Embla - 01.01.1945, Page 41
Yrkisefni Ólínu eru margvísleg, og er henni mjög létt um að
yrkja. Lítið mun þó liafa birzt af vísum hennar. Dr. Broddi Jó-
liannesson flutti nýlega í útvarpið erindi um Ólínu og kveðskap
hennar. Meðal vísna þeirra, sem hann las, eru þær, sem hér fara
á eftir:
Um átthagana:
Léttum hreirni af bergi blá
bjartar streyma lindir;
kærum heimahögum frá
hugurinn geymir myndir.
Eitt sinn var hún á leið til æskustöðva sinna í vornæðingi og
reið jörpum hesti:
Vörmum eyðir vorsins frið
vindur neyðarskarpur,
gil og heiðar gapa við,
grýtt er leiðin, Jarpur.
Og vorið kemur til átthaganna:
Lækir snjóaleifum frá
iétt til sjóar streyma.
Vorið nógar nægtir á.
Nú fer að gróa lieima.
Máttur fjarlægðarinnar birtist í minningunni:
Man ég áar máttug völd,
man ég bláa strauma,
man ég gljáu mánatjöld,
man ég þrá og drauma.
Um veikindi sín kveður Ólína:
Verð ég ung, er vísnamál
vel á tungu flæða,
finn ég þunga ])ó í sál
þegar lungun blæða.
39