Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 19

Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 SKÁTAR halda sumardaginn fyrsta hátíðleg- an um allt land í dag. Í Reykjavík gleðjast skátar með sínum hverfisbúum á sex stöðum í borginni. Dagskráin hefst upp úr hádegi í flestum hverfum og verður boðið upp á alls konar leiktæki, sýningar og tónlistar- atriði. Í kvöld verður svo grill- veisla og kvöldvaka á ylströnd- inni í Nauthólsvík. Skátagleði á sum- ardaginn fyrsta FULLTRÚAR Tryggingastofnunar áttu nýverið fund með norrænum kollegum sínum. Á fundinum var lögð áhersla á eftirlit með bóta- og tryggingasvikum. Þeir sem fundinn sátu voru sammála um nauðsyn þess að vekja ráðamenn og almenn- ing til umhugsunar um hættuna sem stafar af svikum. Tryggingasvik Á LAUGARDAG nk. kl. 14 verður efnt til göngu um Gálgahraun. Gangan leggur af stað frá mótum Álftanesvegar og Hraunahverfis. Á göngunni mun Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helga Ófeigskirkju, álfaklett sem stendur í vegstæði fyrirhugaðs Álftanes- vegar. Þá mun Háskólakórinn syngja og leiða fjöldasöng. Að því búnu gengur Jónatan Garðarsson um svæðið og lýsir fornum þjóð- leiðum, fornminjum og álfaklettum. Helgar Ófeigskirkju ÍSLANDSBANKI og Fljótsdals- hérað hafa gert með sér samning um að Íslandsbanki fjármagni end- urbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir því að nýja byggingin verði rúmir 4.000 fermetrar að stærð. Þá verður jafn- framt unnið að endurbótum á eldri hluta skólans samhliða nýbygging- unni. Gert er ráð fyrir að verkefn- inu ljúki á næsta ári en þá mun skólinn hafa á að skipa heildarrými upp á tæplega 7.000 fermetra. Hús Búið er að fjármagna skólann. Íslandsbanki fjármagnar skóla FORVARNARNEFND Hafn- arfjarðar stóð nýlega fyrir könnun á sölu tóbaks til unglinga. Tveir 15 ára útsendarar nefndarinnar fóru inn á alla sölustaði tóbaks í Hafn- arfirði, utan vínveitingastaða, og gátu keypt tóbak á 12 af þeim 20 stöðum sem kannaðir voru. Unglingar og tóbak STUTT FRAMKVÆMDIR við Suður- strandarveg, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar, hafa gengið vonum framar í vetur. Verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, er langt á undan áætlun. Ef verkefnastaða fyrirtæk- isins breytist ekki mikið reikna menn jafnvel með að vegarkaflinn verði tilbúinn í september í haust, segir á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt útboði átti hluti veg- arins að vera tilbúinn á næsta ári og verkinu að vera að fullu lokið árið 2011. Verktakinn vinnur alla daga, frá klukkan 7 til 20. Unnið er í 7 daga og 7 dagar í fríi þannig að verktaki er með tvö gengi, sem skiptast á að vinna og vera í fríi. Eftir er að ljúka kaflanum frá Krýsuvíkurvegi til Grindavíkur en hugsanlega verður hann boðinn út í ár. Samgöngur milli Suðurlands og Suðurnesja munu stórbatna, þegar framkvæmdinni lýkur. sisi@mbl.is Suðurstrandarveg- ur á undan áætlun Ljósmynd/Vegagerðin Vegagerðin gengur vel Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum í hrauninu milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur. Unnið er við verkið alla daga vikunnar. Verður jafnvel tilbúinn í september LANCÔME KYNNING Í LYF OG HEILSU KRINGLU 24. – 28. APRÍL Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur: - Snyrtibudda - Rénergie Morpholift næturkrem 15 ml - Rénergie Morpholift augnkrem 5 ml - Bi-Facil augnhreinsir 30 ml - Hypnôse maskari 2 ml - Andlitsvatn 50 ml - Baume Éclat – Balm to oil - hreinsir Verðmæti kaupauka 11.000 Einnig aðrar gerðir kaupauka * G ild ir m eð an bi rg ði r en da st á ky nn in gu nn i. G ild ir ek ki m eð 2 bl ýö nt um eð a B oc ag e. A ðe in s ei nn ka up au ki á vi ðs ki pt av in . TROPIQUES MINÉRALE Fyrstu náttúrulegu sólarpúðrin með „Ochres” frá Lancôme.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.