Embla - 01.01.1945, Qupperneq 52
ann, hurðin læst. Það komu einhverjir og börðu að dyrum, eit
ég sinnti því ekki. Á mánudaginn var ég veik. Það gekk kvefsótt
í bænum, og fólk hélt, að ég lægi í henni. Þú komst til mín og tal-
aðir um, hvað kvefið hefði farið illa í augun á mér og nefið. Ég
var svona þrútin af gráti.
Ég sendi Einvarði uppsögn mína, og ætlaði aldrei að stíga oltar
fæti mínum í skrifstofuna til hans. Hann kom og talaði um fvrir
mér. Ég lield, að hann hafi þá komið eins hreinlega fram og bon-
um var unnt. Mér skildist það, að honum þætti ekki svo vænt
um mig, að honum kærni til hugar að skilja við konuna mín vegna.
Það er sjálfsagt líka þægilegast fyrir hann, að hafa hjohabandið
fyrir skálkaskjól, eins og hann hefur gert.“
„En hefðirðu viljað giftast honum?"
„Ég hefði viljað allt til vinna, að fá uppreisn, og mér fannst,
að hann gæti veitt mér hana með því að ganga að eiga mig. Ef
hann hefði viljað stíga í þann eld, sem hjónaskilnaður er, og
hindast þeim byrðum, sem honum fylgja, hefði ég trúað því, að
honum þætti raunverulega vænt um mig. Og sú trú hefði hætt
mikið.
Eftir að hann fékk mig til að fara aftur í skrifstofuna til sín,
finnst mér hann vera breyttur. Hann hirðir ekki um það lengur,
hvort hann særir mig. Hann er öruggur, því að hann veit, að hann
getur náð valdi yfir mér, þegar hann leggur sig fram. Hann
veit líka, að ég mundi aldrei skaða hann á nokkurn hátt.
Ég lield, að honum finnist ég ekki lengur jaln eftirsóknarverð
og ég var, meðan hann hafði enn ekki beygt mig undir vilja sinn.
Þú trúir því sjálfsagt ekki, en ég er oft á nálum út af því, að hann
verði leiður á mér og láti mig fara.“
„Guð komi til! Geturðu hugsað Jær að lifa við þetta áfram?“
„Ég vil fara frá honum, en Jjað verður að vera storkun við hann,
en ekki þannig, að ég lúpist í hurt, eins og laminn hundur. Stund-
um hef ég verið að hugsa um að senda umsókn, þegar ég hef séð
eitthvert starf auglýst, sem til greina gæti komið fyrir mig, en ég
hef ekki þorað að sækja um neitt af ótta við, að hann kæmist að
því og ræki mig í burtu. Og farið lieim við svo búið get ég ekki.“
„Ég skil ekkert í J^ér, mér fyndist eðlilegast, að Jjú vildir allt til
50