Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 25
var svikið; skömmtunarseðlar voru
áfram í gildi. Pólskt svínakjöt var
skammtað á sama tíma og hægt var
að kaupa ódýrt niðursoðið svínakjöt
„made in Poland“ í dönskum versl-
unum.
Með herlögunum voru margir for-
ystumenn Samstöðu fangelsaðir og
allt starf samtakanna bannað. En
þetta var eitt af mörgum dæmum um
seinheppni stjórnvalda. Í stað skipu-
lagðra samtaka sem störfuðu fyrir
opnum tjöldum hófst neðan-
jarðarstarf sem erfitt var að hafa eft-
irlit með. Forystumennirnir voru
sveipaðir ljóma og áhrif kaþólsku
kirkjunnar efldust. Í verksmiðjum,
háskólum og víðar spruttu upp „sell-
ur“ sem mynduðu net skipulagðrar
andspyrnu. Þessi uppbygging sam-
takanna einkenndist af valddreifingu
og gerði lögreglu erfitt um vik að
skera á einhverjar fáar sérdeilis þýð-
ingarmiklar líftaugar – líftaugarnar
voru jafn margar og félagarnir.
1983 var orðið ljóst að herlögin
skiluðu ekki tilætluðum árangri.
Þvert á móti hafði Samstöðu vaxið
fiskur um hrygg og foringi samtak-
anna sæmdur friðarverðlaunum
Nóbels. Á tímabili herlaganna má
kannski segja að forysta andófsins
hafi færst frá Samstöðu yfir til kaþ-
ólsku kirkjunnar með Jóhannes Pál
páfa fylkingarbrjósti. Víst er að kaþ-
ólsk kirkja gegndi gríðarlega þýð-
ingarmiklu hlutverki.
Herlög voru afnumin 1983 en bar-
átta stjórnvalda gegn áhrifum kaþ-
ólskrar kirkju á pólskt samfélag hélt
áfram og leiddi m.a. til morðsins á
prestinum Jerzy Popieluszko.
Múrinn fellur
Þegar þessi saga er skoðuð er rétt
að hafa í huga að Pólland hefur aldr-
ei verið eyland. Í austurblokkinni
hrönnuðust upp vandamál, Sov-
étríkin í djúpri efnahagskreppu og
forystan komin að fótum fram. Vest-
an við járntjaldið ríktu herskáir
vindar Margrétar Thatchers og Ro-
nalds Reagans. Pólland var eins og
lús á milli tveggja nagla. Þar kom þó,
og ekki síst vegna breyttra stjórn-
arhátta í Kreml uppúr miðjum 9.
áratuginum, með glastnost og pe-
restrojku, að pólsk stjórnvöld, að
undangengnum hringborðs-
umræðum, ákváðu að efna til frjálsra
kosninga í júníbyrjun 1989.
Samstaða fór fram sem pólitískur
flokkur og eftir þær kosningar þurfti
enginn að efast um vilja þjóðarinnar.
Svo stór var sigur Samstöðu að dag-
ar pólska Kommúnistaflokksins voru
taldir. Tadeusz Mazowiecki varð for-
sætisráðherra og brátt var nafni
landsins, Polska Rzeczpospolita Lu-
dowa – Pólska alþýðulýðveldið –
breytt í Rzeczpospolita Polska –
Lýðveldið Pólland. Ef hægt er að
bera saman þýðingu sögulegra at-
burða fullyrði ég að „Múrinn“ hafi
ekki fallið í Berlín haustið 1989 held-
ur í Póllandi í júní það ár. Og hrun
hans hafi ekki hafist í júní 1989 held-
ur í Gdansk í ágúst 1980.
Ein gerð einræðis má
ekki breytast í aðra
Tíu dögum eftir hinar sögulegu
kosningar átti ég þess kost að ræða
við hinn óumdeilda forystumann
þessara miklu breytinga, Lech
Wałêsa. Viðtalið fór fram á skrifstofu
hans í aðalstöðvum Samstöðu í
Gdansk. Ég spurði hann þá. m.a.
hvort skilja mætti það svo að þátt-
taka Samstöðu í kosningunum
merkti að samtökin hefðu tekið
breytingu frá faglegum verkalýðs-
samtökum í það að verða pólitískur
flokkur. Svar hans var á þá leið að
svo gæti virst, en Samstaða væri
fyrst og fremst umbótahreyfing og
innan samtakanna væru ýmsar póli-
tískar stefnur. Samstaða væri því
ekki pólitískur flokkur í strangasta
skilningi orðsins, en pólitískar að-
stæður væru þannig að samtökin
ættu engra kosta völ ef ekki ætti illa
að fara fyrir pólsku þjóðinni. Hins
vegar væri ekki ætlunin að taka við
stjórnartaumum og umfram allt yrði
að gæta þess að ein tegund einræðis
breyttist ekki í aðra. „Af þessum
ástæðum kjósum við að aðstoða við
að leysa vandamálin án þess að taka
á okkur völd né taka að okkur mál
sem verkalýðssamtökum kemur ekki
beinlínis við. Þegar okkur hefur tek-
ist að leysa þessi brýnustu vandamál
í samvinnu við ýmsa aðra ætlum við
að snúa okkur að þeim málum sem
ætluð eru góðum verkalýðs-
samtökum.“
Hann bætti svo við að hann von-
aðist til þess að Samstaða sem póli-
tískt afl myndi leysast upp í frum-
eindir sínar. Þá fyrst yrði hægt að
tala um lýðræði þegar ekki yrði leng-
ur þörf fyrir fjöldahreyfingu í vinnu-
galla stjórnmálaflokks. Ári síðar varð
hann forseti og afklæddist vinnugalla
verkalýðsleiðtogans.
Á næstu misserum gerðust hlut-
irnir hratt. Landið logaði í verkföll-
um og átökum. Mörgum fannst
stjórnvöld helst til upptekin af tákn-
rænum breytingum eins og að velta
fyrir sér hvort pólski örninn í skjald-
armerkinu ætti að vera með eða án
kórónu og hvort breyta ætti nöfnum
gatna og torga. Þá urðu áhrif kaþ-
ólsku kirkjunnar á pólsk stjórnmál æ
ákveðnari og jafnframt íhaldssamari.
Frjálslyndir Pólverjar sögðu gjarna
að kirkjan hefði breyst frá fram-
sæknu umbótaafli í áhrifaríkan klúbb
svartstakka sem vildu færa klukkuna
aftur um tvær aldir.
Kraftbirting lýðræðisins
Þegar leið að þingkosningum 1993
hafði draumur Wałêsa ræst að því
leyti að Samstaða hafði leyst upp í
fjölda flokka og samtaka. Enn einu
sinni urðu straumhvörf í pólskum
stjórnmálum. Kosið var um 460 þing-
sæti og aragrúi flokka ruddist fram á
völlinn með vopnabraki og látum svo
sem tíðkast í lýðræðislegri baráttu
um atkvæði. Úrslitin komu ekki á
óvart, þótt fáir hefðu getað ímyndað
sér slíkt fjórum árum fyrr. Komm-
únistaflokkurinn, sem nú hét „Lýð-
ræðisfylking“, varð stærsti flokkur
þingsins, með 171 þingsæti. Að lokn-
um kosningum myndaði hann meiri-
hlutastjórn með sínum gamla sam-
starfsflokki, Bændaflokknum. Það
heyrði einnig til tíðinda að Samstaða
náði engum fulltrúa sinna á þing og
Umbótafylking Lech Wałêsa,
BBWR, fékk aðeins 5% atkvæða og
20 þingsæti.
Árið 1995 tapaði Wałêsa í forseta-
kosningum fyrir Aleksander Kwas-
niewski sem hafði unnið sig upp í
gamla kommúnistaflokknum. Það má
sennilega kalla það kaldhæðni sög-
unnar að maðurinn sem vildi forðast
að ein tegund einræðis breyttist í
aðra var felldur úr forsetastóli og
honum gefið að sök að hafa sýnt óþol-
andi einræðistilburði.
Á þeim árum sem liðin eru síðan
þessar pólitísku og félagslegu jarð-
hræringar gengu yfir hafa margir
stórir og smáir skjálftar skekið Pól-
land. Stjórnvöld, án tillits til hvaða
flokkar fóru með völd, kusu að taka
skýra afstöðu í efnahags- og utanrík-
ismálum. Lífið á götum og strætum
borga tók breytingum. Leigubílar,
sem áður voru örfáir og þá helst
Moskvítar, Skódar og pólskir Fíatar
eða rússneskar Volgur, hurfu og í
þeirra stað komu límósínur af vest-
rænum uppruna. Í borgum risu
skógar turna í „gljáfúnkís“, – heilu
fjármálahverfin – í eigu erlendra
stórfyrirtækja. Vöruval í verslunum
varð líkt og annars staðar í Vestur-
Evrópu enda gekk þjóðin glöð vest-
rænni neyslumenningu á hönd. Pól-
verjar vildu ganga alla leið, komast
inn í Evrópusambandið. En ferðin að
því marki var ekki sársaukalaus. Eitt
af skilyrðum aðildar var einkavæðing
og það ferli kostaði gríðarlegt at-
vinnuleysi og landflótta ungs fólks,
sem við Íslendingar nutum m.a. góðs
af. Þótt ástandið sé þannig nú 20 ár-
um eftir Solidarnos̀c̀-byltinguna að
margir þeirra Pólverja sem „flúðu“
hingað hafa „flúið“ heim, er fjarri því
að þar drjúpi hunang af hverju strái.
Enn er þar mikið atvinnuleysi og
orðið kreppa er líka til í pólskum
orðabókum.
Aðild Póllands að Evrópusam-
bandinu hefur styrkt sjálfsmynd
þjóðarinnar, enda Pólland eitt
stærsta ríki sambandsins. Það er
jafnframt ljóst að margar ákvarðanir
stjórnvalda bera þess merki að Pól-
verjar vilja draga lærdóm af sögu
sinni og ganga því stundum ekki al-
veg í takt við önnur forysturíki sam-
bandsins. En það gildir um Pólverja
líkt og um Íslendinga að þeir skapa
sína eigin sögu. Og maðurinn skapar
sína eigin sögu – bara ekki eftir geð-
þótta, heldur við aðstæður sem eru
skilyrtar af hinu liðna.
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
– meira fyrir leigjendur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nýjung á mbl.is fyrir leigjendur og þá sem vilja leigja eignir
Þeir sem vilja leigja sér húsnæði eða bjóða eign til leigu geta nú einfaldlega farið á mbl.is
mbl.is/leiga er miðstöð þeirra sem vilja skoða leigumarkaðinn, hvort heldur sem er
fyrir atvinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði. Þeir sem vilja bjóða eignir til leigu geta keypt
vikuskráningu á vefnum fyrir 1.000 kr. eða heilan mánuð á 3.500 kr.
mbl.is/leiga
» Þótt ástandið séþannig nú 20 ár-
um eftir Solidarnos̀c̀-
byltinguna að margir
þeirra Pólverja sem
„flúðu“ hingað hafa
„flúið“ heim, er fjarri
því að þar drjúpi hun-
ang af hverju strái.
Útdrátt úr greininni á pólsku er
að finna á mbl.is
Streszczenie artykułu w jezyku
polskim mozna znaleść na stro-
nie mbl.is