Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 29. apríl 1979: „Innan verkalýðs- hreyfingarinnar er mikið verk að vinna. Kommúnistum hefur með hjálp krata tekizt að komast til æðstu áhrifa og notfæra sér að- stöðuna óspart í flokkspólitíska þágu einis og þeirra er háttur. Á meðan svo stendur er ekki við því að búast, að verkalýðshreyfingin verði í stakk búin til þess að tryggja öllum launþegum sóma- samleg lífskjör, eins og efni standa til. Á þessum vettvangi bíður verkalýðsráðs Sjálfstæð- isflokksins mikið starf, en það mun, ef að líkum lætur, einbeita sér að því að auka frelsi innan verkalýðshreyfingarinnar og að faglegri baráttu launafólks; jafn- framt vinna gegn stéttaátökum undir kjörorðinu: „Stétt með stétt“.“ . . . . . . . . . . 30. apríl 1989: „Á hátíðisdegi verkalýðsins að þessu sinni stend- ur þjóðin frammi fyrir því, að sjávarútvegurinn er rekinn með miklum halla og að lægstlaunaða fólkið býr ekki við mannsæmandi kjör. Hvernig er hægt að finna leið út úr þessari sjálfheldu? Morgunblaðið hefur að und- anförnu fjallað nokkuð um það, að matarkostnaður er óheyrilega hár hér á landi samanborið við mat- vælaverð í nálægum löndum. Lækkun á verði matvæla og ým- iss konar daglegri þjónustu er bezta kjarabótin fyrir launþega. Reynslan hefur sýnt okkur, að með raunverulegri samkeppni er hægt að lækka vöruverð. Sam- keppni er hins vegar takmörkuð hér vegna þess hve markaðurinn er lítill. Þess vegna er spurningin sú, hvort hægt er að knýja fram lægra vöruverð, launþegum og neytendum til hagsbóta, með því að opna landið fyrir stóraukinni samkeppni frá öðrum löndum. Í því felst þá að auka verður frjáls- ræði í innflutningi á matvörum frá því, sem nú er. Samkeppni á sviði bankaþjónustu, trygg- ingaþjónustu, flutninga, svo eitt- hvað sé nefnt, getur leitt til lægra verðs á matvöru.“ Úr gömlum l e iðurum Tillögur fram-kvæmda-stjórnar Evrópusambands- ins um að hverfa frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika, auka valddreif- ingu í sjávarútvegi og auð- velda ákvarðanir komu fram í svokallaðri grænbók í vikunni sem leið. Sjávarútvegsstefna sambandsins er nú í endur- skoðun og grænbókin sýnir að í þeim efnum er allt uppi á borðinu. Í umræðum á Íslandi hefur allajafna verið talað um sjávarútvegsstefnu ESB sem fasta stærð, en vitaskuld er sú alls ekki raunin eins og þessar tillögur bera vitni um. Í tillögunum er brugðist við gagnrýni um of mikla miðstýr- ingu og að grundvallarreglur og atriði, sem lúta að fram- kvæmd, hafi nánast verið lögð að jöfnu. Þessu eigi að breyta þannig að framkvæmdastjórn- in geri tillögur, sem aðild- arríkin síðan hafni eða sam- þykki. Athygli vekur að í grænbók- inni er ýmislegt haft til hlið- sjónar úr íslenska fisk- veiðikerfinu, sérstaklega hvað varðar nauðsyn þess að rétt- urinn til nýtingar og ábyrgð á góðri umgengni um auðlindina fari saman. „Notkun markaðs- tækja eins og framseljanlegra veiðiréttinda gæti verið hag- kvæmari og ódýrari leið til að draga úr offjárfestingu og leið sem sjávarútvegurinn sjálfur þyrfti að taka meiri ábyrgð á,“ segir í skýrslunni. Skýrslan er ekki aðeins merkilegt innlegg í umræðuna um Evrópusam- bandið vegna þess sem í henni stend- ur, heldur einnig þar sem hún sýnir að sjávarútvegs- stefna þess er ekki höggvin í stein. Það er rétt að almennt myndu Íslendingar sakir smæðar ekki hafa mik- inn slagkraft í ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins, en í krafti hinnar umsvifamiklu útgerðar á Íslandi yrðu áhrif landsins óhjákvæmilega mikil í sjávarútvegsmálum. Í þeim efnum segir sína sögu að áhrif Íslands á mótun nýrrar sjáv- arútvegsstefnu gætu orðið töluverð þótt Íslendingar standi utan Evrópusambands- ins. Því ber hins vegar að halda til haga að til að tillög- urnar í grænbókinni nái fram að ganga þarf samþykki aðild- arríkjanna og það er alls ekki gefið. Endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar stendur nú yfir og mun ljúka í upphafi næsta ára- tugar. Þetta er enn ein stað- reynd, sem sýnir að það borg- ar sig að hafa hraðar hendur í Evrópumálum. Ætli Íslend- ingar að ganga í Evrópusam- bandið væri æskilegt að gera það í tæka tíð til að hafa áhrif á eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar – þann málaflokk, sem veldur hvað hörðustum deilum og mestum efasemdum um ágæti aðildar – innan frá. Hér gæti í raun verið um að ræða tækifæri til að eyða þeim þáttum, sem áhrifamestu and- stæðingar Evrópusambands- aðildar líta á sem helstu fyr- irstöðuna. Áhrif Íslendinga yrðu meiri en á öðrum sviðum} Endurskoðun sjávar- útvegsstefnu ESB FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E ftir því sem lengra hefur liðið frá bankahruninu í haust og atvinnuleysi farið vaxandi hefur álag aukist hjá prest- um þjóðkirkjunnar, einkum á suð- vesturhorni landsins. Jafnframt hef- ur messusókn aukist og aðsókn í barnastarf og svonefnda for- eldramorgna. Stofnanir kirkjunnar finna einnig fyrir þessu, eins og Hjálparstarf kirkjunnar, þar sem fjöldi beiðna um aðstoð hefur marg- faldast á milli ára. Vilborg Oddsdóttir veitir innan- landsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar forstöðu. Hún segir aukningu hafa orðið í hverjum mánuði frá áramót- um. Áður fyrr hafi stofnunin verið að taka á móti beiðnum um aðstoð frá 120-130 fjölskyldum í mánuði. Nú er þessi fjöldi kominn vel yfir 400 á mán- uði. Aukning er því meiri en 200%. Mest hefur álagið verið á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum en að sögn Vilborgar hefur hjálparbeiðnum til presta á landsbyggðinni fjölgað að undanförnu. Nýir hópar fólks hafa bæst við, segir Vilborg, og ekki síst yngri fjölskyldur þar sem algengt er að foreldrar séu 20-39 ára. „Flestir nýir sem koma eru at- vinnulausir og þar af leiðandi fáum við jafnmarga karla og konur, sem er breyting frá því sem áður var þegar konur voru um 75% þeirra sem til okkar leituðu. Við erum einnig að sjá alltof mikið af krökkum á aldrinum 18-23 ára, sem ekki voru í skóla og hafa misst sína vinnu. Þau eru bæði menntunar- og atvinnulaus og hafa greinilega ekki fjölskyldur til að styðjast við,“ segir Vilborg. Hjálparstarf kirkjunnar sinnir beiðnum um aðstoð af öllu landinu, gegnum presta og djákna, og vegna aukins álags hefur orðið að skammta matargjafirnar. Mikil aukning hefur einnig verið á aðstoð Hjálparstarfsins við lyfja- og lækniskostnað. Þá hefur ráðgjöf aukist við fjölskyldur í vanda, í samstarfi við prestana. Sem fyrr segir hefur aðstoð við fólk á landsbyggðinni verið að aukast og stór hluti aðstoðar Hjálparstarfs kirkj- unnar, eða 12%, farið til fólks á Suð- urnesjum, þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið. Vilborg sér einnig fleiri útlendinga leita sér aðstoðar, bæði far- andverkamenn og fjölskyldufólk sem sest hefur að á Íslandi. Í flestum til- vikum er þetta fólk sem ekki getur snúið til síns heimalands. Velferðarsjóður á Suðurnesjum Í samstarfi við Hjálparstarf kirkj- unnar, fyrirtæki og einstaklinga var stofnaður Velferðarsjóður á Suð- urnesjum, sem hugsaður var sem við- bót við þau úrræði sem kirkjan hefur haft. Að sögn Skúla S. Ólafssonar, sóknarprests Keflavíkurkirkju, safn- aðist á sjöundu milljón króna og sjóð- urinn hefur komið sér einkar vel í annars konar aðstoð en matargjafir, s.s. lyfja- og lækniskostnað. Skúli segir fjölda þeirra sókn- arbarna sem koma í viðtöl hafa marg- faldast. Á fyrstu þremur mánuðum ársins fengu jafnmargir mataraðstoð á Suðurnesjum og allt síðasta ár. Skúli vonar að um tímabundna erf- iðleika sé að ræða en hann bendir á að Suðurnesin hafi orðið hart úti í at- vinnumálum á síðustu árum. Fyrst var það kvótinn sem að stórum hluta fór af svæðinu, síðan herinn og loks skall kreppan á í haust. „Núna þegar harðnar á dalnum kemur ástandið niður á fólki af fullum þunga. Mikill samdráttur hefur orðið á þessu svæði og ekkert varanlegt komið í staðinn, þó að tímabundnar lausnir hafi verið uppi,“ segir Skúli. Hann tekur að endingu fram að þrátt fyrir alla þessa erfiðleika fólks þá beri það sig vel. „Fólk er hnarreist og and- inn hér í samfélaginu er góður, þrátt fyrir allt sem á hefur dunið.“ Morgunblaðið/hag Kirkjan Með auknu atvinnuleysi hefur beiðnum um aðstoð til stofnana eins og kirkjunnar fjölgað verulega. Aðsókn í messur hefur einnig aukist í vetur. Kirkjan fær margfalt fleiri hjálparbeiðnir ÞJÓNUSTA Á KREPPUTÍMUM Á vefnum kirkjan.is er bent á nokkra þætti í starfi kirkj- unnar sem fólk getur nýtt sér á erfiðum tímum. Fyrir það fyrsta eru nefndar guðsþjónustur og bænastundir og m.a. birtur listi yfir kyrrðar- og bænastundir í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Jafntframt er bent á viðtals- og símatíma hjá prestum, sem og nám- skeið og fyrirlestra margs konar. Kirkjan hefur m.a. komið að starfi Rauða- krosshússins í Borg- artúni 25. Þar er opið hús alla virka daga frá kl. 12-17 og öllum heimill aðgang- ur. Dagskráin er aðgengileg á www.raudakrosshusid.is. Að frumkvæði presta í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, sr. Pálma Matthíassonar og fleiri, kom Þjóðkirkjan að undirbúningi Rauðakrosshússins frá byrjun. Að- koma kirkjunnar felst einkum í við- veru presta og djákna fjóra daga vikunnar, 1-2 klukkutíma í senn, og einnig hefur starfsfólk Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar staðið vaktina. Að sögn sr. Maríu Ágústs- dóttur héraðsprests hefur aðsóknin farið vaxandi. Starfsfólk og sjálf- boðaliðar RKÍ hafi lagt á sig gríð- arlega vinnu frá því í febrúar til að gera þessa miðstöð fyrir fólkið í landinu sem best úr garði. S jálfstæðisflokkurinn hefur áratug- um saman haft sterka ímynd. Sú ímynd varð skyndilega að engu í heimskulegri kosningabaráttu flokks sem missti allt sjálfstraust sama dag og hann komst í stjórnarandstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í augum fjöl- margra minnt sumpart á vel þjálfaðan her þar sem allir marsera í takt vegna þess að flokks- menn vita að ef þeir fara alvarlega út af spor- inu þá verða þeir ekki lengur hluti af heild. Þeir sem standa utan Sjálfstæðisflokksins fylgjast af forvitni og furðu með þessum ríka flokksaga og gera sjálfkrafa ráð fyrir að þegar alvarleg vandamál steðji að flokknum sé herr- áðið kallað saman og semji snjalla aðgerð- aráætlun sem gangi fullkomlega upp. En í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins gekk ekkert upp. Þegar styrkjamálið margfræga kom upp steingleymd- ist að kalla herráðið saman til að samræma framburð manna. Hinir grunuðu voru því á harðahlaupum og margsaga í vondu máli sem engin leið var fyrir flokkinn að þvo sig af, þótt mikið væri reynt að klína skítnum á einn mann, Guðlaug Þór Þórðarson, af því sú niðurstaða hefði verið þægilegust fyrir flokkinn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var eitt af stóru feil- sporum flokksins. Þar var svo mikið lagt upp úr að halda ánægðri litlu harðlínuklíkunni sem óttast Evrópusam- bandið, að Evrópusinnar flokksins þögguðu niður í sjálf- um sér. Afleiðingin var sú að þeir sátu uppi með nagandi samviskubit, eins og hendir þá sem svíkja sjálfan sig, Til að svæfa sam- viskubitið og ná aftur Evrópusambands- sinnum, sem flokkurinn hafði hrakið frá sér, kokkuðu þessir sömu menn upp nýja stefnu um upptöku evru í samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þar gleymdist að gera ráð fyrir því að einhver mjög svo þreytandi fjöl- miðlamaður fengi þá hugdettu að spyrja menn innan Evrópusambandsins hvort Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ákvörðunarrétt innan sambandsins. Svo gerðu fjölmiðlamenn vit- anlega einmitt þetta og fengu svarið: Nei, ekki hægt. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins fóru í gríðarlega fýlu og fóru mörgum orð- um um þann dæmigerða hroka embættis- manna í Evrópusambandinu að taka ekki mark á Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skildu heldur ekkert í því af hverju þjóðin fylltist ekki miklum fögnuði þegar þeir stóðu fyrir nær endalausu málþófi á Alþingi rétt fyr- ir kosningar. Þar töluðu þeir tímunum saman en enginn aðrir en þeir botnuðu í því hverju þeir voru að mótmæla. Það er leitt að hafa svo mikinn tíma til að tala en gera það af slíkum vanmætti að engin skilaboð komast áleiðis. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka rækilega til heima hjá sér og hugsa upp á nýtt. Og láta af fýluköst- unum. Auðmýkt myndi heldur ekki skaða – svo ekki sé nú talað um einlæga iðrun. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Löskuð ímynd Sjálfstæðisflokks Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.