Embla - 01.01.1945, Síða 67
„Nei, guð forði okkur. Fróði var sóma-karlmaður, en ekki sek
kona,“ upplýsti ég. „Hann byggði fyrstur þarna.“ Og ég benti á
Fróðastaði.
Gatan lá meðfram hlíðinni, með mjólkurlita Hvítá á aðra
liönd. Handan hennar Hálsasveitin, en fram undan, lengst í suð-
austri,»skinu hvítar jökulbungur, Eiríksjökull, Langjökull og Ok.
Ol't var áð í blágresisbrekkum við fallega læki. Hestarnir fengu
klapp á kinn og vatn og gras í svanginn. En við lögðumst í brekk-
una, mösuðum, hlógum og skynjuðum vorið.
Og áfram var haldið fram lijá einum sveitabænum af öðrum,
þar til komið var á móts við Bjarnastaði.
„Ffingað förum við heim og heilsum upp á Þorbjörgu afasyst-
ur.“ — Það voru mín orð.
Hún var lítil, grönn, létt á fæti og teinrétt í baki, þótt komin
væri yfir áttrætt.
— Ég sá hana aftur í sumar, eftir 15 ár, þá komna á seinni hluta
tíunda tugarins. Enn var hún bein í baki og mjúk í hreyfingum.
En hárið var orðið hvítt. —
Frá Bjarnastöðum fórum við vel haldnar, og hestarnir einnig.
Mér er ekki grunlaust, að gamla konan haí'i lofað „blessuðum
hestunum“ að seilast með snoppuna dálítið út í hlaðvarpann.
Nú byrjaði að votta fyrir kjarri í hlíðinni og meðfram vegin-
um. Það smáhækkaði, er austar dró, og varð að skógi.
„Sjá, himins opnast hlið!“ Og ég liélt opnu hliðinu að Gils-
bakkalandi, meðan stelpurnar héldu þangað innreið sína. Þær
voru á sama máli. — Þetta var himneskur staður. Skógur, lyng,
reyr, öll hugsanleg blóm, lítil, tær bergvatnsá og jöklar í baksýn.
Við fórum af baki á mjúkri flöt við Hraunána. Hinum megin
við ána reis hraunveggur með slútandi hríslur í sprungum. Svo
var farið úr sokkunum og vaðið yfir ána. Vatnið var ekki kalt,
eftir svona heitan dag.
Sólin var tekin að lækka á lofti, er lagt var af stað úr þessum
áningarstaðnum.
Við riðurn yfir hraun og í gegnum skóg. Margir fallegir staðir
Ireistuðu okkar að fara af baki. En við vildum ekki þurfa að vekja
upp í Fljótstungu. Þarna var Gilsbakki á gilsbakkanum uppi í