✝ Inga Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1929. Hún lést á heimili sínu að Stuðlaseli 17, 109 Reykjavík, 4. apríl 2009. Útför Ingu fór fram frá Fríkirkjunni 14. apríl sl. Heilsuhúsinu og starf- aði þar með reisn og glans um árabil. Það eru forréttindi að hafa átt svo góðan vin stóran hluta ævi sinnar. Bæði gengum við í gegnum súrt og sætt á lífsleiðinni og var þá gott að eiga góðan að, sem vin og sálufélaga þegar á reyndi. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Inga mín. Að endingu sendi ég öllum hennar aðstandendum og vin- um, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það gleymist seint sem vel er gjört. Hilmar H. Svavarsson. Elsku Inga amma. Ég vildi óska þess að ég gæti talað hér um allar góðu og yndislegu stundirnar sem við áttum saman en það yrði víst of langt. Það sem stend- ur upp úr er þegar þú varst til staðar þegar ég átti Hauk, hvað þú fannst til með mér og upplifðir verki með mér. Eða öll skiptin sem við sátum yfir kaffibolla að tala saman um hitt og þetta. Hvað það var alltaf frábært að koma til ömmu í plokkfisk og fræga grjónagrautinn þinn. ENGIN gerði eins góðan graut og þú, amma mín. Mig langar líka að tala um öll skiptin sem maður kom til að vera hjá ömmu og komast frá öllu öðru. Keldulandið var alltaf „save haven!“ Guð hvað ég sakna þín, elsku amma, og ég get ekki lýst því með orðum hversu miklu máli þú skiptir mig. Vona að þú sért á góðum stað, elsku amma mín, og getir hlaupið um eins og ungling- ur. Elska þig, amma mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Kristín Hulda. Elsku amma. Það er svo ótalmargt sem þú hefur gefið mér og svo margir hlutir sem þú hefur kennt mér. Þú gerðir þér oft ekki grein fyrir hversu miklu þú skiptir mig, því þú áttir það til að vanmeta sjálfa þig, en þú varst alltaf til staðar fyrir mig, alltaf tilbúin að hjálpa mér ef eitthvað var að og þér var ávallt umhugað um heilsu mína. Þú gerðir allt svo ég þyrfti ekki að þjást, því þú þekktir þetta líf og vildir ekki að ég upplifði það sama. Ef þú hefðir getað hefðirðu tekið kvalir mínar yfir á þínar herðar því ég veit að það voru ófá skiptin sem þú gerðir einmitt það svo mér liði betur. Þetta, ásamt svo mörgu öðru er eitthvað sem ég mun aldrei ná að þakka þér nógsamlega fyrir og þetta einmitt sýnir hverja manneskju þú hafðir að geyma. Samband okkar var svo sérstakt, við vorum að svo mörgu leyti líkar, skildum hvor aðra svo vel og áttum svo auðvelt með að tala saman. Fyrir heiminum vorum við eflaust bara amma og barnabarn en við vissum báðar að það var mun dýpra en það. Við vorum góðir vinir og þú varst ávallt sú manneskja sem ég leitaði til og kallaði þitt heimili mitt. Þú varst hornsteinninn í lífi mínu síðustu árin og ég veit ekki hvernig líf mitt hefði verið hefði ég ekki átt þig að. Ég man svo vel okkar síðustu kveðjustund. Ég tók utan um þig, kyssti þig þrem- ur kossum og sagði þér að ég elskaði þig. Auðvitað ílengdist ég eins og alltaf, fór að gera hitt og þetta til að sjá til þess að þú hefðir allt sem þú þyrftir þér við hönd og svo var kveðjustundin endurtekin alveg eins og í fyrra skiptið; faðmlag, þrír koss- ar og ég elska þig. Þú sagðist elska mig og þakkaðir mér fyrir að koma og ég ítrekaði (eins og alltaf) að þetta kvöld hefði verið jafnindælt fyrir mig og fyrir þig. Kveðjustundir okkar tóku alltaf sinn tíma. Ég dró ávallt fæturna að dyrunum því ég átti svo bágt með að yfirgefa þig, endurtók einhver orð um að þú ættir að fara vel með þig og að við myndum heyrast á morgun. Síðustu orð þín til mín þetta kvöld voru loforð um að þú færir varlega, myndir ekki ofgera þér í þrifum (sem ég þurfti ávallt að nöldra í þér yfir því þú varst engri annarri lík í þeim efn- um) og sagðist heyra í mér á morgun. Ég stóð lengi hikandi í dyrunum því þó ég gæti ekki stoppað lengur fannst mér ávallt sem hver sekúnda sem ég stoppaði skipti máli. Ég hitti þig aldrei aftur. Ég man svo vel þær tilfinningar sem fóru um mig er ég heyrði að þú værir okkur horfin, tilvera mín al- gjörlega hrundi á einu augnabliki og við tók vantrú og afneitun. Ég gat ekki trúað því, vildi ekki trúa því og eitthvað sem ekki verður bætt brotn- aði í innsta kjarna hjarta míns. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu, elsku amma mín, og nú verð ég að byrja upp á nýtt og reyna að halda áfram án þín. Ég veit þú ert kominn á góðan stað og hugsunin um að þú sért nú loksins frjáls og hlaupandi um fögur engi veitir mér huggun því Guð einn veit að eftir allar þínar raunir áttu skilið að vera loksins kvalalaus og ham- ingjusöm. Guð geymi þig og varðveiti. Ég elska þig, ástin mín. Þín Thelma. Elsku amma Inga, við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Um hug okkar systkinanna fara ótal minningar um samskipti okkar á liðnum árum. Öll minnumst við heim- sóknanna í Keldulandið þar sem vöfflur og amerískar pönnsur biðu okkar krakkanna og við hámuðum í okkur af bestu lyst. Þótt sambandið okkar á milli hafi dvínað á unglingsárum okkar eins og svo oft vill verða þá erum við þakklát fyrir að samskiptin hafi aukist til muna á seinni árum, sérstaklega eftir að þú fluttir heim til pabba og Lindu í litlu fallegu íbúðina. Þar leið þér vel. Það er óhætt að segja að þú hafir verið stálminnug, hafsjór af upplýs- ingum og haft sterkar skoðanir á hlutunum. Það má því segja að kaffi- spjöllin okkar hafi oft endað á því að vera sammála um að vera ósammála. Helgin sem við áttum saman nú fyrir stuttu heima hjá pabba, þegar pabbi og Linda fóru utan, er okkur minnisstæð en þar vorum við systk- inin öll samankomin ásamt Kristófer og Mikael langömmubörnunum. Þá var spilað og hlegið og sast þú með okkur langt fram eftir kvöldi og tókst þátt í gríni og glensi. Ekki grunaði okkur að það væri okkar kveðju- stund, en það er ljúf minning. Takk elsku amma fyrir allar stundirnar, við vitum að það verður tekið vel á móti þér. Hvíl í friði. Geirþrúður, Guðmunda Áslaug og Magnús Bjarni. Nú hefur þú kvatt okkur, elsku amma Inga. Það verður skrítið að geta ekki lengur komið til þín á hverjum degi, þannig hefur það verið síðastliðin tvö ár sem þú hefur átt heima í íbúðinni niðri hjá okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Englarnir gæti þín, elsku amma Inga. Hólmfríður Sara og Guðrún Silja. Í kirkjubókum Dýrafjarðarþinga er með hendi föður míns skráð hjónavígsla Ólafs Helga Kristjáns- sonar frá Þambárvöllum í Bitru og Sólveigar Kristjánsdóttur frá Tröð í Önundarfirði hinn 7. júní 1941. Hjónavígslan fór fram í Reykjavík og svaramenn voru Daníel Ágúst- ínusarson erindreki og Þórarinn Þorfinnsson, bóndi á Spóastöðum. Í næsta bil fyrir ofan, fáum dögum fyrr, er skráð vígsla Valdimars Kristinssonar og Áslaugar Sólbjart- ar Jensdóttur en í hinu næsta á eftir vígsla Jóns Ingibjarts Zóphoníasar- sonar og Svövu Ólafsdóttur Thor- oddsen. Prestsverkin vann faðir minn, sr. Eiríkur Júlíus Eiríksson, en nokkru ofar er skráð hjónaband hans og Sigríðar Kristínar Jónsdótt- ur. Nú er Áslaug ein eftir. Svo lengi sem fæðingar voru færðar í kirkju- bókina eða til 1952 eru skráð 17 börn þessara fernu foreldra á Núpi í Dýrafirði. Voru þá enn mörg ófædd. Héraðsskólarnir voru menningar- hús þessa tíma. Þeir voru miðstöðv- ar menntunar, íþrótta, framboðs- funda, leiksýninga, kvikmynda, dans, æsku og gleði. Þeir leiddu saman fólk í blóma lífsins, bernsku- Ólafur Helgi Kristjánsson ✝ Ólafur HelgiKristjánsson, fyrrverandi skóla- stjóri Reykjaskóla í Hrútafirði, fæddist á Þambárvöllum í Bitrufirði, Stranda- sýslu, þann 11. des- ember 1913. Hann andaðist á Vífils- stöðum 5. apríl síðast- liðinn. Útför Ólafs fór fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi 17. apríl 2009. Meira: mbl.is/minningar og æskuspor þessa barnahóps, hvers okk- ar um annarra dyr og foreldranna, eru og verða sjóður minninga sem við göngum í til hinsta dags. Björn Guðmunds- son var að láta af störfum um þessar mundir og það voru kynslóðaskipti. Þeir bræður Valdimar og Haukur voru teknir við búinu á Núpsbæn- um. Sólveig og Ólafur hófu búskapinn í einu eða tveimur herbergjum á jarðhæð skólahússins, vestan við sundlaugina. Þar kom ég fyrst, ef til er það fyrsta minning lífs míns, og ég var þar heimagangur upp frá því við hlýju og þolinmæði allt til þess að þau tóku við skól- anum að Reykjum 1956. Áður höfðu þau flust á neðri hæð ytri viðbygg- ingarinnar við skólann. Þótt þar væri eitthvað rýmra verður sá að- búnaður að flokkast við ystu mörk hins boðlega. Snyrtimennska, reglu- semi og smekkvísi var Sólveigu og Ólafi hins vegar með þeim hætti svo eðlileg að alltaf var bjart og vítt til veggja hvar sem þau lögðu hug sinn og hendur við. Leiksvæði okkar Kristjáns var oftar en ekki í áheyrn- arfjarlægð frá eldhúsglugga Sól- veigar. Margt tárið strauk hún af hvarmi, snjó af peysu og stígvéla- fylli lítilla fóta og ýmissa efna fékk viðeigandi meðferð. Þau hjón hlúðu að mörgu lífi um dagana. Það var ekki talið eftir né til endurgjalds metið. Mæður okkar Kristjáns gengu til sama fjóss og hlöðu, Sólveig og feð- ur okkar til kennslustofanna og þar dugði nú ekkert „elsku mamma“. Þeir Eiríkur og Ólafur voru agans menn. Að öðru leyti voru þeir ólíkir. Sr. Eiríkur var ekki búmaður eða búreikninga. Honum hefði orðið skólastjórabrautin þyrnótt leið án Ólafs og síðar Arngríms. Það var gæfa hans og um leið fjölskyldu okkar að eiga hann og Sólveigu að á þessum árum. Ég hygg þó að Ólafur hafi fyrst notið sín til fulls þegar hann varð sinn eigin herra að Reykjum. Ekki svo að skilja að hann sæktist eftir herradæmi. Þjónusta væri nær lagi. Þjónusta við sam- félagið og alla aðra en sjálfan sig. Slíkra manna er gott að minnast. Aðalsteinn Eiríksson. Kveðja frá útskriftarnemendum 1957 Þegar við settumst í Reykjaskóla haustið 1956 var þar nýr skólastjóri, Ólafur H. Kristjánsson. Við vissum að hann hóf sinn námsferil í Reykja- skóla, og hafði verið kennari á Núpsskóla síðustu 17 ár. Við komum með tilhlökkun, kannski kvíða, ung- menni víða að, með óskráða framtíð. Okkur bauð velkomin lágvaxinn, kvikur maður með skarpa andlits- drætti og ákveðna framkomu. Mað- ur sem vissi hvað hann vildi og hafði sett sér markmið. Og markmiðið var að koma þess- um ólíka ungmennahóp til nokkurs þroska. Skólastjórinn hélt uppi miklum aga, hann kenndi okkur að hefðum við ekki stjórn á sjálfum okkur, sýndum öðrum virðingu og tækjum tillit til umhverfis okkar værum við ekki í stakk búin að takast á við lífið. En agi hans var agi sanngirni, virðingar og trausts. Stundum urðu augu hans hvöss, skutu gneistum þegar honum var misboðið, en stundum brosmild og full hlýju. Við fundum það þá og jafnvel enn betur síðar, hversu honum var annt um okkur, nemendur sína, og vildi búa okkur sem best undir framtíðina, ferðina til þess ókunna. Og nú hefur Ólafur skólastjóri farið í sína síðustu óvissuferð, gam- all maður með mikla lífsreynslu og farsælt ævistarf að baki. Reykja- skóli reis hæst meðan hann var við stjórnvölinn og margir eiga góðar minningar þaðan. Við sem vorum fyrsti nemenda- hópurinn sem Ólafur H. Kristjáns- son útskrifaði frá Reykjaskóla minnumst með hlýju og þakklæti þessa eina vetrar. Við vottum að- standendum hans samúð og vitum að minning um góðan mann fölnar aldrei. F.h. útskriftarnemenda Reykja- skóla 1957, Guðmundur R. Jóhannsson. Árgangurinn sem lauk 3. bekk Reykjaskóla vorið 1964 var í sér- stökum metum hjá Ólafi skólastjóra. Við höldum að það hafi verið vegna þess að við vorum þæg og dugleg að læra en hvort tveggja mat Ólafur mikils. Það kom þó fyrir að hann þurfti að minna okkur á skólaregl- urnar. Reykjaskóli hafði um skeið átt í erfiðleikum þegar Ólafur tók við skólastjórn. Það gæti skýrt þá áherslu sem hann lagði á aga og reglu og metnað hans að skólinn stæðist samjöfnuð við aðra héraðs- skóla þannig að nemendur yrðu vel undir framhaldsnám búnir. Þessu marki hafði hann náð þegar við komum í skólann. Skólalífið var þó fleira en nám og agi. Skólinn var heimili okkar og Ólafur og Sólveig héldu þar uppi menningarlegum og þroskandi heimilisbrag. Ólafur las okkur hús- lestra sem allir höfðu að markmiði að innræta okkur virðingu fyrir þeim gildum sem hann virti sjálfur, svo sem heiðarleika og orðheldni. Minnisvert er þegar hann las fyr- irlestur Magnúsar Helgasonar um Signýjar-hárið sem enginn slítur sem heitið hefur að virða það. Eins er minnisstæð hugvekja hans á skólahátíð þegar hann lagði út af sögunni af Velvakanda og bræðrum hans. Allir leggja saman og hver bætir annan upp. Við þessi skilyrði tengdust nem- endur ævilöngum tryggðarböndum. Það má segja að Ólafur og Sólveig hafi gengið okkur í foreldra stað á námstímanum. Okkur var kennt að taka þátt í heimilisstörfum og ekki spurt um kynferði þegar átti að ganga frá eftir máltíðir eða frá þvotti og annast dagleg þrif á skóla- húsinu. Félagslífið var hluti af heim- ilislífinu og þar hvatti Ólafur okkur með ráðum og dáð. Við héldum mál- fundi, kvöldvökur og skólahljóm- sveitir léku fyrir dansi. Árshátíðir voru haldnar, sett upp leikrit og nemendur gáfu út skólablað. Ólafur var áhugasamur um að halda uppi öflugu íþróttalífi og beitti sér fyrir byggingu og nýtingu ágætra íþróttamannvirkja. Á þess- um tíma fór árlega fram frjáls- íþróttakeppni milli héraðsskólanna, „Keppni úr fjarlægð“ þar sem Ólafi var metnaðarmál að Reykjaskóli væri í fremstu röð. Auk keppni í frjálsum íþróttum innanhúss, körfu- bolta, knattspyrnu og sundi fór hann með okkur í langar gönguferð- ir. Á hverjum degi skyldu allir sem heilsu höfðu sinna útivist í sérstök- um útivistartímum sem sumir nýttu reyndar til fleiri verka en Ólafur ætlaðist til. Eins og fram hefur komið fannst okkur árgangurinn okkar vera í sér- stöku dálæti hjá Ólafi. Við nutum trausts og fengum frjálsar hendur um margt. Við reyndum líka að bregðast ekki þessu trausti enda bundust mörg okkar vináttuböndum við Sólveigu og Ólaf sem entust langt út fyrir skólavistina. Við bekkjarsystkinin erum svo lánsöm að vera enn öll á lífi. Eftir dvölina á Reykjaskóla fórum við hvert í sína átt en getum nú leitt hugann að því hvaða fólk hefur helst átt þátt í að koma okkur til manns. Þar getum við áreiðanlega orðið sammála um að Ólafur og Sólveig komu mjög við sögu, hvort með sín- um hætti. Þegar við kveðjum Ólaf H. Kristjánsson, minnumst við hans og þeirra hjóna beggja með virðingu og þakklæti. F.h. Lands- og gagnfræðaprófs- árgangsins frá Reykjaskóla 1964, Gunnar Frímannsson og Kristín Indriðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.