Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 SKÁTAR halda sumardaginn fyrsta hátíðleg- an um allt land í dag. Í Reykjavík gleðjast skátar með sínum hverfisbúum á sex stöðum í borginni. Dagskráin hefst upp úr hádegi í flestum hverfum og verður boðið upp á alls konar leiktæki, sýningar og tónlistar- atriði. Í kvöld verður svo grill- veisla og kvöldvaka á ylströnd- inni í Nauthólsvík. Skátagleði á sum- ardaginn fyrsta FULLTRÚAR Tryggingastofnunar áttu nýverið fund með norrænum kollegum sínum. Á fundinum var lögð áhersla á eftirlit með bóta- og tryggingasvikum. Þeir sem fundinn sátu voru sammála um nauðsyn þess að vekja ráðamenn og almenn- ing til umhugsunar um hættuna sem stafar af svikum. Tryggingasvik Á LAUGARDAG nk. kl. 14 verður efnt til göngu um Gálgahraun. Gangan leggur af stað frá mótum Álftanesvegar og Hraunahverfis. Á göngunni mun Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helga Ófeigskirkju, álfaklett sem stendur í vegstæði fyrirhugaðs Álftanes- vegar. Þá mun Háskólakórinn syngja og leiða fjöldasöng. Að því búnu gengur Jónatan Garðarsson um svæðið og lýsir fornum þjóð- leiðum, fornminjum og álfaklettum. Helgar Ófeigskirkju ÍSLANDSBANKI og Fljótsdals- hérað hafa gert með sér samning um að Íslandsbanki fjármagni end- urbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir því að nýja byggingin verði rúmir 4.000 fermetrar að stærð. Þá verður jafn- framt unnið að endurbótum á eldri hluta skólans samhliða nýbygging- unni. Gert er ráð fyrir að verkefn- inu ljúki á næsta ári en þá mun skólinn hafa á að skipa heildarrými upp á tæplega 7.000 fermetra. Hús Búið er að fjármagna skólann. Íslandsbanki fjármagnar skóla FORVARNARNEFND Hafn- arfjarðar stóð nýlega fyrir könnun á sölu tóbaks til unglinga. Tveir 15 ára útsendarar nefndarinnar fóru inn á alla sölustaði tóbaks í Hafn- arfirði, utan vínveitingastaða, og gátu keypt tóbak á 12 af þeim 20 stöðum sem kannaðir voru. Unglingar og tóbak STUTT FRAMKVÆMDIR við Suður- strandarveg, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar, hafa gengið vonum framar í vetur. Verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, er langt á undan áætlun. Ef verkefnastaða fyrirtæk- isins breytist ekki mikið reikna menn jafnvel með að vegarkaflinn verði tilbúinn í september í haust, segir á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt útboði átti hluti veg- arins að vera tilbúinn á næsta ári og verkinu að vera að fullu lokið árið 2011. Verktakinn vinnur alla daga, frá klukkan 7 til 20. Unnið er í 7 daga og 7 dagar í fríi þannig að verktaki er með tvö gengi, sem skiptast á að vinna og vera í fríi. Eftir er að ljúka kaflanum frá Krýsuvíkurvegi til Grindavíkur en hugsanlega verður hann boðinn út í ár. Samgöngur milli Suðurlands og Suðurnesja munu stórbatna, þegar framkvæmdinni lýkur. sisi@mbl.is Suðurstrandarveg- ur á undan áætlun Ljósmynd/Vegagerðin Vegagerðin gengur vel Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum í hrauninu milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur. Unnið er við verkið alla daga vikunnar. Verður jafnvel tilbúinn í september LANCÔME KYNNING Í LYF OG HEILSU KRINGLU 24. – 28. APRÍL Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur: - Snyrtibudda - Rénergie Morpholift næturkrem 15 ml - Rénergie Morpholift augnkrem 5 ml - Bi-Facil augnhreinsir 30 ml - Hypnôse maskari 2 ml - Andlitsvatn 50 ml - Baume Éclat – Balm to oil - hreinsir Verðmæti kaupauka 11.000 Einnig aðrar gerðir kaupauka * G ild ir m eð an bi rg ði r en da st á ky nn in gu nn i. G ild ir ek ki m eð 2 bl ýö nt um eð a B oc ag e. A ðe in s ei nn ka up au ki á vi ðs ki pt av in . TROPIQUES MINÉRALE Fyrstu náttúrulegu sólarpúðrin með „Ochres” frá Lancôme.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.