Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 24
24 Sagnfræði
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
hækkanir 1976 brutust út uppreisnir
víða um land með svipuðum afleið-
ingum og áður, mannfalli og svikum.
Með kjöri Karols Wojtyla til páfa
árið 1978 var sem þjóðin fylltist enn
einu sinni trú á sjálfa sig og framtíð-
ina. Brátt varð Pólland vettvangur
mikilla sögulegra tíðinda. Vorið og
sumarið 1980 fór verkfallsalda eins
og eldur í sinu um landið. Þegar ald-
an náði inn fyrir hlið Lenín-skipa-
smíðastöðvarinnar í Gdansk varð
skipasmíðastöðin og borgin hverfi-
punktur atburða næstu vikna, hverfi-
punktur evrópskrar sögu.
Gdansk er kannski sú borg Evr-
ópu sem á sér hvað dramatískasta
fortíð allra borga á 20. öld. Hér hófst
seinni heimsstyrjöld og héðan bárust
fyrstu brestirnir sem boðuðu fall
múrsins. Yfir hlið Lenín-skipa-
smíðastöðvarinnar í hjarta borg-
arinnar klifraði ungur rafvirki sum-
arið 1980 og hafði með þeim
gjörningi meiri áhrif á heimssöguna
en þegar Sesar reið yfir Rubicon-
fljót tveim árþúsundum áður. Hann
hét Lech Wałêsa.
Solidarnos̀c̀
Verkfallsmenn kröfðust fyrst og
fremst frelsis til að stofna sjálfstæð
verkalýðssamtök, verkfallsréttar,
tjáningarfrelsis og að pólitískum
föngum yrði sleppt. En þeir kröfðust
einnig hærri launa og lífeyris, lækk-
un lífeyrisaldurs, lengingu mæðraor-
lofs í þrjú ár, styttri vinnudags og að
matvæli yrðu skömmtuð; að skort-
inum yrði réttilega jafnað út.
Hinn 31. ágúst gerðist það sem
flestum hefði sennilega þótt fjar-
stæðukenndara en að Pólverji yrði
kjörinn páfi. Pólsk stjórnvöld neydd-
ust til að ganga að flestum kröfum
verkfallsmanna og undirrita sam-
komulag í 21 lið. Um skeið virtust
samtök verkamanna hafa sigrað, að
forysta alþýðulýðveldisins hafi beðið
lægri hlut fyrir alþýðunni.
Skipulagslega hvíldu samtökin
Solidarnos̀c̀ (Samstaða) á fyrirtækja-
deildum sem mynduðu héraðsdeildir
og loks var landsráð þar sem Lech
Walesa gegndi formennsku. Sam-
staða var aldrei fastmótuð eða eins-
leit verkalýðssamtök, þótt óneit-
anlega hafi samtökin verið sprottin
upp úr jarðvegi stríðandi verkfalls-
manna. Samstaða varð á skömmum
tíma eins konar regnhlífasamtök,
fjöldahreyfing 10 milljóna sem vildu
sjá breytingar. Sennilega var það
einmitt af ótta við þessa miklu fjölda-
hreyfingu að kommúnistaflokkurinn,
undir forystu Jaruzelskis herfor-
ingja, greip til þess örþrifaráðs að
setja herlög á landið. Það gerðist 13.
desember 1981. Þá var flest það sem
samið hafði verið um svikið. Frjáls
verkalýðsfélög voru bönnuð, verk-
fallsfrelsi afnumið og tjáningarfrelsi
takmarkað. Eitt var það þó sem ekki
Saga Póllands, saga Pólverja, er saga Evrópu,
saga breytinga, saga átaka, saga sundrungar og
einingar, saga mikilla drauma og brostinna vona,
saga gæsku og grimmdar. Saga þessarar þjóðar
er saga þeirrar dramatísku þróunar sem Evrópa
hefur gengið í gegnum síðastliðin 1.000 ár;
kannski ögn ýktari en flestra annarra.
þýsku Prússa, Austurríkis og Rússa.
Þessi ríki skiptu Póllandi á milli sína í
þrem áföngum frá 1772-1795.
Það er hálfgerð þversögn að þegar
Pólland var á síðustu metrum tilveru
sinnar gekk í gildi stjórnarskrá sem
var í senn frjálsleg og framsækin,
svo frjálsleg að hinum íhaldssömu
nábúum fannst ráð að grípa í taum-
ana svo ekki skapaðist hættulegt for-
dæmi. Þriðja maí stjórnarskráin
1791 hraðaði því sennilega ferð Pól-
lands út af landakortum álfunnar.
Hins vegar hafa Pólverjar jafnan
verið stoltir af þessu brautryðj-
andaverki og enn í dag er þriðji maí
annar tveggja þjóðhátíðardaga þjóð-
arinnar, hinn er 11. nóvember. Þann
dag minnast Pólverjar þess þegar
land þeirra komst aftur á ríkjakort
Evrópu eftir 123 ára fjarveru. Pól-
verjar og Íslendingar eiga með öðr-
um orðum ekki aðeins það sameig-
inlegt að hafa gengið Kristi á hönd
um líkt leyti heldur öðluðust bæði
sjálfstæði árið 1918, þótt reyndar sé
þar stigsmunur á.
Pólska alþýðulýðveldið
Á næstu árum urðu væringar með
hinu unga ríki og nágrönnum þess,
ekki síst Sovétríkjunum. Áður en 3.
áratugurinn var liðinn höfðu Pólverj-
ar stækkað nokkuð í austur, en
þeirra landvinninga nutu þeir ekki
lengi. 23. ágúst 1939 gerðist það sem
fáa hafði grunað, að Sovétríki Stalíns
og Þýskaland Hitlers gerðu með sér
griðasáttmála, hétu að fara ekki með
vopnum á hendur hvort öðru. Griða-
sáttmálanum fylgdi leyniplagg sem
kvað á um að ríkin skiptu með sér
Póllandi, auk þess sem Sovétríkin
gætu lagt undir sig baltnesku löndin.
Viku síðar, 1. september, réðust her-
ir Hitlers inn í Pólland; seinni heims-
styrjöldin var hafin. Það fór hins veg-
ar ekki eins hátt að 17. september
hóf Rauði herinn innrás úr austri og
lagði Austur-Pólland undir Sov-
étríkin. Fjórða skipting Póllands var
staðreynd.
Að stríði loknu lenti Pólland á
áhrifasvæði Sovétríkjanna og upp
reis Pólland að nýju, en nú hét það
Polska Rzeczpospolita Ludowa
(Pólska alþýðulýðveldið) og hafði
annað vaxtarlag en það hafði nokk-
urn tíma áður haft. Hinar gríðarlegu
formbreytingar landsins í tíu aldir
hafa orðið til þess að sumir sagn-
fræðingar hafa nefnt það fiðrildi
Evrópu. Það þarf sannarlega auðugt
ímyndunarafl og skáldagáfu til að
líkja Póllandi eftirstríðsára við lit-
skrúðugt fiðrildi í sólbjörtum garði.
Ef við höldum okkur við fiðrildislík-
inguna mætti kannski sjá fyrir sér
stormbarða mölflugu á íslenskum
sumardegi. Víst er að pólska alþýðu-
lýðveldið hafði frá fyrstu tíð vindinn í
fangið.
Hriktir í stoðum
Árið 1956 urðu óskipulögð uppþot
verkafólks sem mætt var af mikilli
hörku og loks drekkt í blóði. Um sinn
tókst stalínistum að lægja rósturnar,
með því m.a. að koma á verkalýðs-
ráðum. Áður en áratugurinn var lið-
inn höfðu flest loforð stjórnvalda ver-
ið svikin og verkalýðsráðin lögð
niður. Í mars 1968 risu háskólanem-
ar upp, og í desember 1970 urðu enn
róstur sem enduðu með því að verka-
menn voru drepnir. Edward Gierek
tók við sem aðalritari Komm-
únistaflokksins og þjóðinni var heitið
nýrri tíð með blóm í haga. Og miðað
við nýliðna áratugi og aldir virtist
hunang drjúpa af pólskum stráum.
Þetta pólska hunang 8. áratug-
arins var af svipaðri gerð og nýliðin
útrás íslenskra ævintýramanna; það
var allt tekið að láni. Og brátt kom að
skuldadögum. Eftir miklar verð-
Eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing
F
æðing pólska ríkisins, líkt
og svo margra Evr-
ópuríkja, er samofin fram-
rás kristninnar á 10. öld.
Tímasetning kristnitök-
unnar var um líkt leyti og Íslendinga.
Næstu tvær aldir tóku landamerki
ríkisins hægum breytingum en 1226
varð afdrifarík ákvörðun til að breyta
sögu Pólverja og Evrópu. Austan við
Pólverja voru heimkynni heiðinna
baltneskra þjóða, Litháa og Prússa.
Þessi afdrifaríka ákvörðun var þegar
Konráð af Masovíu kallaði á þýska
krossriddara til að koma skikki á
samskiptin við grannþjóðirnar tvær.
Þeim samskiptum lauk með því að
Prússum og menningu þeirra var út-
rýmt en Litháar gengu Kristi á hönd.
Kannski má kalla það kaldhæðni
sögunnar að nafn þeirrar þjóðar sem
þýskir fyrirkomu festist á þeim sjálf-
um og niðjum þeirra. Hins vegar
lauk samskiptum Pólverja og þeirra
þýsku ekki með því. Riddarar voru
hirðmenn Krists, hvorki bændur né
iðnaðarmenn. Þegar kristniboðið
hófst í austurveg kölluðu reglubræð-
ur á þýska bændur og búalið sem
settust að, sáu reglubræðrum fyrir
fæði og klæði og nutu verndar þeirra.
Þýskt samfélag var komið til að vera
næstu aldir.
Kazimierz III og gyðingarnir
Á 14. öld var Kazimierz III kon-
ungur af Póllandi. Hann var af lithá-
ísku bergi brotinn og hefur verið
nefndur hinn mikli sem skýrist af
eljusemi hans við að efla innviði rík-
isins og stækka í austurveg. Sagt er
að hann hafi tekið við landinu úr tré
en skilið við það úr steini og þar er
með vísað til áhuga hans á byggingu
virkja og annarra mannvirkja. Kazi-
mierz lét líka til sín taka á ýmsum
öðrum sviðum. Hann þjóðnýtti salt-
námurnar í Wieliczka sem gerðu
Krakówborg að efnahagslegu stór-
veldi og lét reisa háskóla þar í borg.
Þegar gyðingar hröktust frá ná-
grannalöndunum vegna ofsókna eftir
einhverja skelfilegustu og mann-
skæðustu plágu sem sagan kann frá
að greina, svartadauða, 1347-1352,
bauð Kazimierz þá velkomna til Pól-
lands. Hann vonaði að þeir flyttu
með sér fjármagn og þekkingu sem
hið unga ríki bráðvantaði. Á fáum
áratugum mynduðust stór samfélög
gyðinga víða um ríkið, sérstaklega
austanvert. Um aldamótin 1800 er
talið að um 80% allra gyðinga hafi
búið á því svæði sem tilheyrt hafði
Póllandi þegar það var stærst.
Þótt margir gyðingar hafi verið vel
efnum búnir var hávaði þessara ný-
búa örsnauðir heittrúarmenn sem
kusu að einangra sig frá gestgjöfum
sínum. Svo staðfastir voru þeir í
þessari ákvörðun sinni að sex öldum
síðar voru flestir þeir gyðingar sem
bjuggu í Austur-Evrópu ótalandi á
annað mál en jiddís. Þessi staðreynd
skýrir hvers vegna flestar og stór-
virkustu dauðabúðir nasista á árum
helfararinnar voru einmitt í Póllandi
austanverðu. Íhaldssemi gyðinga á
klæðnað og hneigð þeirra til að ein-
angra sig í ákveðnum hverfum eða
þorpum skýrir einnig hversu auðvelt
nasistum reyndist að ganga að þeim
eins og smali að hjörð sinni og reka
þá í dauðann.
Frá 3. maí til 11. nóvember
En saga helfararinnar er ekki saga
Pólverja, þótt Pólland hafi verið um-
gjörð skelfilegrar sögu. Við skulum
hverfa aftur að krossriddurum, gest-
unum sem Konráð af Masovíu fékk
til liðs við sig. Brátt hófust væringar
með „gestunum“ og gestgjafanum og
brátt logaði húsið í átökum. Pólverj-
ar leituðu samvinnu við fyrrum
fjandmenn sína, Litháa, og sú sam-
vinna leiddi til samveldis og síðar
samruna í eitt ríki. Um skeið var Pól-
land stærst ríkja í Evrópu. Það stóð
hins vegar ekki eins styrkum fótum
og stærð þess gæti bent til. Þvert á
móti. Vandamál Póllands þegar kom
fram á 17. öld var gríðarfjölmennur
aðall, sem var pólitískt valdamikill en
efnahagslega sundraður. Hver og
einn aðalsmaður hafði neitunarvald á
þingi og gat komið í veg fyrir að
frumvörp yrðu að lögum. Ýmsir
þeirra höfðu í reynd ekkert annað en
titilinn og þar með þetta gríðarmikla
pólitíska vald, en gengu að öðru leyti
við betlistaf. Þessi þversögn átti
drjúgan þátt í því að ríkið varð auð-
veld bráð öflugra nágranna; hinna
Bræðurnir Wojtek og Maciek myndaðir í miðborg Gdansk með 20 ára
millibili. Bræðurnir hafa tengsl við Ísland. Faðir þeirra, Jacek Godek, ólst
upp á Íslandi og er afkastamikill þýðandi íslenskra bókmennta á pólsku.
Godek bræðurnir fyrr og nú
Fiðrildið sem braut múrinn