Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
ÞAÐ ER
PÍTSA Í
KVÖLD
HEYRÐU!
HVAÐ GERÐIR ÞÚ
VIÐ TAKKANA AF
ELDAVÉLINNI?
ÉG VIL HAFA
MÍNA MEÐ
PEPPERÓNÍ OG
AÐEINS MEIRA
PEPPERÓNÍ
Grettir
Kalvin & Hobbes
PABBI ÉG VIL
FÁ SÖGU FYRIR
HÁTTINN ÉG ER
UPPTEKINN,
KALVIN
EF ÞÚ LEST EKKI
FYRIR MIG ÞÁ FER
ÉG EKKI AÐ SOFA!
MÉR LEIÐAST SÖGUR
MEÐ BOÐSKAP
EINU SINNI VAR LÍTILL
STRÁKUR SEM HÉT KALVIN.
ÞESSI LITLI STRÁKUR VAR
MJÖG FREKUR. EINN GÓÐAN
VEÐURDAG FÉKK PABBI HANS
NÓG OG LÆSTI HANN NIÐRI
Í KJALLARA TIL LÍFSTÍÐAR
OG ALLIR LIFÐU HAMINGJU-
SAMIR TIL
ÆVILOKA
Kalvin & Hobbes
KALVIN, MATURINN ER
KOMINN Á BORÐIÐ!
ÉG ER AÐ
HORFA Á
SJÓNVARPIÐ
NEI!
VÍST! ÉG SIT BEINT
FYRIR FRAMAN ÞAÐ!
NEI, ÉG
SIT VIÐ
BORÐIÐ
NEI, ÞAÐ
ERTU EKKI!
Kalvin & Hobbes
HVERJUM ER EKKI SAMA
UM HEIMSKA SKJALDBÖKU.
ÉG HEF SÉÐ HUNDRAÐ
SKJALDBÖKUR UM ÆVINA
KALVIN, ÉG FANN
SKJALDBÖKU VIÐ LÆKINN
ÞÚ VERÐUR AÐ SÆKJA
KVÖLDMATINN Í KVÖLD
ÉG DATT ÞEGAR
ÉG VAR AÐ SETJA
MATINN Á BORÐIÐ...
ÞANNIG AÐ ÞÚ
VERÐUR AÐ SÆKJA
ÞÉR SJÁLFUR
Hrólfur hræðilegi
SKRÍTIÐ! ÞAÐ
ER REIÐUR
TRÚÐUR AÐ
GANGA UPP
INNKEYRSLUNA
HJÁ OKKUR
Æ
NEI!
Gæsamamma og Grímur
Ferdinand
Mannlífið verður fjörlegt í hvert sinn sem sólin teygir anga sína frá skýj-
unum. Pilturinn naut dagsins við Vífilsstaðavatn, lék sér í náttúrunni og
skoðaði dýralífið.
Morgunblaðið/Heiddi
Sumartíð
Þvæla í
Borgarleikhúsinu
ÉG og vinkona mín
keyptum okkur leik-
húskort hjá Borgar-
leikhúsinu. Við völdum
fjórar sýningar og
sáum þrjár þeirra sem
við völdum, en svo er
mér tilkynnt með SMS
á símanum að ég ætti
að sjá annað leikrit en
það sem við völdum,
því af einhverjum
ástæðum féll það sem
við völdum niður og
ekki var okkur boðið
að velja neitt annað.
Auk þess gátum við séð þetta
annaðhvort á föstudegi eða laug-
ardegi, en ég var búin að ætla mér
heim á Hvammstanga aftur á föstu-
deginum með rútunni. Við urðum
því að sjá eitthvað leikrit og var það
bölvuð þvæla. Okkur var sagt að
þetta væri verk sem hægt væri að
hlæja að en leikritið var mikið á
ensku og ekki skil ég hana. Enda
finnst mér að allt leikhús ætti að
vera á íslensku, við erum nú nógu
leið yfir því að útlendingar séu ekki
látnir læra íslenskuna áður en þeir
fá vinnu við símavörslu og þjónustu.
Ég er afar sár yfir þessari þjón-
ustu Borgarleikhússins og finnst
leiðinlegt að það sé boðið upp á
svona þvælu. Ég passa mig betur
næst.
Dýrfinna Ósk Högnadóttir, Melgerði.
Okur spítalanna
ÉG fór með son minn upp á Land-
spítala í Fossvogi og fékk viðtal við
eyrnalækni á göngudeild háls-, nef-
og eyrnadeildar. Læknir sendi hann
í röntgenmyndatöku þar sem hann
var með ljótan hósta. Þegar viðtalið
og niðurstaða úr myndatökunni var
lokið greiddi ég 4.288 kr. En viti
menn, nú mánuði síðar er að koma
reikningur vegna röntgenmynda-
töku upp á 3.217 kr. Samtals kost-
aði þetta því 7.505 kr. Mér finnst
þetta þvílíkt okur. Á hvaða launum
eru þessir læknar? Til hvers erum
við í sjúkrasamlagi?
Finnst Ögmundi Jón-
assyni heilbrigðis-
ráðherra þetta vera í
lagi? Ég vil að fólk
komi með athuga-
semdir vegna svona
gjaldtöku. Ég veit að
tækin kosta sitt, en
þegar fólk þarf að
hugsa sig tvisvar um
áður en það fer að
leita sér hjálpar vegna
kostnaðar er eitthvað
að.
Aldís.
American Style
FÖSTUDAGINN 17. apríl fór ég
ásamt kærustu minni á American
Style á Nýbýlavegi. Á þessum
ágæta veitingastað gildir 25% af-
sláttur af ostborgaramáltíð alla
daga kl. 13-18 með sérstöku tilboð-
skorti. Þar sem við vorum mætt
akkúrat á slaginu kl. 18 var ég von-
góður um að við myndum fá þennan
afslátt. En það var víst ekki í
myndinni. Veitingastjórinn sem af-
greiddi okkur sagði að því miður
væri ekki hægt að fá þennan afslátt
þar sem klukkan væri orðin 18. Ég
furða mig á þessu, þar sem stendur
á kortinu að tilboðið gildi alla daga
frá kl. 13-18. Ætti þá ekki frekar að
standa á kortinu að tilboðið gildi
alla daga frá kl. 13 til kl. 17.59? Og
er þetta hin rétta leið til þess að
reka veitingahús, spyr ég. Til eru
aðrir góðir veitingastaðir sem selja
hamborgara. Allavega ætla ég að
hugsa mig tvisvar um áður en ég
fer aftur á American Style.
Kristján Jökull Sigurðsson.
Barnaskór í óskilum
RÚSTRAUÐUR barnaskór með
blikkandi ljósum fannst í skýli á
Kleppsvegi. Eigandi getur nálgast
hann í miðasölunni á Hlemmi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | Vorfagnaður ’09 verð-
ur á fimmtudaginn 14. maí kl. 17. Ragnar
Bjarnarsson og Þorvaldur Halldórsson sjá
um stuðið. Söngur, grín og dans. Veislu-
matur frá Lárusi Loftssyni. Skráning í s.
535-2760 fyrir 12. maí.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20-23.30.
Borgartríó leikur fyrir dansi. Sjá feb.is.
Félagsheimilið Gjábakki | Árleg vorsýn-
ing verður í Gjábakka um næstu helgi.
Handverksfólk er beðið um að skila sýn-
ingarmunum til Þórhildar og Kristínar
næstkomandi mánudag og þriðjudag.
Félagsstarf Gerðubergi | Mánud. kl. 9
og föstud. kl. 13 er leikfimi og heitt á
könnunni í ÍR heimilinu v/Skógarsel. Má-
nud. kl. 9.50 og miðvikud. er vatns-
leikfimi í Breiðholtslaug. Kl. 10.30 þriðjud.
og föstud. stafaganga og miðvikud. kl.
10.30 fjölbreytt leikfimi. Púttvöllur v/
Breiðholtslaug er opinn. S. 575 7720.
Hraunsel | Stjórn FEBH, hefur opna
skrifstofu í Hraunseli, mánudaga kl. 13-
15 og föstudaga kl. 10-12.
Hæðargarður 31 | Tangó, glerlist, tölvu-
leiðbeiningar, taichi, framsögn, hlát-
urjóga, hannyrðir, línudans, útskurður,
World Class, bókmenntir, söngur,
Gönguhlaup, hljóðbók, spænska, mynd-
list, qigong, baráttuhópur um bætt verð-
urfar, skapandi skrif, postulínsmálun og
„Þegar amma var ung...“ S. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum á mánud. kl. 10.40 og hring-
dansar í Kópavogsskóla kl. 17-18. Línu-
dans á þriðjud. í Kópavogsskóla kl.
14.30 byrj. og kl. 15.30 framh. hópur.
Hringdansar á miðvikud. kl. 15-16. Uppl.
í síma 564 1490, 554 5330 og 554
2780.
Korpúlfar, Grafarvogi | Bútasaumur á
morgun á Korpúlfsstöðum kl. 13.30.
Ganga frá Egilshöll á morgun kl. 10.