Embla - 01.01.1945, Page 32
en þetta, beri aðeins frarn þessa meinlausu en jafnframt sjálf-
sögðu spurningu, því að einhvers staðar hlýtur sprakan þeirra að
vera, ekki hefur hún orðið uppnumin.
Arndís svarar ekki. Hún stendur þögul og horfir niður fyrir sig.
Við vorum að spyrja um sprökuna, endurtekur Sigríður og
bendir um leið á borðið. Það, að Arndís svarar ekki, er mjög grun-
samlegt. Líklega draga ekki margir spröku úr sjónum hérna í
Saltvíkinni, nema sjógarpurinn hann Ólafur Jósúa.
Arndís réttir rtr sér. f>að kemur kynlegur glampi í dimmblá
augun, og smákippir fara um allt andlitið. Hann Ólafur Jósúa
selcli mér þessa spröku í gærkvöld, segir hún loks, liægt og stilli-
lega, því skiljanlega er þetta mjög viðkvæmt mál.
Hann Ólafur Jósúa, endurtaka þær einum rómi, og undrun
þeirra lýsir sér greinilega í raddblæ og svipbrigðum — og grágul
og hálfskorpin andlit beggja verða að einu stóru spurningar-
merki.
Ef þið rengið mig, getið þið spurt Ólaf Jósúa sjálfan. En liann
trúði mér Jyrir því um leið, að hann hefði ekki fengið nema þessa
einu spröku rir sjó í gær.
Elínborg Ldrusdóttir
M(>