Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Elsku amma mín. Þær eru ekki fáar minningarnar sem skjótast upp í huga minn þegar ég rita þessi orð. Ég var svo lánsamur að fá að dveljast hjá ykkur afa vestur á Flateyri þegar ég var ungur. Fyrir þann tíma er ég mjög þakklátur enda hafði ég mikið gaman af og sótti mik- ið í það. Það er mér mjög minnistætt hversu þægileg og góð amma þú varst alltaf, og hversu heppin við vor- um að eiga þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo létt og skemmtileg og hugs- aðir vel um okkur. Til dæmis fékk maður alltaf kvöldkaffi á Grundar- stígnum en það gerði mikið fyrir litla orku, dapra kroppa þegar dagur var að kveldi kominn. Mér fannst alltaf svo merkilegt hvaða göldrum þú varst gædd þegar kom að hannyrð- um og annarri handavinnu. Þeir voru ófáir treflarnir, vettlingarnir, húf- urnar og allt það sem þú gerðir og gafst okkur í gegnum árin. Þú átt stóran sess á jólunum hjá mér og það er óþægilegt að vita til þess að hitta þig ekkert um næstu jól. Því við hitt- umst jú alltaf bæði á aðfangadag (í hinu árlega boði Guðrúnar) sem og í hangiketinu á Borgarveginum. En náttúran hefur sinn gang og það já- kvæða og góða í þessu öllu er að núna ert þú komin til hans afa. Vertu blessuð, kæra amma mín. Ég mun aldrei gleyma þér, aldrei! Atli Rúnar Mánudaginn 6. apríl sagði mamma mér að þú, elsku Ninna amma, myndir brátt kveðja þetta svokallaða jarðneska líf. Það tók mig ekki lang- an tíma að ákveða að drífa mig suður með foreldrum mínum svo ég fengi tækifæri til að ná að segja þér að ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem ömmu og allt sem þú hefur gert fyrir mig er með öllu ómetanlegt. Ég átti mitt annað heimili hjá ykkur afa þegar þið bjugguð á Flateyri. Ég veit ekki hversu margar pönnukökur þú bakaðir ofan í mig og vini mína, sem Guðfinna Petrína Hinriksdóttir ✝ Guðfinna PetrínaHinriksdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 20. febrúar 1920. Hún lést á Elli- og dval- arheimilinu Grund 8. apríl síðastliðinn. Útför Guðfinnu fer fram í Grafarvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ég dró yfirleitt með mér til að sýna hversu frábæra ömmu ég átti, og veit ég það að allir þeir sem fengu að prufa pönnukökurnar á Grundarstíg 2 urðu ekki sviknir af þeim gæðum sem voru borin á borð fyrir okkur. En þú gerðir nú meira en að elda ofan í mig og dekra á einn eða annan hátt, þú nefnilega lést mig alveg heyra það ef ég gerði eitthvað sem mátti ekki gera og passaðir upp á það að ég lærði hina hefðbundnu manna- siði og að vera góður og sanngjarn við alla í kringum mig. Ekki það að ég telji mig alltaf hafa uppfyllt þess- ar lífsreglur, en ég reyni samt af mesta megni að lifa samkvæmt því sem þú hefur kennt mér, amma mín. Það að þú sért nú farin frá okkur á ég í raun erfitt með að sætta mig við, mér fannst einhvern veginn eins og þessi dagur myndi aldrei renna upp þó svo að auðvitað vissi ég að það væri óhjákvæmilegt. Þess vegna er ég svo þakklátur fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér í seinasta sinn og finna hitann frá henni og fá að fella nokkur tár áður en þú færir fyrir fullt og allt. Allar góðu stund- irnar rifjast að sjálfsögðu upp, þegar þú dansaðir við mig Óla Skans í eld- húsinu heima hjá þér, allar kvöld- stundirnar sem þú sagðir mér sög- una um Búkollu og já stundum Gilitrutt. Ég man að einu sinni bað ég þig um að búa til einhverja sögu og að sjálfsögðu gerðirðu það þá bara. Þú varst besta sögukona í heiminum og söngst einnig oft vísurnar um hann Gutta litla og margar aðrar vís- ur. Þessi tími var eins og ég segi ómetanlegur og vildi ég að ég hefði sagt þér það oftar, elsku amma mín. Sonur minn, hann Daði Snær, var aldeilis hrifinn af því að fá að koma í heimsókn og róta í öllu handavinnu- dótinu þínu og oftar en ekki fékk hann líka súkkulaðibita og piparkök- ur þar sem þú gast nú aldrei setið á þér að bjóða honum nammi eða ein- hver sætindi. Ég er þakklátur fyrir það að hann fékk að hitta þig og eiga þig sem langömmu og veit ég að hann er það líka þó svo að hann sé nú bara rétt rúmlega tveggja ára. Elsku amma mín, nú kom að því að ég get ekki lengur farið í heimsókn til þín og spjallað við þig um gamla og góða tíma. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, takk fyrir pönnu- kökurnar, takk fyrir sögurnar og vísnasönginn, takk fyrir lífsreglurn- ar, takk fyrir að vera svona góð við mig, takk fyrir mig, elsku Ninna amma mín. Grétar Örn Eiríksson. Mig langar í örfáum orðum að minnast Ninnu ömmu minnar sem jarðsett er í dag. Mínar fyrstu og kærustu minningar tengjast yndis- legri ömmu minni. Meðal minna fyrstu minninga eru jólin með mömmu, pabba, ömmu, afa, lang- ömmu, Helga frænda og móður- bræðrum mínum, öll sumrin í faðmi stórfjölskyldunnar, umvafin frænd- um og frænkum á Flateyri. Yndis- legri æsku var ekki hægt að óska sér og amma og afi voru þar í einu af að- alhlutverkunum. Amma var einstaklega gestrisin, ég held að öllum þeim sem áttu leið um Flateyri hafi verið boðið í kaffi og spádóm á Grundarstígnum. Hún var mikil hannyrðakona alla tíð og það voru ófáar kennslustundirnar í hann- yrðum þar sem mér voru ekki bara kenndar hannyrðir heldur einnig þolinmæði sem var af skornum skammti hjá mér í æsku. Heimsóknirnar í Hveragerði og seinna á Grund, með langömmubörn- in, voru einnig yndislegar, amma sagði okkur af síðustu íþróttaafrek- um sínum, en hún stundaði allt það félagsstarf sem til boða stóð, hún var í leikfimi, boccia, pútti, spilaði vist og föndraði, svo fátt eitt sé nefnt. Amma hefur verið mín fyrirmynd í afskaplega mörgu, hún var ekki allt- af við góða heilsu en barðist ætíð fyr- ir því að komast á fætur á ný. Hún átti yndislega ævi með afa og var hjónaband þeirra til fyrirmyndar þar sem báðir einstaklingar fengu að njóta sín til fulls. Á fullorðinsárum lifði hún innihaldsríku lífi þar sem gleði og umhyggja til samferðafólks var henni efst í huga. Amma bjó síðustu 13 árin á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þar var einstaklega vel hugsað um hana og vil ég þakka starfsfólki Grundar inni- lega fyrir þá umönnun. Ég á eftir að sakna yndislegrar ömmu minnar afskaplega mikið en er á sama tíma þakklát fyrir að hafa átt rúm 40 ár með henni. Elsku mamma, Hinrik, Eiríkur og Guðbjartur, miss- ir okkar allra er mikill, en minningin um yndislega konu lifir með okkur. Karólína Júlíusdóttir. Elsku langamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við elskum þig og söknum þín mjög mikið. Þú verður alltaf í hjarta okkar og við sjáumst svo næst við hliðið og vonum að þú takir á móti okkur öllum þar. Takk fyrir allt. Júlíus Arnar og Guðrún Ósk. Elsku Ninna mín, þegar þú kvadd- ir þennan heim og vitjaðir nýrra heimkynna undir laginu „Hærra minn Guð til þín“ þá fann ég hvað þú hefur verið stór þáttur í lífi mínu alla tíð og það er erfitt að hugsa um að þín njóti ekki lengur við hérna megin en þú verður alltaf ljós í lífi mínu. Margar minningar á ég um þig og hann Greip og hafa þær verið að rifj- ast upp fyrir mér síðustu dagana og allar eru þær svo ljúfar og góðar og ylja mér um hjartarætur. Margar minningar á ég frá Flat- eyri og sérstaklega ef ég meiddi mig, ekki ófá skiptin það, þá var bara best að fara strax yfir til Ninnu og láta hana þrífa mölina og malbikið úr sár- unum því mamma sendi mig hvort eða er yfir til hennar. Einnig er of- arlega í minningunni salan á Vikunni og að vera í búðinni hjá Greipi, en þar gat ég endalaust raðað í hillur, í kæl- inn og viktað ávexti í poka og þegar ég stækkaði fékk ég að afgreiða og sjá svo um búðina þegar þið fóruð í frí. Ég man hvað fyrstu jólin eftir að þið fluttuð í Hveragerði voru skrítin og erfið fyrir okkur mömmu og pabba á Flateyri og það var eitthvað svo tómlegt að hafa ykkur ekki hjá okkur og reyndist það örugglega líka erfitt fyrir Eirík, Gullu og strákana, en við reyndum að aðlagast nýjum háttum. Eftir að þið fluttuð suður þá feng- uð þið oft far með mér vestur í sum- arfríinu mínu og minnist ég þeirra ferða oft þegar ég ferðast því þær eru algjörir gullmolar í minningum mínum. Hvað við skemmtum okkur vel í þeim ferðum. Þú sast frammí með veskið þitt og fullt af öðru dóti og Greipur í aftursætinu . Alltaf stoppuðum við í fjörunni á Ströndum og borðuðum nestið okkar á rekavið- ardrumbum og á heimleiðinni borð- uðum við harðfiskinn í Hvalfirðinum. Já, þetta voru mínar bestu stundir með ykkur. Ófáar ferðirnar fórum við heilaga þrenningin með þér, það er 3 Guð- rúnar, mamma, ég og Guðrún þín, í Kringluna og þá var skylda að fara á kaffihús og sitja og skoða mannlífið en það fannst þér alltaf gaman og ófáa þekktir þú á þessum ferðum okkar. Ekki síðra fannst mér þó að sitja á Cafe Grund og fá sér kaffi og nammi úr hananum góða og fá spá- dóm. Já og áramótaspádómurinn, en það var fastur liður eftir miðnætti að láta spá fyrir sér og Svana systir sem drekkur ekki kaffi, bara spádóms- kaffi og er snögg að því. Manstu hvernig við gátum alltaf vitað hver átti hvaða bolla, mamma þennan með miklu fréttunum í, Svana þann með næst mestu fréttirnar og svo ég þennan sem var næstum því tómur og alltaf gátum við nú hlegið að því. Já, það er margs að minnast, þakka og sakna en ég veit að þú hefð- ir ekki verið sátt að vera á sjúkra- deild svo þinn tími var kominn og ég vil bara þakka þér fyrir allar okkur góðu stundir sem við höfum átt sam- an. Það er leitun að svona góðri konu eins og þú varst Ninna mín og for- réttindi að hafa fengið að alast upp og eiga þig að bestu vinkonu. Hvíl í friði og góður Guð blessi þig. Þín, Guðrún Halla Benjamínsdóttir. Það voru forréttindi að alast upp við þær aðstæður sem við systurnar gerðum. Sigga amma bjó á neðri hæðinni, Guðrún amma í næsta húsi, Haddi föðurbróðir og Gróa í þar- næsta húsi og síðan Ninna og Greip- ur í því fjórða. Ninna, Guðfinna Hin- riksdóttir, var föðursystir okkar og viljum við minnast hennar í þessari grein. Minningar um ánægjustundir „fyrir handan“ hjá Ninnu og Greip eru margar en í huganum voru þau ávallt sem eitt. Alltaf þessi hlýja og góðmennska sem þeim fylgdi. Það var himnesk sæla að sitja í eldhúsinu hjá Ninnu með dísætt te. Brjóta te- kex út í og veiða síðan herlegheitin upp í sig með teskeið. Eða fá kennslustund í því hvernig maður ætti að þvo sér um hendurnar, það átti sko ekki að láta vatnið renna á sápuna allan tímann. Jú, eða fletta Andrésblöðunum með strákunum í hádeginu eða þvo netabolinn hans Greips í vaskinum og skola hann svo aftur og aftur. Þetta voru hreint dásamlegir tímar. Ninna og mamma voru duglegar að skoða mataruppskriftir og voru sérfræðingar í að panta úr þýskum vörulistum. Það voru ótrúlegustu hlutir sem komu upp úr kössunum sem jafnan var beðið eftir með mikilli óþreyju. Hannyrðir, hvaða nafni sem þær nefndust, voru þeirra líf og yndi og liggur ógrynni af meistaraverkum þeirra eftir á heimilum landsmanna. Þær voru ófáar stundirnar sem við munum eftir þeim í eldhúsinu hvor hjá annarri, spjallandi um prjóna- skapinn yfir kaffibolla á meðan mamma setti rúllur í hárið á Ninnu. Tilhlökkun og spenna jólanna voru nátengd Ninnu og hennar fjölskyldu. Guðrún, Júlli, Karó og öll hin að koma vestur fyrir jólin. Allt þetta fólk boðaði jólin fyrir okkur systur og hápunkturinn var að fara yfir til Ninnu þegar búið var að taka upp pakkana á aðfangadagskvöld. Oft var biðin erfið hjá litlum stúlkum sem hlupu svo yfir til að sýna og segja frá því sem í pökkunum hafði verið. Ein minning stendur upp úr hvað þetta varðar: Sigga og Guðrún svipta upp um sig kjólunum og hrópa, um leið og þær koma inn úr dyrunum: „Greipur, sjáðu hvað við erum fínar.“ Þarna voru þær að sýna honum undirkjóla sem voru svo flottir að allir urðu að sjá. Eftir að Ninna og Greipur fluttu í Hveragerði voru ófáir bíltúrarnir farnir þangað og síðar á „Kaffi Grund“ eins og við systur kölluðum heimili þeirra á Grund. Ninna var fræg fyrir að spá í bolla og létu sumir sig hafa það að drekka kaffi til að fá spádóm. Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum þessa „heilögu“ hefð sem spádómnum fylgdi og bíða síðan í spenningi eftir spádómslestri Ninnu. Í dag kveðjum við Ninnu hinstu kveðju með virðingu og hlýju í hug og hjarta. Ótal minningabrot sem þessi munu fylgja okkur systrum um góða daga með Ninnu sem var okkur alltaf sem önnur móðir. Elsku Guðrún, Hinrik, Eiríkur og Guðbjartur, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og biðjum guð að vera með ykkur og fjölskyldum ykkar. Það var okkur mikill heiður að fá að njóta handleiðslu þessarar mætu konu. Hvíli hún í friði. Svanhildur Erla, Guðrún Halla, Sigríður Kristín og Marsibil Petrína Benjamínsdætur. Elsku Ninna mín! Ég vil byrja á að þakka þér allar þær yndislegu stund- ir sem við og fjölskyldur okkar áttum saman í rúm 50 ár. Fyrst vestur á Flateyri við Önundarfjörð en hin síð- ari ár hér fyrir sunnan. Það var mér mikils virði hversu vel þú tókst á móti mér er ég flutti til Flateyrar, 19 ára gömul og hóf sambúð með honum Benna bróður þínum. Frá fyrstu kynnum tókst þú mér opnum örmum og gat ég alltaf leitað til þín. Margar ferðirnar fórum við saman fyrir vestan en minnisstæðust er mér þó ferðin frá Reykjavík til Húsavíkur sumarið 2003. Sú ferð er mér ógleymanleg fyrir hvað þú varst glöð og þakklát. Þú hafðir svo gaman af að hlusta á músíkina í bílnum og vera „diskasnúður“ eins og þú lést það heita. Ég mun oft minnast allra þeirra góðu stunda er við sátum og prjón- uðum, drukkum kaffi og spjölluðum saman á Grund. En Ninna mín, þú varst mér svo mikill vinur bæði í sorg og í gleði. Það fann ég best þegar ég gat leitað til ykkar Greips í minni miklu sorg. Þá reyndust þið mér, sem og endranær, sannir vinir. Það eru óteljandi minningar um okkar dásamlegu vináttu sem ég geymi í hjarta mér en læt þessar lín- ur duga. Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir samfylgdina og sendi börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð og góðir englar gæta þín. Þín vinkona Guðrún Kristjánsdóttir. Við kveðjum hana elsku Ninnu ömmu okkar í dag. Á þessu jarðríki er ekki hægt að finna lífsglaðari og ynd- islegri konu sem við eigum eftir að sakna mikið. Við sjáum þig fyrir okkur stíg- andi hamingjudans með Greip afa brosandi út að eyr- um. Við elskum þig ávallt, Greipur, Rafn, Anna og Guðmundur Leo. HINSTA KVEÐJA Rita Elise Bjarnarson ✝ Rita Elise Bjarn-arson fæddist í Frederikssund í Dan- mörku 12. júní 1924. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 11. apríl sl. Foreldrar hennar voru Ella Anna Jensen, f. 1891, og Henry Marius Jensen, f. 1890, veitinga- húsaeigendur í Frederikssund. Rita átti eina systur, Alice Grönborg, f. 1919. Eiginmaður Ritu var Björn Bjarn- arson, jarðræktarráðunautur, f. 14. maí 1918 á Sauðafelli í Dölum, d. 25. febrúar 1996. Börn þeirra eru 1) Ella Birgitta, sjúkraþjálfari, f. 24.7. 1947, gift Helga Torfasyni safnstjóra, f. 13.8. 1949, dótt- ir þeirra er Sunna Birna, f. 17.10. 1978, sambýlismaður Ásmundur Einar Daða- son og þeirra dætur Aðalheiður Ella og Júlía Hlín. 2) Sigrún, hjúkrunarfræð- ingur, f. 19.7. 1952, gift Ólafi Friðriks- syni, skipatæknifræðingi, f. 13.9. 1952, þau skildu. Þeirra börn eru a) Davíð Björn, f. 30.6. 1973, sambýliskona Stef- anía Guðný Þorgeirsdóttir, börn þeirra eru María Rut og Benjamín. b) Sara Margrét, f. 11.7. 1974, maki Pétur Sig- urjónsson, börn þeirra Elísa, Ólafur Þór og Viktor Orri. Seinni maður Magnús Böðvar Eyþórsson, véltæknifræðingur, f. 29.6. 1959, þau skildu. Þeirra sonur er Eyþór, f. 3.7. 1987. 3) Jón, læknir, f. 1.7. 1959, kvæntur Guðrúnu Soffíu Karlsdóttur, nemanda, f. 20.7. 1957. Synir Guðrúnar eru Karl, f. 11.5. 1977, sonur hans er Tristan. Magnús, f. 13.9. 1980. Börn Guðrúnar og Jóns eru Soffía, f. 18.11. 1985, Björn, f. 18.5. 1990, Steinar, f. 28.2. 1993. Rita ólst upp í Frederikssund. Lauk sveinsprófi í hárgreiðslu í Kaupmanna- höfn árið 1943. Hún vann við iðn sína í Ringsted en þar kynntist hún Birni mannsefni sínu en hann starfaði þar að námi loknu við Kgl. Veterinær og Landbohöjskolen, þar sem hann komst ekki til Íslands vegna seinni heimsstyrj- aldarinnar. Rita og Björn giftust 5. maí 1946. Fluttust til Íslands sama ár. Þau bjuggu lengst af á Hagamel 34. Rita vann við hárgreiðslu fyrstu árin eftir að hún fluttist til Íslands. Rita var einn af stofnfélögum Dansk Kvindeklub og sat þar í stjórn um tíma. Útför Ritu fór að hennar ósk fram í kyrrþey í Fossvogskapellu hinn 17. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.