Embla - 01.01.1945, Qupperneq 28
frá morgni til kvölds. Ólafur Jósúa ætti að muna, að börnin eru
fimm að tölu. (), já, sjö eru munnarnir alls — og átta með Ólafi
Jósúa, svo að jrað hefði nú komið sér meir en vel að fá soðningar-
bita endrum og eins. En hvað um j^að, hann man, hvað honum
er gert, sá góði maður. I’að munar um sprökuna jtá arna.
Að j^essu sinni stendur Ólafur Jósúa stutt. við. Hann tyllir sér
rétt snöggt á kollótta eldhússtólinn og teygir býfurnar frá sér,
svo að jxer ná lram á mitt eldhéisgólf.
Kaffi má jré> bjóða þér, spyr Sigríður og horfir á langleitt, slap-
andi andlit bróður síns, sem eiginlegá er vita sviplaust og getur
hvorki talizt frítt né ófrítt.
Ólafur jósúa rennir augunum til ketilsins á eldavélinni. Það
kraumar í honum. En aldrei joessti vant afþakkar liann kaffi. Það
finnst Sigríði afar undarlegt. Ólafur Jósúa er ekki vanur að neita
jrví, sent býðst, ekki ef um mat eða drykk er að ræða.
Hann stendur upp. Augnalokin á Ólafi Jósúa lyftast aldrei
nema til hálfs. Þau eru tvöföld og slapa niður ;i kinn, jjegar augun
eru lukt. Ilann réttir Sigríði höndina, sem er mjúk og beygjanleg,
eins og brjósk. Göngulagið hans Ólafs Jósúa Jiekkja allir í þorp-
inu. Hann slettist áfram, fer stundum í kuðung eins og ánamaðk-
ur og sveigist og beygist á alla vegu. Það eru heldur ekki margir
í þorpinu, sem leika Jrá list að fara í gegnurn sjálfan sig, eiginlega
enginn nema Ólafur Jósúa. En honum verður j)á ekki skotaskuld
úr jrví.
Sigríður horfir á eftir honum, Nú staldrar hann við og snýr
aftur heim að húsinu. Elann sér sig um hönd og kemur og drekk-
ur kaffið, sent eg bauð honum áðan, hugsar Sigríður og lætur
bolla á borðið. En Jregar Ólafur Jósúa birtist ekki aftur, snýr hún
sér að verkunum. Margt er enn ógert, sem gera þarf í dag, og svo
keniur helgin mikla.
Nú beinir Ólafur Jósúa göngu sinni til veitingahússins. Það er
ekki að vita, nema hún Arndís.gefi honum eitt ölglas, ef vel ligg-
ur á henni. Það er sá bezti drykkur, sem honum er boðinn og
sannarlega sjaldgæfur og ekki víða á boðstólum.
Arndís veitingakona stendur sjálf í eldhúsinu, jregar Ólafur
Jósúa kemur jjangað. Hún hreint og beint slær á lærið, sú góða
kona, þegar hún sér, liver gesturinn er. Hér kemur joá sá, sem hún
26