Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 50

Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 50
50 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 YFIRVÖLD í Birmingham hyggj- ast gera borgina að miðstöð nú- tímaarkitektúrs í Bretlandi. „Við viljum að tíu af bestu arki- tektum samtím- ans starfi í Birm- ingham. Við erum þekkt sem næst-stærsta borg Bretlands og okkur líkar það ekki. Við er- um heimsborg,“ segir skipulags- stjóri borgarinnar í The Independ- ent, og bætir við að Birmingham eigi að verða þekkt fyrir end- urbygginguna. Fyrirhugað er að verja sex millj- örðum punda í byggingaverkefni á næstu árum. Fyrst í röðinni er bókasafn, sem á að verða það stærsta í Evrópu en hollensku arki- tektarnir Mecanoo hafa hannað bygginguna. Alls hafa 20 stór verkefni þegar verið teiknuð eða eru í skipulags- ferli, þar á meðal endurbætur á 89 skólum, lestarstöð, dómshús, íbúða- turnar og listamiðstöð. Vilja alla þá bestu Fjöldi stórra bygg- inga rís í Birmingham Fyrirhugað bóka- safn í Birmingham. GAGNRÝNANDI breska dagblaðs- ins The Times, Marcel Berlins, segir að Yrsa Sigurðardóttir eigi rétt á að skipa sér í fram- línu norrænna glæpasagnahöf- unda. Gagnrýnand- inn fjallaði í vik- unni um skáld- sögu Yrsu, Sér grefur gröf, sem heitir My Soul to Take í enskri þýðingu. Í stuttu máli rekur hann söguna, atburði sem lögfræðingurinn Þóra Guðmunds- dóttir blandast í á Snæfellsnesi. Í söguna blandast gamlir nasistar og beinafundur. Berlins segir Yrsu tak- ast afar vel að skapa þrúgandi and- rúmsloft og vekja reglulega spennu með lesandanum. Þrúgandi spenna Yrsa Sigurðardóttir Í DAG halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar kalla skemmtunina Vorvítamín. Kórfélagar, sem eru 110 talsins á þessari vorönn, halda tvenna tónleika, kl.14 og kl. 16. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar auk þess sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og uppákomur. Á tónleikunum verða m.a. flutt nokk- ur sumar- og ættjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með kórunum. Aðgangur er ókeypis og all- ir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið. Tónlist Hamrahlíðarkórar kalla á vorið Þorgerður Ingólfsdóttir NÚ í vikunni kemur út bókin Ástin á tímum ömmu og afa eft- ir Önnu Hinriksdóttur. Bókin byggist á ástarbréfum afa Önnu, Bjarna Jónassonar, til ömmu hennar Önnu Margrétar Sigurjónsdóttur, sem skrifuð voru á þriðja áratug síðustu ald- ar. Þá byggist bókin einnig á dagbókum Bjarna frá árunum 1909 til 1926. Í tilefni af útgáfu bókarinnar opnar Anna einnig sýningu kl. 16 í dag í samvinnu við bróður sinn, Bjarna Hinriksson myndlistarmann, í sýningarsal Málarans að Fornubúðum 8 við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Á sýningunni verða lífi og starfi Bjarna og Önnu gerð skil á margvíslegan hátt. Bókmenntir Ástin á tímum ömmu og afa Anna Hinriksdóttir STARFSEMI 101 Projects, áð- ur 101 Gallery, verður lögð niður um óákveðinn tíma vegna krappra aðstæðna í þjóðfélaginu, en vonandi verður opnað að nýju með betri tíð, að því er segir í til- kynningu frá aðstandendum gallerísins. Eigandi þess er Ingi- björg Pálmadóttir. „Það er ein- læg von okkar að starfsemin í 101 Projects hafi veitt gestum innblástur og að myndlistin megi halda áfram að vaxa og dafna á Íslandi, nú þegar þörfin er mest fyrir skapandi hugsun í samfélaginu,“ segir m.a. í tilkynningu sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Birta Guð- jónsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir skrifa undir. Myndlist 101 Projects lokað vegna aðstæðna Ingibjörg Pálmadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í TENGSLUM við alþjóðlegan dag bókarinnar og þýðendaþing, sem verður sett í Reykjavík á föstudag, stendur Rithöfundasamband Ís- lands í kvöld fyrir dagskrá í Iðnó er kallast Nýjabrumið í íslenskum bók- menntum. Þar koma fram níu höf- undar af yngri kynslóðinni, þau Kristín Svava Tómasdóttir, Kári Páll Óskarsson, Emil Hjörvar Pet- ersen, Arngrímur Vídalín, Sigurlín Bjargey Gísladóttir, Guðmundur Óskarsson, Bjarni Klemenz, Óttar Martin og Ófeigur Sigurðsson. Benedikt Hjartarson bókmennta- fræðingur mun flytja erindi um ís- lenskan nútímaskáldskap. „Ef maður rýnir í ljóðagerð yngri skálda upp á síðkastið, þá er ein- kennið ekki síst fjölbreytni og til- raunagleði,“ segir hann. „Fólk þreif- ar fyrir sér, sækir í ólíkar áttir.“ Benedikt segir ljóðagerð yngri skálda á margan hátt sundurleitari en oft áður og í því felst dýnamík. „Skáld líta í ólíkar áttir og sjá má ákveðna breytingu í því hvert sótt er í nýja erlenda strauma; landslagið hefur gjörbreyst með tilkomu nets- ins. Fólk hefur aðgang að ólíkara efni en oft hefur verið. Áður var upp- lifun á því nýja nokkuð bundið því hvað var að birtast í bókum og tíma- ritum.“ Benedikt segir að til að mynda megi sjá önnur viðhorf til tungu- málsins í verkum ungra skálda. „Í ljóðagerð er jafnvel verið að vinna með áhrif af nýjum fyrirbærum, eins og blogginu, og sjá má tilraunir til ljóðagerðar á brotinni íslensku.“ Fjölbreytt tilraunagleði  Skáld og rithöfundar af yngri kynslóðinni kynna verk sín í Iðnó í kvöld  „Sjá má tilraunir til ljóðagerðar á brotinni íslensku“ og áhrif frá bloggi Morgunblaðið/Einar Falur Arfleifð þjóðar „Vísast að önnur gildi verði fyrirferðarmeiri en á því Ís- landi sem núna er í rúst,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur. SÝNING á vatnslitamyndum eftir Hafstein Austmann listmálara verð- ur opnuð í Stúdíó Stafni í Ingólfs- stræti 6 klukkan 13 í dag. Myndirnar eru frá síðustu 14 árum. Tilefni sýn- ingarinnar er að Hafsteini hefur ver- ið boðið að taka þátt í sumarsýningu listamiðstöðvarinnar Dronninglund Art Center í Danmörku, ásamt 30 öðrum norrænum vatnslitamálurum sem á einn eða annan hátt hafa þótt skara fram úr í notkun vatnslita- tækninnar. „Þetta eru margir heimsfrægir menn sem sýna,“ segir Hafsteinn og hlær þegar hann er spurður um þátt- tökuna í Danmörku. Hann er ekki ókunnur því að sýna með samtök- unum Nordisk Akvarell, hefur sýnt víða með þeim í tvo áratugi, meðal annars í Amsterdam og í Mexíkó. „Ég hef verið með alls kyns til- raunastarfsemi í akvarellunni,“ segir Hafsteinn og bætir við að þetta sé mjög krefjandi miðill, enda gangi ekki nema um tíunda hver mynd upp. Hann er kröfuharður á útkom- una og afraksturinn er því ekki nema 10, 12 vatnslitamyndir á ári, sam- hliða verkum sem hann vinnur í olíu. Hafsteinn segir að það megi alveg líta á þátttöku sína á sýningunni í Danmörku sem eins konar afmæl- isfagnað, en hann verður 75 ára í opnunarmánuðinum, júlí. „Mér hefur síðan verið boðið að sýna í Gerðarsafni í Kópavogi á næsta ári, í öllu safninu,“ segir hann og segist hafa þegið boðið. Sýningin í Stúdíó Stafni er opin frá 13 til 17 daglega, til 3. maí. efi@mbl.is Mjög krefjandi miðill Morgunblaðið/RAX Hafsteinn Austmann Segist vera með allskyns tilraunastarfsemi. Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitaverk í Stúdíó Stafni Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur, 24. apríl kl. 19.30 Rússnesk veisla I Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Cedric Tiberghien Dímítrí Sjovstakovtsj: Hátíðarforleikur Dímítrí Sjovstakovtsj: Píanókonsert nr. 1 Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5 ■ Fimmtudagur, 30. apríl kl. 19.30 Rússnesk veisla II Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Natalia Gutman Dímítríj Sjostakovitsj: Ballettsvíta nr. 3 Dímítríj Sjostakovitsj: Sellókonsert nr. 1 Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 6 Ekki missa af frábæru tækifæri til að heyra rússneska tónlist túlkaða af mögnuðum listamönnum á heimsmælikvarða. Í tilefni af alþjóðlegum degi bók- arinnar hefur Hagstofan sent frá sér tölur um bókaútgáfu áranna 1999-2007. Árið 2007 komu 1.533 bókatitlar út hér á landi, eða 4,9 bækur á hverja 1.000 íbúa. Á síð- ustu árum hefur útgefnum bókum fækkað, um 153 síðan flestar bæk- ur komu út, árið 2000. Þá komu sex bækur út á hverja 1.000. Sjö af hverjum tíu bókum sem koma hér út eru íslensk höfund- arverk. Hlutur þýðinga jókst þó jafnt og þétt á árabilinu en sex af hverjum tíu þýddum bókum árið 2007 voru þýddar úr ensku. Sjö af hverjum tíu eru íslensk höfundarverk En vonandi mun þessi fullkomnun þroskast af honum... 53 » „MARGIR eru á því að annað Ís- land sé að koma upp úr kafinu um þessar mundir og þá er vísast að önnur gildi verði fyr- irferðarmeiri en á því Íslandi sem núna er í rúst,“ segir Pétur Gunnarsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, þeg- ar hann er spurður um hlutverk bókarinnar í dag. „Þá koma sterkt til álita þessi grundvallargildi íslenskrar menn- ingar, sem eru íslensk tunga og saga og þar af leiðandi íslenskar bókmenntir. Þessir undangengnu tímar, sem við erum að kveðja, hafa verið á miklum handahlaupum, en manni finnst ekki út í hött að þeir tímar sem fara í hönd verði íhug- unartímar. Bækur og lestur fá þá aukið vægi.“ – Nú er sjónum beint að aðal- hlutverki okkar á Bókakaupstefn- unni í Frankfurt árið 2011. „Þá gefst tækifæri til að sýna okkar RÉTTA andlit, þegar ís- lenskar bókmenntir verða í háveg- um. Og reyndar íslensk menning eins og hún leggur sig.“ Önnur gildi fyrirferð- armeiri Pétur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.