Embla - 01.01.1945, Side 46
þannig: Hún er sólgin í að dansa og þykir gaman að gera piltana
skotna í sér, vera tekin fram yfir okkur hinar. En þegar við fylgd-
umst að lieim frá skemmtunum, fannst mér lítið lifa eftir af sigur-
gleði hennar, aðeins tómleiki og þreyta ríkja í hug hennar, jafn-
vel kvíði fyrir komandi degi.
Hún var öðru vísi fyrst eftir að hún kom til bæjarins, til þess
að taka við starfi, sem henni hafði verið veitt eftir umsókn lienn-
ar. Umsókninni fylgdi Ijósmyiid, prófskírteini frá verz.lunarskól-
anum og meðmæli eins eða lleiri málsmetandi manna, sem þekktu
hana.
„Þarna sjáið þið, stelpur, hvort það borgar sig ekki að standa
sig vel í skóla,“ sagði hún hróðug.
Við hlógum að henni.
„Ertu sá einfeldningur að halda, að hann hafi farið eftir próf-
skírteininu. Nei, hann hefur litið mest á ljósmyndina. Varaðu þig
á þeim manni, sem velur fallegasta umsækjandann, til þess að vél-
rita verzlunarbréf."
Hún var innilega, barnslega glcið yfir því, að hafa fengið at-
vinnu, sem hæfði menntun hennar, og geta sýnt, Iiver dugur væri
í henni. Þá hugsaði hún um að hafa nægan svefn og hvíld, svo
að hún væri vel fyrir kölluð á hverjum starfsmorgni. Og hvað
hún var hreykin af því að vinna sér inn peninga og varði þeim
skynsamlega. Hún gerði útgjaldaáætlun í byrjun livers mánaðar
og hélt hana furðu vel.
Vitanlega lék hún sér. Hún hafði gaman af að horfa á kvik-
myndir, svamla í sundhöllinni og fara í smá skemmtiferðir, og svo
sótti hún dansskemmtanir, en mjög var Jrví í hóf stillt. Og aldrei
fannst henni þessar skemmtanir komast í samjöfnuð við samkom-
urnar á æskustöðvum liennar. Þær áttu sér í minningu hennar þau
lithrigði, hljóm, angan og sætleik, sem ekki dofnaði, heldur jafn-
vel skýrðist við samanburðinn.
Svo breyttist hún svona óskiljanlega mikið.
Ég heyrði einu sinni mann segja: „Reykjavíkurlífið spillir <»11-
um ungu aðkomustúlkunum." Égvissi, að hann átti við Dúnu, J»ó
að hann tæki svona almennt til orða. En mér fannst þetta ekki
rétt. Ég gat ekki merkt það á neinu, að hún væri spillt, J»c» að hún
hefði leiðzt út í helzt til mikið glaumlíf.
44