Embla - 01.01.1945, Side 62
GUÐRÚN HALLSDÓTTIR
(1832—1914)
Guðrún Hallsdóttir fæddist 1832. Hún var gift Magnúsi Jóns-
syni frá Bólu og bjuggu Jrau Jrar og í Litladal í Blönduhlíð. Eftir
að Guðrún hafði niisst mann sinn, var hún hjá börnum sínum
ýmsum, en lengst hjá Eiríki syni sínum í Axlarliaga, Jrar sem hún
andaðist 1914.
Guðrún var ágætlega hagmælt og hraðkvæð með afbrigðum.
Vísum sínum hélt hún ekki til haga og lét lítt á þeim bera, og
eru Jrví margar þeirra týndar. Meðal barnabarna Guðrúnar eru
Jrau systkinin Ólína Jónasdóttir, skáldkona á Sauðárkróki, og
Hallgrímur Jónasson, kennari við Kennaraskólann í Reykjavík.
Ymsar snjallar vísur eftir Guðrúnu munu vera í fórum manna
nyrðra og Jrá einkum í Skagafirði, en Jrví miður vannst eigi tími
til Jress að afla þeirra nú. Væntum við Jress að geta síðar. birt
gleggra sýnisliorn af kveðskap hennar.
Vísur Jrær, sem liér fara á eftir, eru teknar eftir frásögn Hall-
gríms.
Um burnirót, sem óx í bæjarveggnum og var að fölna í fyrstu
haustnæðingunum, gerði Guðrún þessa vísu:
Svona hljótunr hníga vér
hels við rótið stríða,
sem bliknuð hrjóta blöð af þér,
burnirótin fríða.
Vorharðindi
Hölda eyðist heyja búr,
hlýju sneyðist dalur;
stendur heiðum ákaft úr
andi neyðar svalur.
(iö