Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 50
50 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 YFIRVÖLD í Birmingham hyggj- ast gera borgina að miðstöð nú- tímaarkitektúrs í Bretlandi. „Við viljum að tíu af bestu arki- tektum samtím- ans starfi í Birm- ingham. Við erum þekkt sem næst-stærsta borg Bretlands og okkur líkar það ekki. Við er- um heimsborg,“ segir skipulags- stjóri borgarinnar í The Independ- ent, og bætir við að Birmingham eigi að verða þekkt fyrir end- urbygginguna. Fyrirhugað er að verja sex millj- örðum punda í byggingaverkefni á næstu árum. Fyrst í röðinni er bókasafn, sem á að verða það stærsta í Evrópu en hollensku arki- tektarnir Mecanoo hafa hannað bygginguna. Alls hafa 20 stór verkefni þegar verið teiknuð eða eru í skipulags- ferli, þar á meðal endurbætur á 89 skólum, lestarstöð, dómshús, íbúða- turnar og listamiðstöð. Vilja alla þá bestu Fjöldi stórra bygg- inga rís í Birmingham Fyrirhugað bóka- safn í Birmingham. GAGNRÝNANDI breska dagblaðs- ins The Times, Marcel Berlins, segir að Yrsa Sigurðardóttir eigi rétt á að skipa sér í fram- línu norrænna glæpasagnahöf- unda. Gagnrýnand- inn fjallaði í vik- unni um skáld- sögu Yrsu, Sér grefur gröf, sem heitir My Soul to Take í enskri þýðingu. Í stuttu máli rekur hann söguna, atburði sem lögfræðingurinn Þóra Guðmunds- dóttir blandast í á Snæfellsnesi. Í söguna blandast gamlir nasistar og beinafundur. Berlins segir Yrsu tak- ast afar vel að skapa þrúgandi and- rúmsloft og vekja reglulega spennu með lesandanum. Þrúgandi spenna Yrsa Sigurðardóttir Í DAG halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar kalla skemmtunina Vorvítamín. Kórfélagar, sem eru 110 talsins á þessari vorönn, halda tvenna tónleika, kl.14 og kl. 16. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar auk þess sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og uppákomur. Á tónleikunum verða m.a. flutt nokk- ur sumar- og ættjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með kórunum. Aðgangur er ókeypis og all- ir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið. Tónlist Hamrahlíðarkórar kalla á vorið Þorgerður Ingólfsdóttir NÚ í vikunni kemur út bókin Ástin á tímum ömmu og afa eft- ir Önnu Hinriksdóttur. Bókin byggist á ástarbréfum afa Önnu, Bjarna Jónassonar, til ömmu hennar Önnu Margrétar Sigurjónsdóttur, sem skrifuð voru á þriðja áratug síðustu ald- ar. Þá byggist bókin einnig á dagbókum Bjarna frá árunum 1909 til 1926. Í tilefni af útgáfu bókarinnar opnar Anna einnig sýningu kl. 16 í dag í samvinnu við bróður sinn, Bjarna Hinriksson myndlistarmann, í sýningarsal Málarans að Fornubúðum 8 við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Á sýningunni verða lífi og starfi Bjarna og Önnu gerð skil á margvíslegan hátt. Bókmenntir Ástin á tímum ömmu og afa Anna Hinriksdóttir STARFSEMI 101 Projects, áð- ur 101 Gallery, verður lögð niður um óákveðinn tíma vegna krappra aðstæðna í þjóðfélaginu, en vonandi verður opnað að nýju með betri tíð, að því er segir í til- kynningu frá aðstandendum gallerísins. Eigandi þess er Ingi- björg Pálmadóttir. „Það er ein- læg von okkar að starfsemin í 101 Projects hafi veitt gestum innblástur og að myndlistin megi halda áfram að vaxa og dafna á Íslandi, nú þegar þörfin er mest fyrir skapandi hugsun í samfélaginu,“ segir m.a. í tilkynningu sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Birta Guð- jónsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir skrifa undir. Myndlist 101 Projects lokað vegna aðstæðna Ingibjörg Pálmadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í TENGSLUM við alþjóðlegan dag bókarinnar og þýðendaþing, sem verður sett í Reykjavík á föstudag, stendur Rithöfundasamband Ís- lands í kvöld fyrir dagskrá í Iðnó er kallast Nýjabrumið í íslenskum bók- menntum. Þar koma fram níu höf- undar af yngri kynslóðinni, þau Kristín Svava Tómasdóttir, Kári Páll Óskarsson, Emil Hjörvar Pet- ersen, Arngrímur Vídalín, Sigurlín Bjargey Gísladóttir, Guðmundur Óskarsson, Bjarni Klemenz, Óttar Martin og Ófeigur Sigurðsson. Benedikt Hjartarson bókmennta- fræðingur mun flytja erindi um ís- lenskan nútímaskáldskap. „Ef maður rýnir í ljóðagerð yngri skálda upp á síðkastið, þá er ein- kennið ekki síst fjölbreytni og til- raunagleði,“ segir hann. „Fólk þreif- ar fyrir sér, sækir í ólíkar áttir.“ Benedikt segir ljóðagerð yngri skálda á margan hátt sundurleitari en oft áður og í því felst dýnamík. „Skáld líta í ólíkar áttir og sjá má ákveðna breytingu í því hvert sótt er í nýja erlenda strauma; landslagið hefur gjörbreyst með tilkomu nets- ins. Fólk hefur aðgang að ólíkara efni en oft hefur verið. Áður var upp- lifun á því nýja nokkuð bundið því hvað var að birtast í bókum og tíma- ritum.“ Benedikt segir að til að mynda megi sjá önnur viðhorf til tungu- málsins í verkum ungra skálda. „Í ljóðagerð er jafnvel verið að vinna með áhrif af nýjum fyrirbærum, eins og blogginu, og sjá má tilraunir til ljóðagerðar á brotinni íslensku.“ Fjölbreytt tilraunagleði  Skáld og rithöfundar af yngri kynslóðinni kynna verk sín í Iðnó í kvöld  „Sjá má tilraunir til ljóðagerðar á brotinni íslensku“ og áhrif frá bloggi Morgunblaðið/Einar Falur Arfleifð þjóðar „Vísast að önnur gildi verði fyrirferðarmeiri en á því Ís- landi sem núna er í rúst,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur. SÝNING á vatnslitamyndum eftir Hafstein Austmann listmálara verð- ur opnuð í Stúdíó Stafni í Ingólfs- stræti 6 klukkan 13 í dag. Myndirnar eru frá síðustu 14 árum. Tilefni sýn- ingarinnar er að Hafsteini hefur ver- ið boðið að taka þátt í sumarsýningu listamiðstöðvarinnar Dronninglund Art Center í Danmörku, ásamt 30 öðrum norrænum vatnslitamálurum sem á einn eða annan hátt hafa þótt skara fram úr í notkun vatnslita- tækninnar. „Þetta eru margir heimsfrægir menn sem sýna,“ segir Hafsteinn og hlær þegar hann er spurður um þátt- tökuna í Danmörku. Hann er ekki ókunnur því að sýna með samtök- unum Nordisk Akvarell, hefur sýnt víða með þeim í tvo áratugi, meðal annars í Amsterdam og í Mexíkó. „Ég hef verið með alls kyns til- raunastarfsemi í akvarellunni,“ segir Hafsteinn og bætir við að þetta sé mjög krefjandi miðill, enda gangi ekki nema um tíunda hver mynd upp. Hann er kröfuharður á útkom- una og afraksturinn er því ekki nema 10, 12 vatnslitamyndir á ári, sam- hliða verkum sem hann vinnur í olíu. Hafsteinn segir að það megi alveg líta á þátttöku sína á sýningunni í Danmörku sem eins konar afmæl- isfagnað, en hann verður 75 ára í opnunarmánuðinum, júlí. „Mér hefur síðan verið boðið að sýna í Gerðarsafni í Kópavogi á næsta ári, í öllu safninu,“ segir hann og segist hafa þegið boðið. Sýningin í Stúdíó Stafni er opin frá 13 til 17 daglega, til 3. maí. efi@mbl.is Mjög krefjandi miðill Morgunblaðið/RAX Hafsteinn Austmann Segist vera með allskyns tilraunastarfsemi. Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitaverk í Stúdíó Stafni Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur, 24. apríl kl. 19.30 Rússnesk veisla I Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Cedric Tiberghien Dímítrí Sjovstakovtsj: Hátíðarforleikur Dímítrí Sjovstakovtsj: Píanókonsert nr. 1 Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5 ■ Fimmtudagur, 30. apríl kl. 19.30 Rússnesk veisla II Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Natalia Gutman Dímítríj Sjostakovitsj: Ballettsvíta nr. 3 Dímítríj Sjostakovitsj: Sellókonsert nr. 1 Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 6 Ekki missa af frábæru tækifæri til að heyra rússneska tónlist túlkaða af mögnuðum listamönnum á heimsmælikvarða. Í tilefni af alþjóðlegum degi bók- arinnar hefur Hagstofan sent frá sér tölur um bókaútgáfu áranna 1999-2007. Árið 2007 komu 1.533 bókatitlar út hér á landi, eða 4,9 bækur á hverja 1.000 íbúa. Á síð- ustu árum hefur útgefnum bókum fækkað, um 153 síðan flestar bæk- ur komu út, árið 2000. Þá komu sex bækur út á hverja 1.000. Sjö af hverjum tíu bókum sem koma hér út eru íslensk höfund- arverk. Hlutur þýðinga jókst þó jafnt og þétt á árabilinu en sex af hverjum tíu þýddum bókum árið 2007 voru þýddar úr ensku. Sjö af hverjum tíu eru íslensk höfundarverk En vonandi mun þessi fullkomnun þroskast af honum... 53 » „MARGIR eru á því að annað Ís- land sé að koma upp úr kafinu um þessar mundir og þá er vísast að önnur gildi verði fyr- irferðarmeiri en á því Íslandi sem núna er í rúst,“ segir Pétur Gunnarsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, þeg- ar hann er spurður um hlutverk bókarinnar í dag. „Þá koma sterkt til álita þessi grundvallargildi íslenskrar menn- ingar, sem eru íslensk tunga og saga og þar af leiðandi íslenskar bókmenntir. Þessir undangengnu tímar, sem við erum að kveðja, hafa verið á miklum handahlaupum, en manni finnst ekki út í hött að þeir tímar sem fara í hönd verði íhug- unartímar. Bækur og lestur fá þá aukið vægi.“ – Nú er sjónum beint að aðal- hlutverki okkar á Bókakaupstefn- unni í Frankfurt árið 2011. „Þá gefst tækifæri til að sýna okkar RÉTTA andlit, þegar ís- lenskar bókmenntir verða í háveg- um. Og reyndar íslensk menning eins og hún leggur sig.“ Önnur gildi fyrirferð- armeiri Pétur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.