Embla - 01.01.1945, Side 5
AVARP
Tilgangur Emblu er að birta sern fjölbreyttastar rit-
smíðar kvenna, fornar og nýjar. Einkum munum við
gera okkur far um að ná til þeirra, sem annars myndu
\
ekki koma verkum sinum á frarnfœri. Einnig langar
okkur til að ná i óprentuð Ijóð eða visur látinna
kvenna, ef eittbvað slikt kynni að vera til i handritum,
eða minningum manna. Vœntum við þess, að sem flest-
ir Ijái okkur lið i því efni.
Við vitum, að ísland á margar vel ritfœrar konur, og
vonum, að sem flestar þeirra sendi ritinu eitthvað til
birtingar, sxjo að efni þess geti orðið fjölbreytt og vand-
að. Þótt ekki sé um kvœði eða sögur að rœða, eiga flest-
ar konur i fórum sinum minningar, ferðasögur, frásög-
ur úr daglegu lífi o. fl., sem þœr gœtu fœrt i skemmti-
legan búning.
Okkur vœri sérstaklega kœrkomið, cf aldraðar konur
vildu skrifa fyrir okkur minningar frá yngri árum sin-
um með lýsingum á lifnaðarháttum þeirrar kynslóðar,
sem nú er að kveðja.
Að endingu þökkurn við þeim mörgu konum, sem
stutt hafa að úlkornu ritsins, bæði með söfnun áskrif-
enda og efnis.
VaLBORG PjENTSDÓTTIR K.ARÓLÍNA ElNARSDÓTTIR
Valdís Hai.ldórsdóttir