Embla - 01.01.1945, Side 54
sinni sjálf, að ég skuli vera jiessi ræfill. Ég get ekki larið heim til
að ljúga. Skilurðu jrað ekki?“
Hún var hávær og æst, svo lækkaði hún röddina og talaði stilli-
lega, en sársaukinn lifði í öllu, sem hún sagði.
„Mig dreymir heim á hverri nóttu. Allt er svo hreint og óflekk-
að heima. En það, sem ég snerti við, fær dökka bletti. Ég græt í
svefninum yfir þessum blettum og reyni að má Jrá burt, en mér
tekst jrað aldrei. . . . Ég hef sagt Jrér frá herberginu mínu heima.
bað er kvistherbergi, ljósmálað. Rúmið mitt er livítgljáð járnrúm,
til þess að gera Jrað hlýlegra er Ijósblátt silki rykkt innan við báða
gaflana. Yfir höfðalaginu er mynd af h'tilli stúlku, sem er á ferð
í þéttum, dimmum skógi. En hún er ekki ein, verndarengillinn
liennar fylgir henni og bægir öllum ógnum Irá henni. Mamma
sagði, að ég þyrfti ekki að vera hrædd, því að ég ætti líka verndar-
engil. A kvöldin spennti ég greipar og las versin mín. Mér er svo
minnisstætt Jretta vers:
„Mér gott barn gef að vera,
og góðan ávöxt bera,
og forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla."
Nú get ég ekki lengur iarið með þetta vers á kvöldin. . . . Það er
ofurlítill vogur í ströndina heima. Þar er sjórinn hlýrri en í opnu
hafi. J þessum vogi var ég vön að baða mig með vinstúlkum mín-
um, á eftir lögðumst við naktar á sandinn og létum sólina baka
okkur. Nú get ég ekki farið með þeim framar. Ég á ekki heinra í
jreim barnsglaða hóp. Ég treysti mér ekki til að af klæða mig í aug-
sýn þeirra, því að mér finnst ég vera útötuð. Ég veit vel, að eng-
inn getur séð, hvað fyrir mig hefur komið, Jrví að ég ber J)ess engin
ytri merki, og Jró þarf ég alltaf að vera að sannfæra mig um, að
ég sé hrein, og Jrað sjáist engir flekkir á mér. Ég er búin að fá ein-
hvers konar Jrvottasýki, ég læt ekkert tækifæri ónotað til að baða
mig, og mér finnst ég alltaf þurfi að Jjvo mér um hendurnar.
Hversu lítinn blekblett, sem ég fæ á hendur mínar, Jregar ég er að
vinna, hryllir mig svo við honum, að ég verð að fara strax og
Jrvo hann burt. . . . Það er ungur piltur heima, sem hugsar um
mig. Við lékum okkur saman í bernsku, og það var ævinlega mest