Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 2

Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 2
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is KJÖRSÓKN byrjaði vel í flestum kjördæmum og höfðu meðal annars milli 13 og 14 prósent kosið í Reykjavík og í Kraganum klukkan 12, skömmu áður en Morgunblaðið fór í prentun, sem er nokkru meira en árið 2007. Fólki á kjörskrá fjölgaði um 6.566 frá kosn- ingunum 2007. Víðast hvar hófst kjörfundur klukkan 9 í gærmorgun í kjördæmunum sex. Flestir kjósendur voru í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum. Þar voru 58.203 á kjörskrá. Fámennasta kjördæmið var, eins og í síð- ustu kosningum, Norðvesturkjördæmi með 21.294 kjósendur á kjörskrá. Aldrei fyrr hefur alþjóðasamfélagið fylgst jafnnáið með gangi mála hér á landi og nú, en fjölmargir blaða- og fréttamenn frá erlendum fjölmiðlum eru staddir hér á landi til að fylgj- ast með kosningunum og myndun nýrrar rík- isstjórnar. Oddvitar tóku daginn snemma  Kjörsókn byrjaði víðast hvar vel Morgunblaðið/Ómar XV Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kaus utan kjörfundar. Hann sést hér á Reykja- víkurflugvelli í gærmorgun. Morgunblaðið/Golli XD Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, kaus í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um níuleytið í gær. Morgunblaðið/Ómar XO Birgitta Jónsdóttir, efsti maður Borg- arahreyfingarinnar í Reykjavík suður, kaus í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ómar XS Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, kaus í Hagaskóla um klukkan 10:45 í gær. Morgunblaðið/Ómar XB Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík á tólfta tímanum. Morgunblaðið/Golli XP Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræð- ishreyfingarinnar, kaus í Ölduselsskóla og var ágætlega létt yfir honum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson XF Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, kaus í heimabæ sínum, Ísa- firði, klukkan rúmlega 10 í gærmorgun.  Fjölgaði um 6.566 á kjörskrá síðan síðast 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÓLJÓST er enn hvort íslensk stjórn- völd hyggjast samþykkja þjónustutil- skipun ESB. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær komu ráðherrar Vinstri grænna (VG) í veg fyrir að þjónustutilskipun ESB yrði sam- þykkt. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra segir að vilji sé til þess innan VG, og þar með stjórnvalda, að skoða málið betur áður en það verði samþykkt. Kristján Vigfússon, forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann í Reykjavík, segir þessa afstöðu stjórn- valda, og þá helst VG vera einkenni- lega. „Ég hef starfað í Brussel í fjögur ár, og veit hvernig málin ganga fyrir sig, og út frá því verð ég að segja að þetta er óvenjulegt. Yfirleitt fer þetta í gegnum ákveðið ferli sem endar með samþykkt. Í þessu tilfelli hefur málið verið lengi í undirbúningsferli. Að stöðva málið, eða tefja það, þegar það er komið á þetta stig er ekki líklegt til árangurs. VG ætti að vita það vel að áhrifaleysi Íslands á þessum vett- vangi er algjört.“ Óljóst með sam- þykkt ESB-laga Í HNOTSKURN » Þjónustutilskipun ESB erætlað að auka samkeppn- ishæfni þjóða innan EES » Ekki náðist í Össur Skarp-héðinsson utanrík- isráðherra áður en Morg- unblaðið fór í prentun. Flokksráð VG á móti þjónustu- tilskipun ESB Á SÍÐASTA fundi núverandi rík- isstjórnar á föstudag var samþykkt að starfsemi Matís ohf. flytti í nýtt húsnæði um næstu áramót. Í sam- ræmi við markmið stjórnvalda að fjölga störfum í byggingariðnaði var Framkvæmdasýslu ríkisins fal- ið að auglýsa eftir leiguhúsnæði fyrir Matís, sem nú starfar á þrem- ur stöðum víðs vegar um borgina. Ákveðið var að semja við Mótás, sem bauð fokhelt húsnæði að Vín- landsleið 12 í Reykjavík. Um 200 ársverk skapast við að gera hús- næðið klárt fyrir Matís. Matís fær nýtt húsnæði ALMAR Guðmundsson hagfræð- ingur, sem áður starfaði m.a. hjá Ís- landsbanka, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FÍS, Félags ís- lenskra stórkaupmanna, í stað Knúts Signarssonar. Almar tekur við starfinu 15. maí nk. Almar til FÍS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.