Morgunblaðið - 26.04.2009, Síða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
S
myglskútan Sirtaki hefði ef til vill læðst
óséð um íslensku landhelgina ef ekki
hefði komið til árvekni sjómanna sem
gerðu lögreglu viðvart. Vaktstöð sigl-
inga og Landhelgisgæslan fylgjast
með sjóförum við landið en þetta dæmi sýnir að
eftirlit með umferð á hafinu er ekki jafn virkt og
með flugumferð. Meginmunurinn liggur í öflugu
ratsjárkerfi Varnarmálastofnunar sem stöðugt
vaktar loftrýmið.
Skútur mikið notaðar til smygls
Eftir Pólstjörnumálið haustið 2007 taldi Snorri
Olsen tollstjóri að efla þyrfti eftirlit með skipum
og flugvélum. Hann segir að eftirlit hafi verið
hert af hálfu tollgæslunnar en vill ekki tilgreina
nánar hvernig. Snorri bendir á að löng og víða
strjálbýl strandlengja landsins bjóði ákveðinni
hættu heim. Menn leiti allra leiða til að smygla.
Sumt sé borið í töskum í gegnum flugstöð, falið í
skósólum, bílum, gámum og skipum. „Það verður
til þess að lögreglan, tollur og Landhelgisgæslan
verða að loka öllum þessum leiðum,“ sagði Snorri.
Samvinna við erlend toll- og löggæsluyfirvöld er
mjög mikilvæg í baráttunni. „Við erum háð því að
fá upplýsingar um grunsamlegar ferðir manna út
frá höfnum erlendis. Þar skiptir verulegu máli að
vera í góðum samskiptum við lögreglu- og toll-
yfirvöld á viðkomandi svæðum,“ sagði Snorri.
Skútur og smáflugvélar eru mikið notaðar til
líkar þeim sem eru á varðskipunum, til að hafa
eftirlit með hafinu næst landi. Þær kosta 10-15
milljónir hver. Halldór sagði að sérstakar eft-
irlitsratsjár séu miklu dýrari og áætlaði að þær
kostuðu 100-200 milljónir hver. Eins kveðst hann
telja að það verði dýrara að breyta ratsjám Varn-
armálstofnunar þannig að þær nýtist einnig til
eftirlits með hafinu en að kaupa skiparatsjár.
„Við getum byrjað á suðurströndinni og þeim
heita stað sem Suðausturlandið er. Að vera t.d.
með radara á Ingólfshöfða, Stokksnesi og í kring-
um Papeyjarsvæðið myndi gjörbreyta eftirlitinu
hjá okkur og hafa mikinn fælingarmátt.“
Hugmyndin er að tengja ratsjárupplýsingarnar
við upplýsingar úr sjálfvirku tilkynningaskyld-
unni hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ef rat-
sjárnar sjá sæfar sem ekki er inni í tilkynninga-
skyldunni eða hefur ekki tilkynnt komu sína er
hægt að senda varðskip, þyrlu eða flugvél til að
kanna málið. Eins að láta hafnaryfirvöld vita ef
það nálgast höfn.
Skútan Sirtaki lét Vaktstöð siglinga ekki vita af
sér. Halldór sagði að öll skip sem koma í lögsög-
una eða til landsins eigi að tilkynna sig, þó mis-
jafnlega snemma. Skip sem t.d. sigla með hættu-
legan farm eiga að tilkynna sig við brottför úr
höfn erlendis. Fiskiskip eiga að tilkynna sig 6-12
klukkutímum áður en þau koma í efnahagslögsög-
una og skútur sólarhring áður en þær koma inn
fyrir 12 mílna landhelgina. Þótt Sirtaki kæmi ekki
hér til hafnar átti hún engu að síður að tilkynna
um komu sína í landhelgina, að sögn Halldórs.
Gjörbreyting verður hjá Landhelgisgæslunni
við að fá nýja eftirlitsflugvél sem von er á í gagnið
í ágúst nk. Hún verður m.a. búin mjög góðum rat-
sjám og innrauðum myndavélum. Þá er von á
nýju og fullkomnu varðskipi í mars á næsta ári.
Halldór kveðst vona að rekstrarfé fáist til að nýta
þessi góðu tæki sómasamlega.
smygls víða um heim og sjóleiðin löngum verið
ein algengasta smyglleiðin, að sögn Kára Gunn-
laugssonar, yfirmanns tolleftirlitsdeildar Toll-
stjóra. Hann sagði smyglara notfæra sér að
skemmtiskútur séu ekki í reglubundnum sigl-
ingum. Ævintýramenn sigli um heimsins höf án
þess að það veki sérstakar grunsemdir, enda hafa
langflestir ekkert að fela.
Kári sagði að tollgæslan skoði og afgreiði öll
skip, þ.á m. skútur, sem komi frá útlöndum í ís-
lenskar hafnir. Hins vegar sé erfitt að fylgjast
með siglingum allra skipa um landhelgina, ekki
síst þeirra sem ekki tilkynni sig og séu ekki með
sjálfvirkan staðsetningarbúnað.
Landhelgisgæslan vill ratsjár
Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerða-
sviðs Landhelgisgæslunnar og staðgengill for-
stjóra, telur mikilvægt að koma upp ratsjáreft-
irliti með ströndinni. Fjareftirlitskerfi, öðru nafni
sjálfvirk tilkynningarskylda, séu þeim annmarka
háð að hægt sé að slökkva á senditækjunum vilji
skip dyljast. Ekki er hægt að forðast ratsjár-
geisla nema á sérsmíðuðum skipum. Landhelg-
isgæslan vinnur að því að setja upp ratsjá á fjall-
inu Þorbirni við Grindavík. Hún á að vakta
svæðið frá Vestmannaeyjum og inn á Faxaflóa.
Ratsjárgeislinn mun ná 40-50 sjómílur á haf út.
Með ratsjánni verður m.a. hægt að fylgjast með
því að skip haldi sig á réttum siglingaleiðum fyrir
Reykjanes.
Halldór sagði að ratsjár Varnarmálastofnunar
á fjórum hornum landsins dugi ekki til að hafa
eftirlit með hafinu því geisla þeirra sé beint til
himins. Þær sjái því aðeins loftför. Þannig hafi
t.d. skútan Sirtaki, sem kom hlaðin fíkniefnum
upp að landinu, ekki sést í ratsjá Varnarmála-
stofnunar á Stokksnesi. Landhelgisgæslan hefur
athugað með að kaupa venjulegar skiparatsjár,
Stoppa þarf í götin
Smyglskútan Sirtaki læddist óséð um landhelgina þar til sjómenn gerðu viðvart
Landhelgisgæslan vill setja upp ratsjár til að hafa eftirlit með hafinu næst landi
Sirtaki Algengt er að skútur séu
notaðar til smyglferða víða um
heim. Yfirleitt þykir ekki grun-
samlegt þótt þær dúkki upp fyr-
irvaralítið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BELGÍSKA skútan Sirtaki flutti hing-
að 109 kg af ýmsum fíkniefnum og
smyglið því með allra stærstu smygl-
málum sem komist hefur upp um.
Annað dæmi um stórsmygl sem
tengist Belgíu er gríðarlegt áfeng-
issmygl með fiskibátnum Ásmundi
GK 30 sem upp komst í október 1967.
Skipverjar sigldu til Antwerpen og
breyttu nafni bátsins. Þar lestuðu
þeir um 11.000 lítra af séniver. Þeir
sigldu síðan heim og hrepptu mann-
skaðaveður á leiðinni. Vínið földu
þeir m.a. í skipsflaki við Gelgjutanga.
Upp um smyglið komst þegar toll-
gæslunni bárust upplýsingar um
áfengiskaupin frá Belgíu.
Skipverjarnir fimm voru hver um
sig dæmdir í 950 þúsund kr. sekt,
skipstjórinn í fjögurra mánaða fang-
elsi og hinir í þriggja mánaða fang-
elsi. Áfengið var gert upptækt til rík-
issjóðs og báturinn líka, þótt eigandi
hans ætti enga sök á brotinu.
Séniver í
tonnatali
Séniversmyglið vakti mikla athygli.
STERKUR grunur leikur á að skútur
hafi oftar komið við sögu við fíkni-
efnasmygl en í Pólstjörnumálinu
sem komst upp í september 2007
og nýlegu Gleðivíkurmáli.
Þannig er talið að skútan Ely
sem birtist í Höfn á Hornafirði og
lá þar við bryggju 2007-8 hafi
„ekki komið hingað upp á grín“
eins og viðmælandi orðaði það.
Tenging Ely við mann sem hand-
tekinn var í Gleðivíkurmálinu ýtir
undir grunsemdir um að hún hafi
verið notuð til smygls.
Eftir að Pólstjörnumálið komst
upp rifjaðist upp fyrir Fáskrúðs-
firðingum að dularfull skúta, Lucky
Day, hafði komið þangað fyr-
irvaralaust í september 2005. Ann-
ar skipverja á henni var tekinn í
Pólstjörnumálinu.
Dularfullar
skútur
Pólstjörnuskútan komin í land.
STIKLUR
HÆGT er að breyta ratsjárkerfi
Varnarmálastofnunar svo það vakti
hafið auk loftrýmisins, en það
krefst dýrs viðbótarbúnaðar. Dæmi
eru um að búnaður eins og stofn-
unin ræður yfir sé notaður þannig í
öðrum löndum. Ekki lágu fyrir upp-
lýsingar um kostnað við viðbót-
arbúnaðinn hjá Varnarmálastofnun.
Hefðbundnar ratsjár sjá um 40
sjómílur á haf út. Til er sérstakur
ratsjárbúnaður til að fylgjast með
hafsvæðum. Hann er hafður í landi
og sér út fyrir sjóndeildarhringinn.
Ratsjárgeislarnir fara með yfirborði
jarðar og því truflar hnattlögunin
ekki sjónsviðið, sem er rúmlega 200
sjómílur. Slík ratsjá myndi því sjá út
fyrir mörk efnahagslögsögunnar.
Fyrirtækið Raytheon framleiðir rat-
sjárnar og segir að þær séu gerðar
til að greina lítil sæför og lágfleygar
flugvélar. Í frétt um þessa ratsjá er
nefnt að hún henti vel til að fylgjast
með smyglurum, sjóræningjum,
ólöglegum fiskveiðum og ólögleg-
um innflytjendum. Einnig nýtist hún
til að fylgjast með hafís og reki ís-
jaka, við leit og björgun o.fl. Hjá
Varnarmálastofnun er talið að um
fimm ratsjár af þessari gerð gætu
líklega fylgst með allri íslensku
efnahagslögsögunni.
Varnarmálastofnun hefur aðgang
að upplýsingakerfum Atlantshafs-
bandalagsins um skipaumferð og
flugumferð. Þar eru upplýsingar um
ferðir herskipa, kafbáta, herflugvéla
bandamanna o.fl. Þetta samstarf
gerði t.d. mögulegt að fá flugvél
danska flughersins með skömmum
fyrirvara til að leysa flugvél Land-
helgisgæslunnar af við eftirfylgd
skútunnar Sirtaki.
Ratsjár gegn smyglurum á hafi úti
200 mílur Langdræg strandratsjá.Stattu vörð um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn.
Kynningarfundur mánudaginn 27. apríl kl 17:15
í fundarsal Maður lifandi, Borgartúni 24.
Auður Capital kynnir
585-6500 audur.is
Allir velkomnir