Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 40
40 Auðlesið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Sumar og vetur frusu saman
á einhverjum stöðum á
landinu aðfara-nótt
sumar-dagsins fyrsta,
samkvæmt upplýsingum frá
Veður-stofunni. Í Reykjavík
var undir frost-marki um
sex-leytið þegar hiti var
mældur við jörðu en fyrir ofan
frost-mark á mælum í tveggja
metra hæð, líkt og hiti er
mældur á Veður-stofunni.
Þykir það boða gott sumar ef
vetur og sumar frjósa saman.
Sumar-deginum fyrsta var
fagnað í prýðis góðu veðri á
Akureyri síðast-liðinn
fimmtudag. Margir þáðu
lummur og kakó, fóru í
poka-hlaup, léku sér að legg
og skel eða blésu sápu-kúlur.
Á myndinni má sjá þær
Heklu Maren Baldursdóttur (í
hvíta bolnum) og Emblu
Blöndal Ásgeirsdóttur þar
sem þær máluðu
sjálfs-myndir eins og fleiri
fyrir utan Minjasafnið.
Gleðilegt sumar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjöldi á-horfenda svamlaði í bað-fötum
í Bláa lóninu að kvöldi síðasta
vetrar-dags um leið og þeir fylgdust
með skraut-legri sýningu Íslenska
dans-flokksins á verkinu Transaqania
– Out of blue en inn-blástur þess er
sóttur í lónið. Mikið gekk á þar sem
furðu-verur úr vatna-heimum dönsuðu.
Morgunblaðið/Ómar
Furðu-verur í Bláa lóninu
Valur og Haukar leika til úrslita
um Íslands- meistara-titilinn í
hand-knatt-leik karla. Haukar
áttu aldrei í vandræðum með
að leggja Fram að velli í þriðja
leiknum í undan-úrslitum
N1-deildarinnar. Lokatölur
voru30:21 en mestur var
munurinn 11 mörk.
Það var meiri spenna í leik
Vals og HK þar sem Valur
hafði betur, 29:25. „Núna
fáum við sterkt lið Vals í
úrslitum, mitt gamla félag.
Fáum hér skemmti-legan
KFUM-slag þar sem andi séra
Friðriks Friðriks-sonar mun
svífa yfir vötnum,“ sagði Einar
Örn Jónsson, leik-maður
Hauka, í gær en hann var áður
leik-maður Vals. Úrslitin
hefjast á mánu-dag á
heima-velli Hauka í
Hafnar-firði en það lið sem fyrr
vinnur þrjá leiki verður
Íslands-meistari.
Valur og
Haukar
í úrslit
Talið er allt að 6.500
ó-breyttir borgarar hafi beðið
bana og nær 14.000 særst
síðustu þrjá mánuði í átökum
stjórnar-hersins og
uppreisnar-manna á Srí
Lanka.Uppreisnar-mennirnir,
Tamíl-tígrarnir svo-nefndu,
höfðu eitt sinn um þriðjung
Srí Lanka á valdi sínu en eru
nú inni-króaðir á tólf
fer-kíló-metra strand-svæði.
Yfir 100.000 ó-breyttir
borgarar hafa flúið af
yfir-ráða-svæði Tamíl-tígranna
á síðustu dögum en
embættis-menn Sameinuðu
þjóðanna telja að allt að
50.000 manns séu enn
inn-lyksa á svæðinu.
Reuters
100.000 manns hafast við í flótta-manna-búðum á Srí Lanka.
Átök á Srí Lanka
lögreglu-embætti á
Austurlandi, lögreglan á
höfuð-borgar-svæðinu auk
Land-helgis-gæslunnar og
danska flug-hersins, sem
lánaði eftirlits-flugvél.
Hinir grunuðu komu með
slöngu-hrað-bát til Djúpavogs
fyrri hluta síðustu viku.
Mennirnir munu hafa sagt
fólki á Djúpa-vogi að þeir hafi
keypt bátinn af banka
ný-verið. Þeir sögðust vera
áhuga-menn um köfun og
ætla að stunda köfun í
nágrenninu. Aldrei sáust þó
köfunar-búningar nálægt
bátnum en athygli vakti að
um borð voru nokkrir stórir
bensín-brúsar, líkt og löng
sigling væri fyrir höndum.
Báturinn var greini-lega
út-búinn mjög öflugum
utan-borðs-mótor og því
hrað-skreiður.
Áhöfn íslensks fiski-skips
sem var að veiðum
suð-austur af landinu
laugardaginn 18. apríl gerði
lög-reglunni við-vart um ferðir
smygl-skútunnar Sirtaki sem
þá var á leið til landsins.
Lögreglan lagði hald á 109
kg af fíkniefnum, hugsanlega
amfetamín eða kókaín og
handtók sex menn í tengslum
við málið. Það er mat
lögreglunnar, að þetta sé
stærsta fíkni-efna-mál sem
upp hefur komið hér á landi.
Ó-mögulegt er að meta
sölu-verðmæti þessa magns
fyrr en búið er að vigta það og
efna-greina. Það mun
væntanlega skipta
hundruðum milljóna.
Lögreglu-að-gerðin var
mjög um-fangs-mikil og komu
að henni embætti
ríkis-lögreglustjóra.
Smygl í skútu
Erik Skyum-Nielsen
bók-mennta-fræðingur hlaut
á
sumar-daginn
fyrsta
verð-laun Jóns
Sigurðssonar
forseta.
Verð-launin
voru veitt öðru
sinni í
Jóns-húsi í
Kaup-manna-höfn.
Skyum-Nielsen hefur verið
ötull þýðandi íslenskra
sam-tíma-bókmennta og
hlotið mikið lof fyrir.
Verð-launin eru veitt þeim
einstaklingi sem hefur unnið
verk sem tengjast
hug-sjónum og störfum Jóns
Sigurðssonar forseta.
Verð-laun
Jóns Sigurðs-
sonar forseta
Erik Skyum-
Nielsen
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, af-henti Íslensku
þýðinga-verð-launin síðast-liðinn
fimmtudag. Að þessu sinni hlaut
Hjörleifur Sveinbjörnsson verð-launin
fyrir þýðingu sína á Apa-kóngur á
Silki-veginum – sýnis-bók kínverskrar
frá-sagnar-listar frá fyrri öldum, sem
JPV gaf út.
Bókin hefur að geyma brot úr
nokkrum þekktustu
bók-mennta-verkum Kínverja frá
fjórtándu öld fram til fjórða ára-tugar
tuttugustu aldar.
Sex þýðendur voru til-nefndir til
verð-launanna, en það er Banda-lag
þýðenda og túlka sem veita verð-laun
fyrir bestu þýðinguna í sam-vinnu við
Rit-höfunda-samband Íslands.
Þýðingar-verðlaun 2009
Morgunblaðið/Ómar
Verðlauna-hafinn, Hjörleifur Svein-
björnsson, ásamt forseta Íslands,
Ólafi Ragnari Grímssyni.