Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 26

Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 26
26 Landið okkar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Auðna og þróttur, oft má sjá, eru fljótt á þrotum. Gakktu hljótt um garða hjá gömlum tóttarbrotum. Svo segir hún m.a.: Inni í þröngu klettakró Króká söng í næði, leiddist öngum, er hér bjó, öll þau löngu kvæði. Myndir hreinar hjúpast frið, hugans leynum orna. Hér var einatt hinkrað við hestasteininn forna. Þau myndljóð sem Raxi yrkir í þessari opnu og orna okkar hugans leynum, sýna auðvitað að- eins brotabrot af þeim fjársjóði sem felst í kynjamyndum landsins okkar. Hvernig væri að nema staðar um stund og beina augum okkar að þeim? Þær eru alls staðar ef að er gáð. Við eig- um heilt land af margbrotnum myndum og í senn svo miklu meira ef við gerumst ekki græðgismenn á gæði þess. freysteinn@mbl.is Þegar landið vaknar af vetrarblundi,lýkst almáttugt auga þess upp ognáttúran losnar úr læðingi, leikur viðhvern sinn fingur og framkallar alls kyns furðumyndir í landið. Það er fátt skemmtilegra en að rýna í þessar myndir, gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og eignast hlutdeild í þeirri kynjaveröld sem landið okkar er. Á stærstu ljósmyndinni, þeirri fyrir ofan auga landsins, flæmist drekinn mikli fram Suðurland í allri sinni makt, sem okkur mönn- unum fer bezt á að virða, þegar við virðum drekann fyrir okkur. Efst til hægri teiknar Tungnaá ekki bara tvær kynjamyndir í landið, heldur eru þær fleiri og ekki allar eins. Þar fyrir neðan hlykkj- ast Miðgarðsormur hjá Borg á Mýrum. Næst teiknar á sig í vatn fram og neðst til hægri gef- ur að líta kjarvalskt andlit í landinu. Í ljóðinu Krókárgerði lýsir Ólína Jón- asdóttir frá Silfrastöðum í Skagafirði þeim hugmyndum sem hún sér í landinu. Hún byrj- ar á því að minna okkur á að lesa landið með virðingu: Kynjamyndir landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.