Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 37

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 37
getað sagt okkur það strax að Gísli færi ekki að kaupa grill af einföld- ustu gerð. Þetta grill var mikið not- að, einnig löngu eftir að hefðbundnu grilltímabili dönsku nágrannanna lauk, sem horfðu í forundran á Ís- lendinginn í amerísku stuttbuxun- um grilla í öllum veðrum. Gísli þurfti vinnunnar vegna að dvelja langdvölum fjarri fjölskyld- unni og það ríkti ávallt mikil eft- irvænting þegar von var á pabba heim. Þá var glatt á hjalla. Gísli hefði ekki blómstrað eins og hann gerði hefði hann ekki haft Önnu sér við hlið sem ávallt hefur stutt hann og haldið styrkum höndum um börn og bú. Fjölskyldan var Gísla mikils virði og var hann stoltur af ynd- islegum og vel gerðum börnum sín- um sem nú horfa á eftir pabba sín- um langt fyrir aldur fram. Það er með harm í hjarta sem við kveðjum góðan vin. Elsku Anna Magga, Anna Fríða, Gabbi, Benni og Kata, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Ingibjörg Ingadóttir og Sig- urður Viggó Halldórsson. Í dag finnst okkur þau orð sem stundum heyrast, að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, eiga vel við, þótt erfitt sé að sætta sig við það. Í dag kveðjum við félaga okkar, Gísla, en líklega hafa guðirnir haft þörf á snillingi til að leysa vanda heimsins. Gísli var einstakur félagi sem var alltaf brosandi og gerði óspart grín að hlutunum. Árið 1990, þegar við hjónin gift- um okkur, langaði okkur í kjölfar þess mikið út í nám. Gísli kom þá til sögunnar og lagði hart að okkur að koma með sér út til Ameríku í skóla í Oregon. Áður en við vissum af var Gísli búinn að skipuleggja allt fyrir okkur og meira að segja búinn að redda húsi við hliðina á sér til leigu. Við hjónin slógum til og fluttum með Gísla út þar sem við settumst á skólabekk. Á leiðinni út til Oregon kom snilli Gísla strax í ljós. Á ein- hvern hátt, sem við höfum aldrei komist að, tókst honum að gera þessa löngu flugferð ögn þægilegri þar sem hann gat fært okkur upp í Saga class. Við bjuggum við hliðina á Gísla á Country Club Road um hríð en síð- ar leigðum við þrjú saman hús. Gísli var einstakur félagi sem ýtti manni út í hlutina, sem maður forðaðist stundum vegna feimni eða óöryggis. Dæmi um það var þegar við vorum nýkomin til Oregon og fórum á Bur- ger King til að panta okkur ham- borgara. Þegar röðin kom að okkur að panta þögðu Magga mín og Gísli og létu mig um að tala og panta því ég kom mér alltaf undan þar sem mér fannst ég ekki eins „klár“ að tala enskuna og þau. Upphófst nú smá vandræðaleg þögn þar sem bæði þau og afgreiðslukonan horfðu á mig en einhvern veginn endaði þetta þannig að við fengum öll mat – hvort sem hann var nú rétt pant- aður eða ekki. Við hjónin, ásamt Gísla, ákváðum að fá okkur labradorhvolp saman sem við nefndum Lucky. Það var samkomulag að við myndum sjá um hann saman, en það kom þó fljót- lega í ljós að Gísli náði ekki alveg að standa við allar hliðar samkomu- lagsins. Gísli var nefnilega einstak- lega klígjugjarn og kúgaðist til dæmis alltaf við að bursta sínar eig- in tennur. Hann gat því alls ekki þolað flærnar eða hreinsað upp hundaskítinn þannig að það kom í okkar hlut að sjá um það meðan Gísla fannst voða notalegt og gott að klappa henni. Á þessum námsárum okkar í Am- eríku vorum við Gísli báðir í yfirvigt en fljótlega varð okkur ljóst að við þyrftum að gera eitthvað í málinu. Við fórum því að stunda líkamsrækt og spiluðum skvass saman á hverj- um degi og enduðum bara nokkuð flottir. Þessi ár með Gísla í Ameríku eru án efa einhver bestu og eftirminni- legustu ár okkar hjóna og verðum við Gísla ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þátt í að koma okkur út. Á seinni árum hittum við Gísla sjaldn- ar en þó svo að margir mánuðir liðu stundum á milli „hittinga“ var alltaf eins og við hefðum heyrst í gær. Við vottum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Halldór Jensson, Margrét Ármann. Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og um- svifamesta viðskiptamiðstöð Hansa- kaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni. Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaup- mannahafnar, Hamborgar og Amst- erdam. Og þar sem eru líbbleg við- skipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Rich- ard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að dr. Gísli Reynisson, ræð- ismaður Íslands í höfuðborg Lett- lands, átti ósmáan hlut að því að reisa Rigu aftur til fornrar frægðar. Á bak við það er svolítil saga. Gísli hélt ungur maður af Íslandi til náms í Vesturheimi í stærðfræði og fjár- málafræðum. Hending réð því að sem hann var að ljúka meistaraprófi í fjármálafræðum vestur á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna, fékk hann finnskan stærðfræðing sem leiðbeinanda. Þeim varð vel til vina, finnska meistaranum og hans ís- lenska lærisveini. Það hafði í för með sér að Gísli fylgdi meistara sín- um til Tampere í Finnlandi, þaðan sem hann lauk lícencíat-prófi í stærðfræði og doktorsprófi í fjár- málastærðfræði. Þar með voru ör- lög hins unga Íslendings ráðin. Eftir stuttan stans í St. Péturs- borg á vegum finnsks fjármálafyr- irtækis komst Gísli að raun um að það væri betra að ástunda einka- framtakið sjálfur en að kenna það öðrum. Hann færði sig um set og settist að í Riga. Réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Riga var í rúst. Þar var allt falt. En það þurfti líka að taka til hendinni til að byggja upp á ný. Erlendir fjárfest- ar, sem vildu hasla sér þar völl, þurftu nútímalegar bækistöðvar og hátæknifjarskipti við umheiminn. Snilli Gísla var að hann var alltaf einu skrefi á undan samkeppninni. Þeir sem vildu setja upp sjoppu í Riga, hvort heldur það voru Micro- soft, Statoil eða Pepsi Cola, svo að ekki sér minnst á minni spámenn, enduðu því sem leiguliðar Gísla. Hann kom upp nútímalegri hafn- araðstöðu. Hann byggði iðngarða með últratækni. Smám saman leiddi eitt af öðru. Að lokum var Gísli orð- inn einn helsti athafnamaður hins endurreista Lettlands. Hvað var það sem gerði Gísla að ríka manninum í Riga? Það var maðurinn sjálfur. Hann var vakinn og sofinn yfir verkefninu. Hann greindi stöðuna af köldu raunsæi og mikilli nákvæmni. Sumir sögðu hann ofvirkan. Óvirkur var hann alla vega ekki. En þrátt fyrir áræð- ið, sýndi hann einatt ýtrustu var- færni. Stöðumat stærðfræðingsins var þrælundirbúið. Hann greindi áhættuna skýrt, reyndi að sjá fyrir hið óorðna, en hafði ævinlega va- raplan B og C til að bregðast við því óvænta. Þess vegna reyndist hann farsæll. Mikið vildi ég til þess gefa að forsjármenn íslenska lýðveldisins hefðu sýnt sambærilega árvekni, í bland við framsýni og varfærni. Athafnaskáld með akademískan bakgrunn. Þeir eru ekki margir slíkir. Kannski var það það, sem gerði gæfumuninn. En hann féll frá allt of ungur. Það var svo margt ógert. En hann átti góða samverka- menn í Lettlandi, sem nú verða að halda merkinu á loft. Laima-klukk- an verður að halda sínum hljóm. Við Bryndís sendum Önnu Margréti og allri fjölskyldunni samúðarkveðjur með þökk fyrir góðar samveru- stundir á bökkum Daugava. Jón Baldvin. Á lífsleið okkar finnum við sam- ferðamenn sem við bindumst traust- um böndum. Gísli var einn slíkur, hann var mér dýrmætur vinur og mikil stoð. Hreinskilni hans, hlýja og einlæg vinátta var einstök. Gísli tók öllum opnum örmum, það var ekki annað hægt en að hrífast með. Glettinn húmor og orðheppni var eitt af því sem gerði hann svo skemmtilegan. Hann var mikill prakkari í sér og stríðinn. Ógleym- anlegt er þegar Gísli steig á svið og söng eitt af sínum uppáhaldslögum „Just a gigolo“. Þar voru allir takt- arnir teknir og ekkert gefið eftir. Gísli hafði gaman af fólki og leitaði uppi jákvæðni í fari hvers og eins. Fyrir tilstilli hans hef ég kynnst fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst og upplifað margt sem ég hefði annars aldrei upplifað. Fyrir það er ég honum þakklátur. Hann var næmur á líðan og að- stæður fólks. Það var ekki erfitt að finna hjá honum skjól og þau eru ófá skiptin sem við ræddum vonir okkar og þrár, fjölskyldur og vænt- ingar. Gísli var óhræddur við að standa við það sem hann trúði á. Hann fór þar ótroðnar slóðir og naut hann hverrar mínútu til fulls. Hann framkvæmdi og upplifði svo mikið meira en margur mun auðn- ast alla sína lífdaga. Fjölskylda Gísla var honum dýr- mæt. Þar kemur upp í hugann ferðalag frá Riga til Finnlands. Gísli sýndi mér hvar fjölskyldan hafði komið sér fyrir meðan hann stund- aði nám og hóf síðan sinn feril. Hann sagði mér sögur úr þeirra daglega lífi og var auðséð hvað hann elskaði og var stoltur af Önnu og börnunum. Gísli og Anna héldu glæsilegt heimili sem ávallt er gott að koma til. Skipti engu hvort væri í Riga, Kaupmannahöfn, Haukanesi eða Patró. Alls staðar settu þau sinn sérstaka blæ sem lýsti af hlýju og opnum hug. Við Hanna áttum marg- ar skemmtilegar stundir með þeim þar sem setið var langtímum saman og spjallað. Strákarnir mínir tala enn um hve gaman var að vera með Gísla í Riga þar sem hann bar þá á herðum sér og átti stóran þátt í að gera ferðalagið ógleymanlegt. Ekki þarf að leita langt til finna hvar rætur Gísla lágu. Við fráfall föður míns voru hlý orð Reynis mér dýrmæt, til hans gæti ég ávallt leit- að. Slík var hlýjan á Þinghólsbraut- inni og sú sem Gísli tók með sér í veganesti. Gísli skilur eftir sig stórt skarð. Hann hefur snert svo marga, komið svo mörgu til leiðar að erfitt er að ímynda sér veröldina án hans. Það er því okkar hér að halda merki hans á lofti. Önnu, börnin, Reyni, Rósu og systkin hans biðjum við Guð að geyma og styrkja. Eins sam- hent fjölskylda og þið eruð munið þið finna frið og styrk sem leiðir ykkur áfram. Kæri Gísli, það eru dýrmætar minningar og kærleikur sem mun hjálpa mér að minnast þín. Það verður ekki erfitt, slíkur er fjöldi þeirra stunda sem ég hef verið svo lánsamur að eiga með þér. Nú legg- ur þú upp í nýja ferð og þar munt þú örugglega finna fyrir þinn góða vin Kristján. Saman þar munuð þið SJÁ SÍÐU 38 Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS ÞÓRÐARSONAR, Heiðarvegi 4, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Heil- brigðisstofnunar Suðurlands og starfsfólks Fossheima á Selfossi fyrir kærleiksríka umönnun. Helga Jóhannesdóttir, Jónína Valdimarsdóttir, Guðmundur Baldursson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigríður Magnea Njálsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Sigurður Bragason, Magnea Kristín Valdimarsdóttir, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Björk Valdimarsdóttir, Oddný Magnúsdóttir, Emil Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er veittu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GEIRÞRÚÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Austurbyggð 17, áður til heimilis að Tjarnalundi 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reynihlíðar dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Árdís Björnsdóttir, Ingvar Þorvaldsson, Anna Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Hólmgeir Valdimarsson, Smári Björnsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ERLINGS OTTÓSSONAR ALBREKTSEN, Lækjasmára 58, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut, deild 13 D. Vilma Mar, Jette Frydendahl, Erik Frydendahl, Jörgen Erlingsson, Hallfríður Arnarsdóttir, Irena Erlingsdóttir, John Mar Erlingsson, Hildur Björk Betúelsdóttir, Inger María Erlingsdóttir, Árni Eðvaldsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS JENS PÉTURSSONAR, Álfhólsvegi 68, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynningar, blóðlækningadeildar Landspítalans og göngu- deildar krabbameinslækningadeilda fyrir einstaka alúð og umönnun. Áslaug Gunnsteinsdóttir, Gunnsteinn Ólafsson, Eygló Ingadóttir, Pétur Már Ólafsson, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, Jakob Fjólar, Sindri og Áslaug Elísabet Gunnsteinsbörn, Ólafur Jens, Sigurður Karl og Þór Péturssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.