Embla - 01.01.1945, Page 66
/ HvítársiÖu
Svo komum við að enda Síðufjallsins. Þar beygðist vegurinn til
vinstri yfir lítinn liáls. Þegar yfir hann kom, vorum við í Hvítár-
síðunni.
Ætlunin var að halda Hvítársíðuna á enda þennan dag, gista í
Fljótstungu hjá afa og ömmu okkar Ásu og fá fylgd þaðan í Surts-
iielli næsta dag.
„Þetta er Síðumúli,“ sagði ég við stelpurnar. „Þar var ég
fermd,“ bætti ég við, til þess að þeim fyndist ennþá meira til um
staðinn.
Inga Lísa, sem ekki var orðin sterk í íslenzkunni, spurði, hvort
það væri þá sögustaður. En við fullyrtum, að svo væri ekki, og að
hvorki væri minnzt á fermingu mína í íslendingasögunum, né
l'ornum annálum.
„Ekki ríða hart framhjá Fróða!" hrópaði ég. „Hann liggur
þarna í hauginum við götuna. Það má ekki móðga karlinn með
því að þeysa liart fram hjá honum, þá launar hann okkur með
því að láta ferðina ganga illa.“
Stelpurnar tóku í taumana.
„Á Jrá ekki að kasta steini í hauginn?" spurðu þær.
64