Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 8

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is H runið í spænsku efna- hagslífi hefur vakið áhyggjur um alla Evrópu. Spænska efnahagsundrinu er lokið. Í lok liðinnar viku var til- kynnt að atvinnuleysi á Spáni hefði farið upp í 17,36% á fyrsta fjórð- ungi þessa árs. Á síðasta ársfjórð- ungi 2008 mældist atvinnuleysið 13,91%. Verst er ástandið hjá yngstu kynslóðinni, atvinnuleysið fór í lok síðasta árs upp í 31,8% hjá fólki undir 25 ára aldri og er hvergi meira í ríkjum Evrópusambands- ins. Á einu ári hefur atvinnuleysið tvöfaldast. Aukningin þýðir að nú eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu. Þetta er mesta atvinnu- leysið í ríkjum Evrópusambandsins og gangi spár spænska seðlabank- ans eftir mun það enn aukast á þessu ári. Að meðaltali er 7,9% at- vinnuleysi í ríkjum Evrópusam- bandsins. Í auga fárviðrisins „Þetta eru hræðilegar tölur,“ sagði Octavio Granado félagsmála- ráðherra í sjónvarpsviðtali. „Við er- um við miðju neyðarástandsins, við erum í auga hins algera fárviðris.“ Ástandið í atvinnulífinu þýðir að nú blasir við verðhjöðnun á Spáni. Svo hefur dregið úr pöntunum að framleiðendur eru byrjaðir að lækka verð. Í mars lækkaði verðið nánast hvert sem litið var, allt frá veitingastöðum og tískuverslunum til apóteka og stórmarkaða. Þegar verðlækkanirnar duga ekki til að lífga eftirspurnina við neyðast fyr- irtækin enn til að segja upp fólki og óttast hagfræðingar að þetta geti leitt til vítahrings verðhjöðn- unar. Verðhjöðnun setti mark sitt á kreppuna miklu á fjórða áratugn- um og olli Japönum sömuleiðis miklum vandræðum á tíunda ára- tug tuttugustu aldar sem kallaður hefur verið glataði áratugurinn. Í mars mældist í fyrsta skipti verðhjöðnun á Spáni frá því að byrjað var að mæla verðbólgu árið 1961. Um leið varð Spánn fyrsta evruríkið til að mæla verðhjöðnun. Reyndar nam hjöðnunin aðeins 0,1%, en þó finnst mönnum nóg um og tölur víða um Evrópu benda til þess að vandinn sé víðtækari. Verð- lækkanir hafa einnig átt sér stað í Þýskalandi, Lúxemborg, Portúgal og Írlandi svo eitthvað sé nefnt. Valtir sparisjóðir Bankar á Spáni þykja standa betur en víðast hvar annars staðar og spænsk yfirvöld hafa rakið það til þess að þar hafi verið settar strangari reglur en voru í gildi víð- ast hvar annars staðar. Nú eru spænskir sparisjóðir hins vegar margir komnir í vandræði vegna húsnæðislána. Þeir hlupu í skarðið þegar viðskiptabankarnir voru ekki tilbúnir að lána og markaðurinn virtist óseðjandi. Verð á húsnæði tvöfaldaðist og gott betur á Spáni frá aldamótum þar til það náði há- marki. Árið 2007 voru 750 þúsund heimili reist á Spáni. Það er helm- ingurinn af þeim heimilum, sem reist voru í Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn eru sjö sinnum fleiri. Nú hefur orðið hrun á húsnæð- ismarkaði og draugahverfi eru birtingarmynd byggingabólunnar. Talið er að ein milljón nýrra íbúða og húsa standi auð. Hagsmuna- samtök 14 stærstu verktakafyr- irtækjanna sögðu að þau hefðu ekki byrjað á einni einastu bygg- ingu í desember. 29. mars ákváðu stjórnvöld að koma litlum sparisjóði, Caja Ca- stilla La Mancha, til bjargar og er talið að fleiri sparisjóðir muni fylgja. Sparisjóðirnir lánuðu fyr- irtækjum og einstaklingum sem stóru bankarnir litu ekki við. Spænskir verktakar fengu 318 milljarða evra lánaða, helminginn hjá sparisjóðunum. Jose Luis Rodriquez Zapatero forsætisráðherra og Pedro Solbes fjármálaráðherra hafa deilt um leiðir út úr efnahagsvandanum. Zapatero vill fara innspýtingarleið- ina, Solbes hefur sagt að það muni þýða meiri fjárlagahalla en Spán- verjar geti leyft sér. Á föstudag var tilkynnt að ákveðið hefði verið að veita 14 milljarða evra til hjálpar litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum, sem eiga í erfiðleikum. 11 milljarðar verða settir í að þurrka út van- goldna reikninga til sveitarfélaga. Þetta bætist við 11 milljarða evra, sem í nóvember var ákveðið að nota til að skapa atvinnu fyrir 300 þúsund manns, að mestu leyti með opinberum framkvæmdum, sem margar eiga að hefjast nú í maí. Viðsnúningurinn á Spáni hefur verið hraður. Ekki er langt síðan efnahagur Spánverja blómstraði og þriðjungur þeirra starfa, sem urðu til á evrusvæðinu, var á Spáni. Nú hefur dæmið snúist algerlega við og skorturinn á lausafé er slík- ur að meira að segja eitt af stóru knattspyrnufélögunum á Spáni, Sevilla, hefur ekki getað borgað leikmönnum kaup. Þeir svartsýn- ustu telja að við Spánverjum blasi ekki samdráttur, heldur kreppa eins og á fjórða áratugnum. Slíkt ástand í einu af tíu stærstu hag- kerfum heimsins og hjá fjórða stærsta aðildarríki evrusvæðsins gæti orðið afdrifaríkt. Efnahagshrunið á Spáni  Húsnæðisbólan á Spáni sprakk með hvelli og nú eru sparisjóðirnir í vanda  Merki verð- hjöðununar vekja óhug um alla Evrópu  Með mesta atvinnuleysið í Evrópusambandinu Reuters Mótmæli Á sama tíma og milljón nýjar íbúðir standa auðar á Spáni mót- mæla íbúar í Madrid skorti á húsnæði á viðráðanlegu verði. Atvinnuleysi Raðir fyrir utan atvinnuleysisskrifstofur eru algeng sjón á Spáni þessa dag- ana. Hvergi í Evrópu þurrkast störf jafnhratt út og á Spáni. Reuters Á Spáni þrífst kyndug innheimtu- starfsemi, sem rekja má til þess hvað lögin gera innheimtu skulda erfiða og hægvirka. Fyrir vikið hafa þróast innheimtuaðferðir, sem snú- ast um að vega að ímynd skuld- aranna. Fjöldi fyrirtækja býður upp á þjónustu búningaklæddra inn- heimtumanna, sem elta skuldara á röndum. Fólk, sem komið er í van- skil, getur því átt von á upphring- ingu þess efnis að verði ekki borgað samstundis muni menn klæddir sem nautabanar banka upp á hjá ná- grönnunum með söfnunarbauk. Aðr- ir geta átt von á rukkurum í smóking með töskur, sem eru merktar þannig að ekki verður um villst hvert erind- ið er. Stundum segja rukkararnir ekki orð heldur elta skuldarann á röndum eða setjast hjá þeim á kaffi- húsum. Flestum finnst óbærilegt að vera í vanskilum og álitshnekkir komist það í hámæli. Fyrirtækið El Cobradort del Frac er með 400 starfsmenn um allan Spán og heldur því fram að árangur náist í 63% til- fella. Vanskil hafa aukist verulega vegna kreppunnar á Spáni og við- skiptin hafa aukist um fimmtung. Nú hyggst hins vegar löggjafinn skakka leikinn og setja lög til að hemja hina ágengu rukkara. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði því í liðinni viku að efnahagskerfi heimsins myndi á þessu ári skreppa saman um 1,3% og yrði það í fyrsta skipti frá heimsstyrjöldinni síðari sem samdráttur verður um allan heim. Sjóðurinn spáði því í janúar að framleiðsla í heiminum myndi aukast um 0,5% á þessu ári. Því hefur verið spáð að þjóð- arframleiðsla á Íslandi muni drag- ast saman um 10% á þessu ári og svipað gildir um Írland. Önnur þró- uð ríki eru hins vegar ekki langt undan. Þýska fjármálaráðuneytið spáði því í síðustu viku að sam- dráttur þjóðarframleiðslu yrði 6% á þessu ári, en Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hafði áður sagt að hann yrði 5,4%. Því er spáð að samdrátt- urinn í Japan verði 6,2%, 4,1% Á Bretlandi, 3% í Frakklandi og 2,8% í Bandaríkjunum. Horfur fyrir næsta ár eru ekki taldar góðar og spáð að hagvöxturinn verði við núll- ið. Þá spáir sjóðurinn að milliríkja- viðskipti í heiminum dragist saman um 11% á þessu ári og muni vart byrja að aukast aftur á næsta ári. Birtingarmyndir kreppu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.