Morgunblaðið - 26.04.2009, Qupperneq 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
V
erður Danmörk eins kon-
ar „rauða hverfi“ norð-
ursins? Þetta er meðal
þess sem Danir spyrja
sig að og hafa áhyggjur
af í ljósi þess að Danmörk verður
hugsanlega brátt eina norræna ríkið
þar sem kaup á vændi eru ekki bönn-
uð.
Svíar tóku forystuna árið 1999 þeg-
ar þeir gerðu kaup á vændi refsiverð,
en það sama ár völdu Danir að lög-
leiða vændi. Eftir miklar vangaveltur
ákváðu Norðmenn að fylgja í fótspor
Svía seint á síðasta ári og gengu
raunar lengra en Svíar því þar nær
bannið ekki aðeins til kaupa í Noregi
heldur kaupa norska ríkisborgara
hvar sem er í heiminum og það rök-
stutt með því að vændisheimurinn sé
í reynd einn markaður. Skömmu fyrir
þinglok í síðustu viku samþykkti Al-
þingi Íslendinga að fara sænsku leið-
ina og gera kaup á vændi refsiverð.
Þess ber að geta að kynlífstengt man-
sal er bannað alls staðar á Norður-
löndum.
Óhætt er að segja að mikil ánægja
sé með lögin í Svíþjóð. Þannig sýndi
könnun árið 2002, eða þremur árum
eftir að lögunum var komið á, að 80%
Svía voru ánægð með lagasetninguna
og hefur sú ánægja haldist nær
óbreytt síðan. Norræna kvenna- og
kynjarannsóknastofnunin (NIKK)
hélt nýverið utan um rannsókn-
arverkefni sem nefndist Vændi á
Norðurlöndum að beiðni norrænu
jafnréttismálaráðherranna. Í loka-
skýrslu verkefnisins, sem út kom
seint á síðasta ári, má finna nið-
urstöður nýlegrar viðhorfskönnunar
meðal Svía sem sýnir að stuðningur
við bannið er enn mikill en mestur í
yngstu aldurshópunum og hjá þeim
sem eru langskólagengnir.
Von á stórri úttekt um áhrif
laganna í Svíþjóð síðar á árinu
Frá því að banninu var komið á í
Svíþjóð hafa sænsk yfirvöld á þriggja
ára fresti látið útbúa fyrir sig könnun
á kynlífsmarkaðnum þar í landi til
þess að skoða áhrif laganna, en nið-
urstöðurnar hafa þó ekki verið tæm-
andi á neinn hátt. Það hefur nokkuð
verið gagnrýnt að málaflokkurinn
skuli ekki hafa verið betur rannsak-
aður þannig að hægt væri að fylgjast
með þróun mála. Þetta stendur hins
vegar til bóta því síðar á þessu ári er
von á fyrstu stóru úttektinni á áhrif-
um laganna þar í landi. Þess má geta
að ein niðurstaðan í fyrrgreindri loka-
skýrslu NIKK er að lítið sé vitað um
tíðni og umfang vændis og mansal á
Norðurlöndum og að sú þekking sem
fyrir liggi sé mismunandi eftir því í
hvaða samhengi upplýsinganna var
aflað.
En hvað segja fyrirliggjandi tölur?
Ljóst er að erfitt er að áætla fjölda
þeirra sem stunda vændi á Norð-
urlöndum þar sem vændi marar alltaf
í hálfu kafi á mörkum undirheimanna,
auk þess sem vændisiðnaðurinn hefur
breyst á sl. áratug og t.d. færst meira
inn á netið. Í samantekt m.a. NIKK
má sjá að á árabilinu 2006-2008 var
áætlað að rúmlega 5.600 vændiskonur
væru starfandi í Danmörku, um 8.000
í Finnlandi, 5.000 í Noregi og 300
vændiskonur stunduðu götuvændi í
Svíþjóð og álíka fjöldi auglýsti kyn-
lífsþjónustu sína á netinu. Til sam-
anburðar má geta þess að áður en
bannið tók gildi voru um 2.500 vænd-
iskonur starfandi í Svíþjóð. Ekki eru
til tölur frá Íslandi.
Ítrekað hefur verið bent á hin
sterku tengsl sem ríkja milli vændis
og mansals. Þannig telur sænska lög-
reglan að þakka megi banni við
vændiskaupum því að til Svíþjóðar
séu „aðeins“ seldar innan við 600 kon-
ur mansali til að vinna í kynlífsiðn-
aðinum meðan sambærilegar tölur
fyrir Finnland séu hátt í 15.000 konur
ár hvert.
Sumir halda því fram að með því að
banna vændi sé aðeins verið að færa
það neðanjarðar. Ekki er hægt að
segja að þróunin í Danmörku stað-
festi þær áhyggjuraddir, því þrátt
fyrir að vændi hafi verið löglegt þar í
landi síðan 1999 þá breytti það engu
um þá þróun, sem hófst á áttunda
áratug síðustu aldar og stendur enn,
að vændið hefur orðið sífellt minna
sýnilegt og flust af götunni og yfir á
nuddstofur og í fylgdarþjónustu. Á
sama tíma hefur vændiskonum fjölg-
að úr tæplega 3.900 árið 2002 í tæp-
lega 5.600 árið 2007.
Úttekt Hreiðursins í Kaupmanna-
höfn, sem er athvarf fyrir vænd-
iskonur þar í borg, sl. ár sýnir að
helmingur allra þeirra kvenna sem
stunda vændi innandyra í Kaup-
mannahöfn er af erlendu bergi brot-
inn.
Þrýstingur eykst á Dani
Danir óttast að verða nokkurs konar „rauða hverfi“ norðursins eftir að bæði Norðmenn
og Íslendingar fylgdu nýverið í fótspor Svía sem bönnuðu kaup á vændi fyrir um áratug
Aðstöðumunur Andstæðingar
vændis benda á að kaupandinn hafi
ávallt val um kaupin, í krafti fjár-
muna sinna, sem vændiskonan hafi
ekki þar sem hún sé nær oftast drif-
in áfram af fjárhagslegri nauð.
„Sú lagasetning að banna kaup á vændi var full-
komlega rökrétt í framhaldi af þeirri miklu umræðu
sem farið hafði fram í Svíþjóð fram að þeim tíma,“
segir Sven-Axel Månsson, félagsfræðiprófessor við
Háskólann í Malmö sem mikið hefur rannsakað
vændi í Svíþjóð. Bendir hann á að Svíar nálgist
vændisvandann sem félagslegt vandamál, auk þess
sem jafnréttissjónarmið séu ríkjandi í umræðunni.
Engu að síður hafi þótt nauðsynlegt að beina at-
hyglinni að kaupandanum og ábyrgð hans með laga-
setningunni 1999. „Vændi er, ásamt klámi, nauðgun og öðru
kynferðisofbeldi, aðeins ein birtingarmynd þess sjónarmiðs að karl-
menn telji sig hafa rétt til þess að ráðskast með líkama kvenna.“
Í samtali við Morgunblaðið segir Månsson hins vegar ljóst að laga-
setning ein og sér geti aldrei verið nóg þegar komi að því að draga úr
vændi, heldur þurfi líka að koma til félagsleg úrræði sem standi bæði
vændiskonunum og viðskiptavinum þeirra til boða. Bendir hann á að í
Svíþjóð reyni félagsfræðingar oft með góðum árangri að setja sig í
samband við karlmenn sem kaupa sér vændi í stórum stíl og bjóða
þeim aðstoð til þess að losna undan fíkninni. Auk þessa þurfi að bjóða
konunum sálfræði-, félags- og fjárhagslega aðstoð til að komast út úr
vændinu. Jafnframt sé mikilvægt að auka fræðslu almennings.
Gagnrýnir samúð lögreglunnar með kaupendum
Spurður um þau rök að bann á vændiskaupum færi vandann aðeins
undir yfirborðið segist Månsson gefa lítið fyrir það sjónarmið. „Vændi
er í eðli sínu söluvara og því þarf það alltaf að vera nógu sýnilegt til
þess að kaupendur viti hvert þeir eiga að snúa sér, en á sama tíma
nógu falið til þess að ekki komist upp um kaupendur,“ segir Månsson
og tekur fram að hafi lögreglan áhuga á því þá sé auðvelt að hafa uppi
á vændi.
Að mati Sven-Axel Månsson er umhugsunarvert að á þeim tíma sem
liðinn er síðan lögin voru samþykkt hafi innan við 500 karlmenn verið
dæmdir fyrir vændi. Allir hafi þeir getað gert málin upp með því að
greiða sekt og því hefur enginn enn verið dæmdur til fangelsisvistar
fyrir brot sín. Segir hann miður að svo virðist sem lögreglan og dóms-
kerfið hafi mikla samúð með kaupendum. Þannig heyrist dæmi þess
að vændiskaupendur hafi beðið um að gögn frá lögreglunni og dóm-
stólum yrðu send á skrifstofu viðkomanda en ekki heim til hans til að
eiginkonan kæmist ekki að neinu og að orðið hafi verið við þeirri
beiðni.
Ein af goðsögnum vændisins er
að hinn dæmigerði viðskiptavinur
vændiskvenna sé einmana karl-
maður sem vegna fötlunar sinnar,
aldurs eða almenns ljótleika hafi
ekki færi á því að umgangast konur
líkamlega. Allar rannsóknir sýna
hins vegar að þessi goðsögn á ekki
við nein rök að styðjast, því lang-
stærstur hluti viðskiptavina
vændiskvenna er kvæntur eða í
sambandi.
Á vefnum www.sexhandel.no má
sjá að norsk rannsókn frá árinu
2002 sýnir að 13-14% karlmanna í
Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa
greitt fyrir kynlífsþjónustu einu
sinni eða oftar á ævinni. Allt bendir
til þess að stærstur hluti við-
skiptavina eða 60% kaupi kynlífs-
þjónustu innan við fimm sinnum á
ævinni, en lítill hópur karlmanna
eða um 30% séu stórneytendur. Til
samanburðar má nefna að 30-40%
allra ítalskra og spænskra karl-
manna hafa keypt sér vændi og 70%
allra karlmanna í Taílandi.
Dönsk rannsókn gerð árið 2005
meðal 6.350 karlmanna, þar sem
14% þeirra sögðust hafa keypt
vændi, leiddi í ljós að meðalaldur
þeirra sem keyptu vændi var 25-40
ár og voru þeir úr öllum þjóðfélags-
hópum. Fimmti hver karlmaður var
hins vegar yngri en 21 árs þegar
hann keypti sér fyrst vændi. Því
yngri sem karlmennirnir voru þeg-
ar þeir byrjuðu að kaupa vændi
þeim mun líklegra var að þeir héldu
því áfram þó þeir væru komnir í
sambúð eða giftir.
Hverjir kaupa vændi?
Meðalaldur þeirra kvenna sem
leiðast út í vændi er 26 ár, en
helmingur kvennanna var yngri
en 23 ára þegar þær byrjuðu að
selja sig. Sú yngsta var aðeins 15
ára en sú elsta 55 ára. Þetta kem-
ur fram í stórri rannsókn sem
gerð var meðal vændiskvenna í
Danmörku árið 2004. Nær allar
sögðu þær bága fjárhagsstöðu
ástæðu þess að þær fóru að selja
sig. Flestar þeirra höfðu aðeins
lokið grunnskólaprófi og aðeins
helmingur stúdentsprófi eða sam-
bærilegri menntun. 70% þeirra
þurftu að sjá fyrir börnum og 60%
þeirra voru í sambúð eða giftar.
Meirihluti vændiskvenna hefur
orðið fyrir ofbeldi, kynferðislegu
ofbeldi eða meiriháttar vanrækslu
sem barn eða á unglingsárum sín-
um.
Hver er bakgrunnur
vændiskvennanna?
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ábyrgðin kaupandans