Embla - 01.01.1945, Side 60
lieiðni og taldi lengi fyrir honum. Þangbrandur þagði meðan hún
talaði, en talaði lengi eftir og sneri því í villu, er hún hafði nrælt.
„Hefur þú Iieyrt það,“ sagði hún, ,,er Þór bauð Kristi á hólm, og
þorði hann eigi að berjast við Þór?“
„Heyrt Iiefi ég,“ sagði Þangbrandur, ,,að Þór var ekki nema
mold og aska, ef guð vildi eigi, að hann lifði.“
„Veizt þú,“ segir hún, „hver brotið hefur skip þitt?“
„Hvað segir þú til?“ segir hann.
„Það mun ég segja þér,“ segir hún:
Braut fyr bjöllu gæti
bönd ráku val strandar,
mögfellandi mellu
mástalls vísund allan;
hlífðit Kristr, þás kneyfði
knörr, malmfeta varrar;
lítt liykk, at goð gætti
Gylfa hreins at einu.
Shýringar:
raclla: tröllkona;
mellu mögr: jötunn;
fellandi (jötna): I>ór;
mástallr: liaf, sjór;
rnástalls vísundr: skip;
bjöllu gætir: prestur;
bönd: goð;
strandar valr: skip;
vörr: röst, sjór;
varrar malrafcti: skip (járnvarið);
Gylfa hreinn: skip;
blífðit: hlífði ei;
kneyfa (ópersl.): leika liart, kom-
ast í háska;
iiykk (hygg-eg): ég liygg.
I>órr braut allt skipið fyrir prestinura; goðin ráku skipið frá landi: Kristur hlffði ekki
skipinu, þegar það var í hættu statt; ég hygg, að guð hafi gætt skipsins harla lítið.
5«