Embla - 01.01.1945, Page 63
Þegar í'yrsta nýgræðinginn kól í vorharðindum, kvað Guðrún:
Heljardrunga lijörinn ber
hefur stungið blómin.
Svona unga fjörið fer
fyrir þunga dóminn.
Haustvísa
Sumarið varð að svífa’ á braut,
sem ákvarðað trúum,
lagði arð og yndi í skaut
ýmsum jarðarbúum.
kr Guðrún fór seinast frá Fremri-Kotum, heimili dóttur sinnar,
Þóreyjar, móður Ólínu og Hallgríms, og reið niður Norðurárdal-
mn, gerði hún þessa vísu:
Kveð ég hér það kærast finn.
Kjör mín gerast falin,
hvort það er i síðsta sinn,
sem ég f er um dalinn.
Við Hallg rím, dótturson sinn, kastaði Guðrún einu sinni fram
þessari vísu, er hann var að brölta upp í kjöltu hennar:
Undur hlýjan unað finn
út frá höndum þínum,
þegar litli lófinn þinn
leggst að vanga mínum.
Þessa vísu kvað Guðrún við sérstakt tilefni, er hér verður ekki
getið nánar:
Trauðla þorna tár á brá,
til er svona hagað.
Það var morgni æsku á
öðruvísi lagað.
61