Embla - 01.01.1945, Síða 49
stungið undir stól, því að liann hefur það, sem til þess þarf, pen-
lnga og áhrifaríka vini. Þú sannar til, að svona manni tekst að
vmna mál, hvað sem málstaðnum líður. Og sá, sem sigrar, hefur
alh mannlegt réttlæti á sína lilið. Þannig skellur skömmin á henni,
°g skaðinn auðvitað líka. Ilún er þegar búin að rnissa atvinnuna,
°g þar með þær tekjur, sem hún hefur lifað af. Og óorð fær hún
af öllu saman, svo að enginn forstjóri vill taka hana í vinnu. Eða
l'eklurðu kannske, að þeir vilji hafa svona harðvítugt kvenfólk í
þjónustu sinni? Nei, ekki á rneðan það er ungt og laglegt."
Eg var alveg steinhissa á þessari mælsku. Ég liafði aidrei heyrt
fhinu tala svona rnikið í einu. Mig grunaði strax, að þetta mál
snerti við einhverju, sem henni væri viðkvæmt, en livað gat það
verið? Mér vitanlega þekkti hún hvorugan aðila málsins. Gat það
yerið, að stéttvísi hennar væri svo þroskuð, að hún fyndi til vegna
°fara þessarar ungu stéttarsystur sinnar?
»»Það er víst mikið liæft í því, sem þú segir. Enda ákaflega van-
hugsað að koma fram með slíka kæru.“
»»Hún var asni. Ég endurtek það. En samt öfunda ég hana, því
að hún hefur haft þrek til að verja sjálfa sig, og getur því hiklaust
°g með góðri samvizku kært þann órétt, sem hún hefur orðið að
líða. Ég vildi óska, að ég. . . . “
Hún þagnaði, blóðrjóð, og sneri sér undan, til þess að ég skyldi
ehki sjá stóru tárin, sem hrukku af augum hennar.
Mér brá ónotalega, það var eins og hulu væri svipt frá augum
Xiinum. Ég skikli allt í einu, hvers vegna Dúna fylgdist af slíkum
fn'ennandi áhuga með viðskiptum skrifstofustúlkunnar og for-
stJorans. Eg strauk blíðlega eftir hönd hennar og upp arminn og
spurði: „Hefurðu átt mjög bágt, Dúna mín? Hvers vegna hefurðu
ekki sagt mér neitt?“
Hún harkaði af sér grátinn og sagði, án þess að líta á mig: ,,Það
ev ekki frá neinu að segja.“
Svo rykkti lnin sér beinni í sætinu og bar kaffibollann upp að
vorunum, en setti hann frá sér aftur, án þess að drekka nokkuð.
»Þú ættir að segja mér, hvað amar að þér, Dúna mín. Þú ert svo
emmana, á meðan þú sýnir engum trúnað. Ef til vill sé ég einhver
raÖ til að hjálpa þér, ég er þó eldri og reyndari.“
47