Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir.
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 krónur
Þú
ákveður
svo hva
r og
hvenær
þú
veiðir
veidikortid.is
Hver seg
ir að
það sé d
ýrt
að veiða
?
Ávarp: hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ráðstefna um Pál Lýðsson
bóndann, félagsmálamanninn og fræðimanninn
í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 2. maí frá kl. 14-17
Ráðstefnustjóri: Þór Vigfússon fyrrv. skólameistari.
Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Nánar á www.fraedslunet.is
Ráðstefnan er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
Fram koma:
Ólafur Kristjánsson, bóndi
Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra
Ingrid Westin, fyrrv. sendikennari
Arne Torp, prófessor
Bjarni Harðarson, bóksali
Jón Hermannsson, bóndi
Gunnar Sigurgeirsson, ljósmyndari
Miklós Dalmay, píanóleikari
19.
Þ
ess er getið um Ísak, þann forna höfðingja
og ættföður, að hann hafi gengið út á ak-
urinn að kvöldlagi til þess að gera bæn
sína. (1Mós 24.63).
Þannig er þetta orðað í nýju Biblíunni
okkar.
Í næstu þýðingu á undan var sagt, að hann hafi farið
út til þess að hugleiða á mörkinni. En þar á undan var
þetta þýtt eins og nú var gert.
Það má sem sé þýða orð frumtextans á báða vegu,
ýmist með því að segja, að Ísak hafi verið að biðja eða
íhuga.
Ég er að nefna þetta til þess að minna á, að það
tvennt, sem hér er nefnt, bæn og íhugun, fer saman, er
samtvinnað. Og þessi frásögn minnir líka á þá löngu,
andlegu hefð og arfleifð, sem kristin kirkja býr að.
Hinir fornu Hebrear hafa hugleitt, íhugað, ósjaldan
úti, undir berum himni, oft að kvöldi seint eða árla
morguns.
Það má sjá merki þess í textum, svo sem í þessum
bænarorðum:
Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna,
tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar,
hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans
(Sálm. 8).
Það hefur verið nótt, þegar Abraham var sagt að láta
stjörnurnar segja sér að það sé óhætt að treysta orðum
og fyrirheitum skaparans (1. Mós. 15).
Jesús fór á fætur árla, löngu fyrir dögun, hélt á
óbyggðan stað og baðst þar fyrir (Mark. 1, 35).
Þess er og getið, að hann var næturlangt á bæn úti, á
fjalli (Lúk.6,12).
Um Ísak veit maður það af sambandinu, hvaða bæn-
arefni hefur verið honum ríkast í huga þetta kvöld:
Hann var að bíða eftir sendimanni, sem Abraham,
faðir hans, hafði gert út til þess að finna konu handa
honum og þótti biðin orðin helsti löng. Hann hefur efa-
laust talað við Guð um það. Og viti menn: Þarna kom
hann þá, þjónninn, í rökkrinu, og með honum sú glæsi-
lega Rebekka, ríðandi á úlfalda! Bæn unga mannsins
var heyrð.
Þeim fornu mönnum, sem við kynnumst í helgum
ritningum, var vel ljóst, að hjúskapur, hjónaband, kom
Guði við. Hann lét sig varða það, lét sér umhugað um
þann mikilvæga burðarás mannlegrar gæfu.
Jesús gekk að og byggði á ríkulegum trúararfi, sem
hann endurmat og mótaði að nýju og skilaði áfram um-
sköpuðum.
Allt sem er kristið byggist á honum og snýst um hann.
Sér í lagi að sjálfsögðu öll kristin trúariðkun. Íhugun
eða hugleiðing og bæn fylgjast að, hvort með öðru miðar
að því að leiða hugann til Guðs, opna hugann fyrir hon-
um, vera með hugann hjá honum. Trúarleg íhugun er
ekki heilabrot, heldur innlifun, sem virkjar innsæisgáf-
una eða opnar fyrir Guði. Það má líka segja, að íhugun
sé hljóð, innri bæn. Þá fellur kyrrð yfir meðvitaða hug-
arstarfsemi en vitundin vaknar eða lifnar og opnast.
Þetta er með mörgum blæbrigðum og stigbreytingum í
trúarlífinu. Og ekkert keppikefli að huga mjög að því
eða festa hugann við það, sem gerist hið innra með
manni.
Það er aldrei hollt að vera sjálfhverfur. Frumskilyrði
heilbrigðs trúarlífs er að muna það, að það er ekki ég,
sem skipti máli, mínar kenndir eða hughrif, heldur
Drottinn, hugur hans, vilji hans, hjarta hans, bænin
hans. Það er þetta, sem ber mann uppi, styrkir og leið-
beinir, hvað sem kenndum eða tilfinningum líður. En
fyrir því er mikil, almenn og ótvíræð reynsla, að stundir,
sem eru fráteknar handa Guði og helgaðar honum skilja
eftir áhrif, sem enginn sem reynir vill missa af.
Leit og svör
Sigurbjörn
Einarsson
Pistlar sr. Sigurbjörns
Einarssonar, sem
Morgunblaðið birti á
sunnudögum á síðasta
ári, vöktu mikla ánægju
meðal lesenda. Um það
samdist, milli sr.
Sigurbjörns og Morg-
unblaðsins, að hann
héldi áfram þessum
skrifum og hafði hann
gengið frá nýjum
skammti áður en
hann lést.
» Trúarleg íhugun er ekkiheilabrot, heldur inn-
lifun, sem virkjar innsæisgáf-
una eða opnar fyrir Guði.
SAMFYLKINGIN
hefur lagt drög að
nýrri atvinnustefnu,
sem markar nokkur
tímamót því þar er
lagt til að mótuð verði
heilsteypt sókn-
arstefna er byggir á
jafnræði atvinnu-
greina, sjálfbærri þró-
un og heilbrigðu sam-
keppnisumhverfi.
Áhersla er lögð á að græna atvinnu-
sköpun en margir telja að þar liggi
sérstaða okkar og samkeppn-
isforskot á alþjóðavettvangi.
Skortur á opinberri stefnu
Mikið hefur skort á skýra stefnu
stjórnvalda í atvinnumálum á Ís-
landi. Megnið af síðustu öld mið-
uðust aðgerðir stjórnvalda í efna-
hags- og atvinnumálum við
hagsmuni sjávarútvegsins, sam-
anber tíðar gengisfellingar á 8. og
9. áratug aldarinnar, í því skyni að
bæta samkeppnisstöðu greinarinnar
gagnvart útlöndum. Þá mátti einu
gilda þó aðrar greinar svo sem
verslun og iðnaður bæru skarðan
hlut frá borði. Á áratug stóriðj-
unnar frá 1995 lögðu stjórnvöld sig
í framkróka um að laða til landsins
erlenda stóriðju með loforðum um
ódýra græna orku. Virkjanir og ál-
ver spruttu upp og hjól
efnahagslífsins keyrðu
á yfirsnúningi þegar
komið var fram yfir
aldamótin. Þessi þróun
náði hámarki með
Kárahnjúkavirkjun og
álverinu á Reyðarfirði,
sem ýtti undir of-
þenslu efnahagslífsins
auk þess að kljúfa
þjóðina í andstæðar
fylkingar stóriðjusinna
og umhverfisvernd-
arfólks.
Fjölbreytt atvinnulíf
Ekki dreg ég fjöður yfir það að
Samfylkingin hefur í sinni tíð stutt
einstakar framkvæmdir í stóriðju-
málum einkum á forsendum at-
vinnuuppbyggingar. Hinu er ekki
að leyna að um stóriðjumálin hafa
verið afar skiptar skoðanir í flokkn-
um og þeim fer fjölgandi sem telja
nóg að gert í uppbyggingu álvera
og að nú sé mikilvægt að efla aðrar
atvinnugreinar til mótvægis, leggja
grunn að atvinnulífi sem byggir á
fjölbreytni, jafnræði og heilbrigðu
samkeppnisumhverfi með aukna
áherslu á græna hagkerfið.
Jafnræði atvinnugreina
Samfylkingin vill auka jafnræði
atvinnugreina gagnvart stjórnkerfi
ríkisins. Mikilvæg forsenda þess er
að málefni atvinnulífsins verði sam-
einuð í einu atvinnuvegaráðuneyti,
sem leysi af hólmi iðnaðarráðuneyti
og ráðuneyti sjávarútvegs- og land-
búnaðarmála. Slíkt myndi liðka fyr-
ir því að hægt verði að móta at-
vinnustefnu, sem þjónar
heildarhagsmunum þjóðarinnar í
stað sérhagsmuna tiltekinna at-
vinnugreina.
Sóknarstefna – samkeppnishæfi
Samfylkingin vill að mótuð verði
heildstæð sóknarstefna í atvinnu-
málum í nánu samráði við aðila
vinnumarkaðarins, sveitarfélög,
frjáls félagasamtök og vísinda-
samfélagið. Stefnan byggi á því að
nýta auðlindir landsins og virkja
mannauðinn með hagkvæmum og
sjálfbærum hætti. Takmarkið er að
koma Íslandi í hóp tíu samkeppn-
ishæfustu þjóða heims fyrir 2020,
en samkvæmt nýjustu greiningu
World Economic Forum er Ísland
nú í 20. sæti.
Græn atvinnusköpun
Margt bendir til að sóknarfæri
Íslands til næstu framtíðar liggi
ekki síst í vistvænni atvinnusköpun,
þ.e.a.s. atvinnustarfsemi sem ekki
felur í sér umtalsverða losun gróð-
urhúsalofttegunda eða fórn fágætra
náttúrugæða. Ísland hefur gott orð-
spor á alþjóðavettvangi vegna sér-
þekkingar á sviði nýtingar end-
urnýjanlegrar orku. Árlega
útskrifast fjöldi sérfræðinga frá
Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna
á Íslandi sem bera hróður Íslands á
þessu sviði til fjarlægra heims-
horna. Nýkjörinn forseti Bandaríkj-
anna, Barack Obama, hefur lýst
áhuga á því að koma til Íslands til
að ræða orkumál og mögulegt sam-
starf ríkjanna á því sviði.
Samfylkingin vill ráðast í að kort-
leggja sóknarfæri Íslands á sviði
grænnar atvinnustarfsemi. Fjöl-
mörg verkefni á sviði orkufreks en
vistvæns iðnaðar eru til skoðunar.
Eitt af mörgum færum liggur í þró-
un og framleiðslu innlends elds-
neytis. Árlega er flutt inn erlend
jarðefnaeldsneyti á bíla-, fiskiskipa-
og flugvélaflotann fyrir tugi millj-
arða króna með tilheyrandi losun
gróðurhúsalofttegunda. Hér eru
möguleikar Íslendinga miklir, með
framleiðslu á rafmagni, metani, et-
anóli og öðru lífrænu eldsneyti.
Samfylkingin vill stefna að því að
fjórðungur bílaflotans verði knúinn
innlendri grænni orku árið 2015 og
helmingur hans fimm árum síðar.
Gagnsæi orkusölusamninga
Lengi hefur staðið styr um orku-
sölu til stóriðju og þá leynd sem
hvílt hefur yfir slíkum samningum.
Það er því sérstakt fagnaðarefni að
á landsfundi Samfylkingarinnar var
mótuð sú stefna að aflétta bæri
leynd af upplýsingum um orkuverð
til erlendra stóriðjufyrirtækja.
Ljóst er að það stuðlar í senn að
gagnsæi og auknu jafnræði milli at-
vinnugreina en skapar einnig tæki-
færi til að laða að frekari erlenda
fjárfestingu í græn orkufrek verk-
efni. Mikilvægt er að móta skýra
stefnu um orkunýtingu þar sem
áhersla verði lögð á fjölbreyttari
nýtingu orkunnar, en nú fara um
80% af raforku landsmanna til stór-
iðju. Í því felst mikil áhætta fyrir ís-
lenskt efnahagslíf ekki síst þegar
álverð er lágt eins og nú.
Lærum af reynslunni
Einhæft atvinnulíf var ein orsök
þeirrar ofþenslu sem leiddi af sér
óhóf og græðgi í samfélagi okkar
með afleiðingum sem allir lands-
menn þekkja og súpa nú seyðið af.
Nú höfum við tækifæri til að læra
af reynslunni, móta heilsteypta at-
vinnustefnu þar sem virðing er bor-
in fyrir náttúru landsins og hags-
munum komandi kynslóða, en
skilyrði sköpuð fyrir sjálfbærum
vexti fjölda atvinnugreina í heil-
brigðu samkeppnisumhverfi. Al-
mennar aðgerðir, svo sem lækkun
vaxta og verðbólgu, eðlileg lánafyr-
irgreiðsla í bönkum og þó umfram
allt stöðugri gjaldmiðill með inn-
göngu í Evrópusambandið munu
svo ráða úrslitum fyrir íslenskt at-
vinnulíf.
Fjölþætt atvinnustefna
Eftir Skúla
Helgason » Áhersla er lögð á að
græna atvinnusköp-
un en margir telja að
þar liggi sérstaða okkar
og samkeppnisforskot á
alþjóðavettvangi.
Skúli Helgason
Höfundur skipar 3. sæti Samfylking-
arinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.