Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 setur saman teikningar og texta með nýstár- legum hætti, eru m.a. afrakstur þessara pæl- inga. María dregur, umbeðin, fram eftirlætisbolinn sinn, hvítan með mynd af hjarta eins og líffærið lítur út í raun og veru. Og hvað vildi hún sagt hafa? „Að ég búi yfir mikilli ást,“ svarar hún að bragði og tekur upp annan, einnig hvítan en með áþrykktu svörtu og gylltu mynstri, sem lít- ur út eins og framstykki á upphlut með tilheyr- andi víravirki. „Ódýr nútímaútgáfa af þjóðbún- ingi. Við fengum á okkur lögfræðing vegna þess að gullsmiður taldi sig eiga einkarétt á mynstri sem var á fyrstu bolunum. Þótt í ljós kæmi að enginn á einkarétt á mynstri breytti ég því og notaði erfðagóss úr minni fjölskyldu sem fyr- irmynd,“ segir María hin þjóðlega. Pólitísk samfélagsvitund Hún skírskotar oft til þjóðararfsins í verkum sínum, en ýmislegt, t.d. lágmynd af margplástr- uðu Íslandi frá 2004, virðist einnig lýsa pólitísku viðhorfi, rétt eins og mörg verk eiginmannsins. Aðspurð segjast þau vera umhverfissinnar og hálfgerðir anarkistar, þótt þau séu ekkert sér- staklega að breiða út boðskapinn. Þau taki hins vegar á ýmsum málum í gegnum listina, t.d. sé myndasagan Undrakonan ungfrú Ísland, sem Bragi teiknaði, gaf út og var með á sýningu með Gisp-hópnum fyrir nokkr- um árum, ádeila á lélega meðferð íslenskra dóm- stóla á nauðgunarákær- um. „Ein mynd eða eitt orð getur verið gríðarlega kröftugt. Tilgangur okkar er oft að vekja fólk til um- „Miklu uppbyggilegra fyrir þá en að sjá sífellt málað yfir verk sín. Svo styðjum við auðvitað við bakið á syninum og höfum til sölu disk með verkum hans, sem við gáfum út í fyrra.“ Tjáning í bolum „Það hefur verið alltof mikið að gera frá því í október, við höfum varla haft tíma til að fram- leiða,“ kvartar Bragi ekki-verslunarmaður. Nóg er nú samt að því er best verður séð. Bolir, sem þau þrykkja sjálf á alls konar mynd- ir, tákn og orð eða orðasambönd, eru í aðal- hlutverki. Þeir fela í sér mismunandi yfirlýs- ingar, enginn þarf til dæmis að fara í grafgötur um sjálfsmynd þess sem gengur í bol með mynd af rottu og áletruninni Miðbæjarrottan. Ís- landskortið á hvolfi er kannski rökrétt í ljósi þjóðfélagsástandsins, en um leið er það hinseg- in og þar af leiðandi er erfiðara að ráða í hvað þeir sem velja sér slíkan bol vilja tjá. „Tjáning með bolum hefur lengi fylgt götukúltúrnum. Orðið hinsegin er dæmi um margrætt orð, sem hefur fengið ákveðna merkingu. En það eru ekki aðeins orðin sem eru margræð heldur líka litir og litasamsetning. Svart Íslandskort á gráum grunni minnir á bankahrunið, en grátt kort á svörtum grunni er hið ískalda ál-Ísland. Fólk fatt- ar þetta um leið, líka út- lendingar,“ segir Bragi, sem lengi hefur leikið sér með orð og tákn- myndir í list sinni. Þrettán bækur, sú síðasta Hin blóðuga bók Biblían þar sem hann Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is U m hádegisbilið stingur bréfberinn höfðinu í gættina á Ranimosk og réttir Braga Halldórssyni hvítt umslag með þeim ummælum að það sé í lagi með verðmerkingar inni í búðinni en hann þurfi að vanda sig betur með merkingar í gluggaútstillingunni. Skrýtið. Af hverju er bréfberinn að skipta sér af þessu? Beint á móti Laugavegi 20 er hin ítalska Sabr- ina kappklædd og í óðaönn að raða skartgripum úr hnífapörum og íslensku hrauni á söluborð. Vegfarendur staldra við og skoða gripina. Þar við hliðina tínist fólk inn í kaffi hjá Hemma og Valda í litla krúttlega bárujárnshúsinu á horn- inu á Klapparstíg. Það er mánudagur og Laugavegurinn hefur smám saman verið að lifna við þann rúma klukkutíma, sem ég hef setið og spjallað við Braga og konu hans, Maríu Pétursdóttur, í búð- inni þeirra. Ranimosk er ábyggilega skrýtnasta búðin í borginni. Svo ekki sé minnst á nafnið. Áður en farið er út í þá sálma verð ég samt að fá þetta á hreint með bréfberann og verðmerking- arnar. Þau hjónin skella upp úr og segja bréf- berann hafa verið að grínast, þegar hann sá að bréfið var frá Neytendastofu. Og …? „Tja, hann hefur áður borið út svona bréf til okkar og við fórum eitthvað að ræða innihald þess,“ útskýra þau. Á Laugaveginum virðast allir þekkjast rétt eins og í þorpi úti á landi. Skyldi stöðumæla- vörðurinn líka vera innmúraður í málið? María og Bragi eru sannkallaðar miðbæj- arrottur, þótt þau búi raunar í Kópavogi „… í húsi, sem líkist meira vinnustað en heimili“, segir María og lýsir hvernig saumavélar og ým- is vinnutæki og tól, sem þau nota við listsköpun sína, hafa tekið sér bólfestu á borðstofuborðinu og út um allt hús. „Þetta flæðir nánast út um gluggana hjá okkur. Og við okkar dót bætast svo málaratrönur þriggja ára dóttur okkar og hljóðfæri og alls konar græjur sonar míns, sem er sautján ára og mikill músíkant.“ Börnunum kippir greinilega í kynið, því for- eldrarnir eru báðir listamenn, hún útskrifaður myndlistarmaður úr Myndlista- og hand- íðaskólanum, eins og helsti listaskóli landsins hét í þá daga, hann sjálfmenntaður teiknari, grafískur hönnuður og vefhönnuður. Listin er þeirra ær og kýr. Þau segjast ekki vera versl- unarfólk, þótt þau hafi rekið verslunina og verk- stæðið Ranimosk síðan 2003 á þremur stöðum við Laugaveg, en alltaf í númer 20, áður í a og b, en núna bara 20. „Við höfum vanrækt búðina svolítið upp á síð- kastið, hún er hálftóm,“ segir Bragi afsakandi og María bætir við að Ranimosk sé fyrir þeim eins og sandkassi sé fyrir börnum, frekar tóm- stundagaman en lifibrauð, eiginlega hálfgerð fé- lagsmiðstöð, sem uppfylli þarfir þeirra að mörgu leyti. Auk þess að selja eigin verk flytja þau inn ýmis furðuverk; blikkandi diskókúlur til að setja í baðið, gúmmíendur fyrir fullorðna til sömu nota, uppþvottabursta sem einnig er sápukúlupípa og loðin kvikindi, sem eru marg- stækkaðar eftirlíkingar af veirum og bakt- eríum, t.d. klamidíu, heilafrumum, lús og salmó- nellu, og aðra tilvalda gjafavöru. Þá taka þau í umboðssölu ýmsan varning eft- ir unga og félitla listamenn, t.d. skart eftir fyrr- nefnda Sabrinu, flíkur eftir 17 ára fatahönnuð, boli með áþrykki eftir graffara, þ.e. þá sem áður fundu list sinni farveg í veggjakroti. „Nokkurs konar forvarnarstarf, “ segir María brosandi. Morgunblaðið/Kristinn Í sandkassanum María Pétursdóttir og Bragi Halldórsson hafa rekið verslunina og verkstæðið Ranimosk á þremur stöðum við Laugaveg, en alltaf í númber 20, áður í a og b, en núna bara 20. Skrýtnar skrúfur Innréttingarnar eru flestar úr Góða hirðinum, og þar fást innflutt furðuverk og verk eftir unga íslenska listamenn sem og ekki- verslunarfólkið Maríu Pétursdóttur og Braga Halldórsson. Rani- mosk er búð í takt við tímann, a.m.k. hefur aldrei verið meira að gera en síðan kreppan vakti þjóðina upp af værum blundi. Geðþekk leikföng Veirur og bakteríur í líki tuskudýra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.