Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 1
Gleðilegt sumar Morgunblaðið/Kristinn F I M M T U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 108. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Veldu létt ... og mundu eftir ostur.is ostinum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 -2 3 8 8 Sérblað um atvinnulíf á suðurlandi fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðinu í dag «EITTSINNSKÁTI – ÁVALLTSKÁTI SKÁTAR ÁBERANDI Á SUMARDAGINN FYRSTA «SJÚKLEGASÆTUR ER ZAC EFRON NÆSTA KYNTÁKN? Framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátasjómanna gagn- rýnir fjárfestingar Gildis lífeyr- issjóðs í vogunarsjóðum. Varaformaður sjóðsins ver fjárfest- ingarnar og segir þær löglegar. VIÐSKIPTI Gagnrýna fjár- festingar Gildis Seðlabanki Evrópu situr uppi með 85 milljarða króna af ríkistryggð- um skuldabréfum. Skuldabréfin voru meðal þeirra eigna sem Landsbankinn lagði að veði fyrir lánum í evrum frá Seðlabanka Evr- ópu í gegnum Lúxemborg. Situr uppi með milljarða vegna LÍ FORSÆTISRÁÐHERRA skrifaði í gær formönnum stjórnmálaflokk- anna bréf þar sem lögð er til endur- skoðun á lögum um fjármál stjórn- málaflokkanna. Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál flokkanna, samtaka á þeirra vegum og frambjóðenda í prófkjörum frá því áður en lögin tóku gildi. Bréfið hefur ekki borist formönnunum og fæst efni þess ekki upplýst að öðru leyti. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, lýsti í viðtali við Zetuna á mbl. is á dögunum vilja til þess að Ríkisendurskoðun skoðaði sér- staklega tímabilið frá árinu 2000 til 2006, þegar nýju lögin tóku gildi. Formenn allra flokka sem eiga full- trúa á þingi lýstu vilja til þess að Ríkisendurskoðun skoðaði málið. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjördæmaþætti í Sjónvarpinu í gær- kvöldi að styrkir FL Group og Baugs hefðu ekki þótt háir miðað við það umhverfi sem þá var. Hann sagðist hafa fengið styrki frá 40 að- ilum í prófkjörsbaráttunni 2006. „Ég hef farið eftir öllum þeim reglum, sem um prófkjör fjalla,“ sagði Guð- laugur. Hann hefði aldrei hyglað neinu fyrirtæki og myndi ekki gera. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra lýsti þeirri skoðun sinni í sama þætti að kostnaður vegna prófkjörsbaráttu hefði farið úr böndunum. Ógn við lýðræðið „Í mínum huga er það ógn við lýð- ræðið og lýðræðislega skipan þegar sá möguleiki er nýttur að þeir sem eru fjársterkir og eiga hagsmuna að gæta, geti haft óeðlileg áhrif með því beinlínis að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokka með styrkjum,“ segir Sigurður Kristinsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Vill breytingar á lög- um um fjármál flokka Í HNOTSKURN »Guðlaugur Þór Þórðarson(D) og Steinunn Valdís Óskarsdóttir (S) fengu 2 millj- ónir frá FL Group og 2 millj- ónir frá Baugi vegna próf- kjörsbaráttu 2006. »Björn Ingi Hrafnsson (B)fékk 2 milljónir frá Baugi. Fyrirtækið styrkti amk. 18 frambjóðendur 2006, að því er fram kemur á vef DV.  Ógn við lýðræðið? | 14 Baugur og FL-Group styrktu prófkjörsbaráttu um milljónir RÓÐURINN hjá fyrir- tækjum hér á landi hefur þyngst mjög að und- anförnu, ef miðað er við upplýsingar frá Creditinfo um greiðslu- hegðun fyr- irtækjanna og upplýsingar þeim tengdar. Samkvæmt mælingum Credit- info er fjöldi fyrirtækja sem telj- ast í mestri áhættu nú um fjórfalt meiri en fyrir bankahrunið. Þá voru 2.612 fyrirtæki í þremur mestu áhættuflokkum Creditinfo en í dag telst fjöldinn vera 10.242. Greiðsluþrot er mest í bygging- arstarfsemi. | Viðskipti Fjórfalt fleiri í vanda Fyrirtæki í auknum mæli í erfiðleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.