Embla - 01.01.1945, Síða 31
Morguninn eftir fær Arndís heimsókn. Steinunn og Sigríður,
systur Ólafs Jósúa, reka höfuðið inn úr gættinni og spyrja:
Ertu ein?
hegar þær sjá, að hún er ein, stíga þær inn fyrir. Þær eru svo
annarlegar útlits, svo náfölar og flóttalegar, að Arndísi verður star-
sýnt á þær. Það er líka að vonum, því að brátt verður hún þess
áskynja, að þær fá ekki tára bundizt yfir spillingunni hér í Saltvík,
°g það nú á þessum thnamótum. Svo aðþréngdar eru þær, að fyrst
1 stað koma þær varla upp orði. Arndísi verður ekki um sel. Hér
nlýtur að hafa gerzt eitthvað voðalegt, eitthvað alveg hræðilegt,
sem varla verður syndlaust rætt á þessum helga degi. Arndís, sem
tíítlaði sér rétt í þessu að steikja sprökuna hans Ólafs Jósúa, gleyin-
lr sér nú algerlega. Sprakan liggur á borðinu niðurskorin og bíð-
l|r eftir afgreiðslu.
Hvað hefur borið við? spyr Arndís.
Hátíðamatnum okkar liefur verið stolið — stolið, heyrirðu það
— stolið á sjálfa hvítasunnunótt.
Stolið — hefur matnum ykkar verið stolið? hváir Arndís og
'ýtur nær þeim. Þetta er dálítið nýstárlegt, því að þjófgefnir liafa
Saltvíkurbúar ekki verið til þessa.
Já, aldeilis rétt, stolið, sögðurn við. — Og við stöndum við það.
Hann bróðir minn, hann Ólafur Jósúa, gaf mér glænýja spröku.
Svo lifandi var hún, að hún blakaði sporðinum á eldhúsborðinu.
Eg hengdi hana út. í morgun er lnin horfin, gersamlega liorfin.
l’að var ekki tangur né tetur eftir, ekki einu sinni snærisspottinn,
sem liélt henni uppi.
Sama segi ég. Ólafur Jósúa gaf mér líka spröku. Mín var líka
korfin í morgun. Það vinnur mikið til fólkið liérna að gera sig
að þjóf á slíkri nóttu. — Og ég segi nú fyrir mig, að ég er ekki
Eetri manneskja en það, að ég vona, að sprakan sitji föst í hálsi
þeim, sem hefur stolið henni, segir Sigríður og verður um leið
htið á eldhúsborðið.
Nei, hvað sé ég. Þú ert þá með spröku — og nú mæna systurn-
ar á sprökuna niðurskornu, eins og þær vænti þess að sjá sitt
fangamark á hverri sneið.
Hvar — lrvar fékkstu þessa spröku, spyrja þær samtímis. Ægileg
grunsemd læðist inn Iij;i þeim systrum, þótt þær segi ekki annað
29