Embla - 01.01.1945, Side 53
' inna að komast frá honum. Ertu ekki hrædd um, að það fari enn
verr lyrir þér?“
„Það getur varla orðið verra. Hann er búinn að eyðifeggja mig,
allt, sem var hreint og ærlegt í mér. Ég hef ekki ánægju af neinu
framar. Það er í rauninni aðeins eitt, sem ég vil, seigpína hann.
Og það get ég helzt nteð því að vera með öðrurn karlmönnum og
'áta liann frétta al' því, eða skilja það á mér. Hann er á móti því,
að ég sé á sífelldu næturflandri. Hann þykist vera það vegna þess,
að ég vinni verr, en ég held, að það sé fyrir afbrýðisemi."
„Hefurðu verið með fleirum en honum? Guð hjálpi þér,
stúlka.“
„Nei, mér er nóg, að liann haldi það. Ég er auðvitað ekkert of
góð til þess að vera með hverjum sem er, úr því senr komið er, en
fæ ntig ekki til þess.
„Ef þú ert hjá honum, til þess að bíða eftir tækifæri til að hefna
þín, máttu ekki vera þar einum degi lengur. Það gerir illt verra
að ala slíkar haturs- og hefndarhugsanir í brjósti. Það yrði þér
örðugt að koma fram hefnd við þennan mann, l'yrst sú hefnd ætti
að vera í því fólgin að meiða tilfinningar hans. Hefndin mundi
heldur ekki gera þig sælli. Segðu mér í fullri einlægni, Dúna mín,
heldurðu að þú sért ekki að blekkja sjálfa þig, og að þti sért raun-
ar hjá honum, vegna þess að þér þykir vænt um liann, en viljir
ekki við það kannast fyrir sjálfri þér, af því að þú fyrirlítir hann
lyrir ódrengskap hans?“
„Nei, nei,“ hrópaði hún. Mér fannst, að hún mundi hrópa svona
hátt, vegna þess að hún væri ekki alveg örugg með sjálfa sig.
„Áttu ekki að fá sumarleyfi bráðum?“
„Jú, eftir nokkra daga.“
„Og þá ferðu auðvitað heim til foreldra þinna?“
„Ég veit ekki. Mér hefur dottið í hug að vera í tjaldi á Þing-
völlum með tveim stúlkum."
„Nei, farðu heldur heinr til þín, eins og það sé ekki sjálfsagt.
Mamma þín og pabbi eiga von á stúlkunni sinni. Ég veit, að þau
sfeppa þér ekki aftur til Einvarðar."
„Heldurðu að ég segi þeim frá því, sem hefur komið fyrir mig.
Aldrei að eilífu. Þau mundu ekki skilja það. Ég skil það ekki einu
51